Umfjöllun og myndir: Valur - Slavia Prag 0-1 | Gerðu allt nema að skora Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2022 19:55 Cyera Hintzen var ágeng upp við mark Slavia Prag. vísir/vilhelm Valur tapaði fyrir Slavia Prag, 0-1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Seinni leikurinn fer fram í Tékklandi eftir viku. Slakur fyrri hálfleikur varð Valsliðinu að falli. Þá kom eina mark leiksins en það gerði Tereza Kozárová á 26. mínútu. Ljóst er að róðurinn verður þungur fyrir Valskonur í næstu viku en ef þær spila eins og þær gerðu lengst af seinni hálfleiks er möguleikinn fyrir hendi. Valur fékk fín færi í leiknum og fjölmargar stöður til að búa til enn hættulegri færi en herslumuninn vantaði. Leikur Valsliðið lagaðist mikið eftir tvöfalda skiptingu Péturs Péturssonar á 61. mínútu en þær Elín Metta Jensen og Þórdís Elva Ágústsdóttir komu sterkar inn og hljóta að byrja inn á í Prag. Valur byrjaði leikinn ágætlega og strax á 4. mínútu fékk Ásdís Karen Halldórsdóttir fínt færi en skallaði framhjá. Þetta var þó ekki fyrirboði um það sem koma skyldi því það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var Slavia Prag sterkari aðilinn. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir reynir skot að marki Slavia Prag.vísir/vilhelm Gestirnir voru mun hættulegri en sem betur fer fyrir heimakonur var Sandra Sigurðardóttir vel með á nótunum í markinu. Á 10. mínútu galopnaðist Valsvörnin og Tereza Szewieczková komst í dauðafæri en Sandra varði. Martina Surnovská tók frákastið og átti skalla sem Sandra varði einnig. Valsliðið varð fyrir áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar Mist Edvardsdóttir þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Í hennar stað kom Lillý Rut Hlynsdóttir í fyrsta leik sínum fyrir Val í rúmt ár. Eftir 25 mínútna leik hrökk boltinn til Kozárovu en Sandra varði skot hennar af stuttu færi stórkostlega. Hún kom hins vegar engum vörnum við þegar Kozárová átti vinstri fótar skot sem sigldi í fjærhornið. Skotið virtist hættulítið en Surnovská hljóp yfir boltann sem fipaði Söndru. Anna Rakel Pétursdóttir á ferðinni.vísir/vilhelm Eftir rólega byrjun á seinni hálfleik óx Val ásmegin og liðið sótti stíft það sem eftir lifði leiks. Á 54. mínútu átti Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skot í utanverða stöngina og fjórum mínútum síðar slapp Cyera Hintzen í gegn en Olivie Lukásová varði skot hennar frábærlega. Eftir því sem sóknarþungi Vals jókst fjölgaði tækifærum Slavia Prag til skyndisókna. Og eftir eina slíka skaut Denisa Veselá framhjá úr afbragðs færi. Annars varðist Valur skyndisóknum Slavia Prag vel og þar var Arna Sif Ásgrímsdóttir tveggja manna maki. Hún hefur átt marga frábæra leiki í sumar og þetta var einn þeirra. Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, gengur hart fram.vísir/vilhelm Skömmu síðar fékk Valur frábært færi eftir skyndisókn. Sending Þórdísar á Ásdísi var ekki nógu góð en hún náði samt fínasta skoti sem Lukásová sló aftur fyrir. Á lokamínútu leiksins fékk Valur aukaspyrnu á vítateigsboganum. Þórdís Hrönn tók spyrnuna en setti boltann í veginn og aftur fyrir. Upp úr hornspyrnunni átti Lára Kristín Pedersen svo skalla sem var bjargað á línu. Það reyndist síðasta tækifæri Vals til að jafna. Íslandsmeistararnir voru ólíkir sjálfum sér í fyrri hálfleik en spiluðu miklu betur í þeim seinni og gerðu þá allt nema að skora. En möguleikinn er svo sannarlega enn fyrir hendi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur
Valur tapaði fyrir Slavia Prag, 0-1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Seinni leikurinn fer fram í Tékklandi eftir viku. Slakur fyrri hálfleikur varð Valsliðinu að falli. Þá kom eina mark leiksins en það gerði Tereza Kozárová á 26. mínútu. Ljóst er að róðurinn verður þungur fyrir Valskonur í næstu viku en ef þær spila eins og þær gerðu lengst af seinni hálfleiks er möguleikinn fyrir hendi. Valur fékk fín færi í leiknum og fjölmargar stöður til að búa til enn hættulegri færi en herslumuninn vantaði. Leikur Valsliðið lagaðist mikið eftir tvöfalda skiptingu Péturs Péturssonar á 61. mínútu en þær Elín Metta Jensen og Þórdís Elva Ágústsdóttir komu sterkar inn og hljóta að byrja inn á í Prag. Valur byrjaði leikinn ágætlega og strax á 4. mínútu fékk Ásdís Karen Halldórsdóttir fínt færi en skallaði framhjá. Þetta var þó ekki fyrirboði um það sem koma skyldi því það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var Slavia Prag sterkari aðilinn. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir reynir skot að marki Slavia Prag.vísir/vilhelm Gestirnir voru mun hættulegri en sem betur fer fyrir heimakonur var Sandra Sigurðardóttir vel með á nótunum í markinu. Á 10. mínútu galopnaðist Valsvörnin og Tereza Szewieczková komst í dauðafæri en Sandra varði. Martina Surnovská tók frákastið og átti skalla sem Sandra varði einnig. Valsliðið varð fyrir áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar Mist Edvardsdóttir þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Í hennar stað kom Lillý Rut Hlynsdóttir í fyrsta leik sínum fyrir Val í rúmt ár. Eftir 25 mínútna leik hrökk boltinn til Kozárovu en Sandra varði skot hennar af stuttu færi stórkostlega. Hún kom hins vegar engum vörnum við þegar Kozárová átti vinstri fótar skot sem sigldi í fjærhornið. Skotið virtist hættulítið en Surnovská hljóp yfir boltann sem fipaði Söndru. Anna Rakel Pétursdóttir á ferðinni.vísir/vilhelm Eftir rólega byrjun á seinni hálfleik óx Val ásmegin og liðið sótti stíft það sem eftir lifði leiks. Á 54. mínútu átti Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skot í utanverða stöngina og fjórum mínútum síðar slapp Cyera Hintzen í gegn en Olivie Lukásová varði skot hennar frábærlega. Eftir því sem sóknarþungi Vals jókst fjölgaði tækifærum Slavia Prag til skyndisókna. Og eftir eina slíka skaut Denisa Veselá framhjá úr afbragðs færi. Annars varðist Valur skyndisóknum Slavia Prag vel og þar var Arna Sif Ásgrímsdóttir tveggja manna maki. Hún hefur átt marga frábæra leiki í sumar og þetta var einn þeirra. Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, gengur hart fram.vísir/vilhelm Skömmu síðar fékk Valur frábært færi eftir skyndisókn. Sending Þórdísar á Ásdísi var ekki nógu góð en hún náði samt fínasta skoti sem Lukásová sló aftur fyrir. Á lokamínútu leiksins fékk Valur aukaspyrnu á vítateigsboganum. Þórdís Hrönn tók spyrnuna en setti boltann í veginn og aftur fyrir. Upp úr hornspyrnunni átti Lára Kristín Pedersen svo skalla sem var bjargað á línu. Það reyndist síðasta tækifæri Vals til að jafna. Íslandsmeistararnir voru ólíkir sjálfum sér í fyrri hálfleik en spiluðu miklu betur í þeim seinni og gerðu þá allt nema að skora. En möguleikinn er svo sannarlega enn fyrir hendi.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti