Á þriðja ár í fangelsi fyrir fíkniefna-, valdstjórnar- og sóttvarnalagabrot Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 17:30 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Reyni Örn Guðrúnarson í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot og brot gegn valdstjórninni. Hann var einnig sakfelldur fyrir að brjóta sóttvarnalög með því að hunsa fyrirmæli um einangrun þegar hann var smitaður af Covid-19. Reynir Örn var sakfelldur fyrir brot gegn sóttvarnalögum, akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og frammistöðubætandi efna og brot gegn valdstjórninni. Sóttvarnalagabrotið framdi hann þegar hann var smitaður af Covid-19 og átti að vera í einangrun á Akureyri. Lögreglumaður hafði afskipti af honum þar sem hann sat í kyrrstæðum bíl við verslunarmiðstöð í Borgarnesi að nóttu til í október 2020. Eftir að leiðir þeirra skildi komst lögreglumaðurinn að raun um að Reynir Örn hefði verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri brota og að hann ætti að vera í einangrun á Akureyri. Tilkynnti hann lögreglunni á Akureyri um það. Bílnúmer bifreiðar hans var þá vaktað og fékk lögregla boð um að henni hefði verið ekið inn á Akureyri snemma um morguninn. Þegar lögreglumenn fóru að húsnæði sem þeir vissu að Reynir Örn hefði til umráða sáu þeir á eftir honum og bílinn í lausagangi fyrir utan. Engu að síður neitaði Reynir Örn að hann hefði ekið bifreiðinni eða farið út. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Reynir Örn hefði keypt bifreiðina á Reykjanesi áður en afskipti voru höfð af honum í Borgarnesi. Hann var sakfelldur fyrir brot á sóttvarnalögum og fyrir að hafa ekið bifreiðinni sviptur ökurétttindum. Hótaði að drepa lögreglumenn Ákæra fyrir brot gegn valdstjórninni varðaði uppákomu í júlí í fyrra þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Reyni Erni á Akureyri. Tilkynnt hafði verið um æstan mann að ráðast að konu og að hann hefði brotið bílrúðu. Lögreglumenn báru að Reynir Örn hefði þegar veist að þeim. Hann hafi verið mjög æstur og í annarlegu ástandi. Hlýddi hann ekki fyrirmælum lögreglu og hótaði ítrekað að drepa lögreglumennina. „Ég drep ykkur öll ein daginn, einn daginn drep ég ykkur,“ heyrðist hann meðal annars segja á upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns. Játaði Reynir Örn á sig vörslu á ýmsum örvandi og frammistöðubætandi efnum, þar á meðal amfetamíni og kókaíni, í nóvember 2020. Ákæruvaldið féll frá ákæru vegna frekari fíkniefnalagabrota sem Reynir Örn játaði á sig á þessu ári. Hegningarauki við fyrri sakadóm Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin hefðu öll verið framin fyrir uppsögu dóms sem hann hlaut í október í fyrra fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Þau brot voru rof á skilorði og því eldri dómur frá 2017 tekinn upp aftur og Reyni Erni gerð refsing í einu lagi. Sá dómur varðaði þjófnað, tilraun til þjófnaðar, vörslu fíkniefna, tollalagabrot, nytjastuld, eignaspjöll, húsbrot, hótanir, líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Reyni Erni var því dæmdur hegningarauki við dóminn frá því í fyrra og honum gerð refsing í einu lagi. Var refsing hans ákveðin tvö ár og níu mánuðir í fangelsi. Í ljósi þess að um hegningarauka við dóm sem var skilorðbundinn að hluta taldi dómurinn rétt að skilorðsbinda þrjátíu mánuði af refsingunni til þriggja ára. Ítrekuð var fyrri svipting hans á ökurétti ævilangt. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkniefnabrot Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Reynir Örn var sakfelldur fyrir brot gegn sóttvarnalögum, akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og frammistöðubætandi efna og brot gegn valdstjórninni. Sóttvarnalagabrotið framdi hann þegar hann var smitaður af Covid-19 og átti að vera í einangrun á Akureyri. Lögreglumaður hafði afskipti af honum þar sem hann sat í kyrrstæðum bíl við verslunarmiðstöð í Borgarnesi að nóttu til í október 2020. Eftir að leiðir þeirra skildi komst lögreglumaðurinn að raun um að Reynir Örn hefði verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri brota og að hann ætti að vera í einangrun á Akureyri. Tilkynnti hann lögreglunni á Akureyri um það. Bílnúmer bifreiðar hans var þá vaktað og fékk lögregla boð um að henni hefði verið ekið inn á Akureyri snemma um morguninn. Þegar lögreglumenn fóru að húsnæði sem þeir vissu að Reynir Örn hefði til umráða sáu þeir á eftir honum og bílinn í lausagangi fyrir utan. Engu að síður neitaði Reynir Örn að hann hefði ekið bifreiðinni eða farið út. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Reynir Örn hefði keypt bifreiðina á Reykjanesi áður en afskipti voru höfð af honum í Borgarnesi. Hann var sakfelldur fyrir brot á sóttvarnalögum og fyrir að hafa ekið bifreiðinni sviptur ökurétttindum. Hótaði að drepa lögreglumenn Ákæra fyrir brot gegn valdstjórninni varðaði uppákomu í júlí í fyrra þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Reyni Erni á Akureyri. Tilkynnt hafði verið um æstan mann að ráðast að konu og að hann hefði brotið bílrúðu. Lögreglumenn báru að Reynir Örn hefði þegar veist að þeim. Hann hafi verið mjög æstur og í annarlegu ástandi. Hlýddi hann ekki fyrirmælum lögreglu og hótaði ítrekað að drepa lögreglumennina. „Ég drep ykkur öll ein daginn, einn daginn drep ég ykkur,“ heyrðist hann meðal annars segja á upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns. Játaði Reynir Örn á sig vörslu á ýmsum örvandi og frammistöðubætandi efnum, þar á meðal amfetamíni og kókaíni, í nóvember 2020. Ákæruvaldið féll frá ákæru vegna frekari fíkniefnalagabrota sem Reynir Örn játaði á sig á þessu ári. Hegningarauki við fyrri sakadóm Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin hefðu öll verið framin fyrir uppsögu dóms sem hann hlaut í október í fyrra fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Þau brot voru rof á skilorði og því eldri dómur frá 2017 tekinn upp aftur og Reyni Erni gerð refsing í einu lagi. Sá dómur varðaði þjófnað, tilraun til þjófnaðar, vörslu fíkniefna, tollalagabrot, nytjastuld, eignaspjöll, húsbrot, hótanir, líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Reyni Erni var því dæmdur hegningarauki við dóminn frá því í fyrra og honum gerð refsing í einu lagi. Var refsing hans ákveðin tvö ár og níu mánuðir í fangelsi. Í ljósi þess að um hegningarauka við dóm sem var skilorðbundinn að hluta taldi dómurinn rétt að skilorðsbinda þrjátíu mánuði af refsingunni til þriggja ára. Ítrekuð var fyrri svipting hans á ökurétti ævilangt.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkniefnabrot Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira