Stjarnan á titil að verja í VÍS-bikar karla og byrjar á útileik gegn 1. deildarliði Þórs á Akureyri í 32-liða úrslitum. Með sigri þar mætir liðið sigurliðinu úr leik Sindra og ÍR í 16-liða úrslitum, á heimavelli.

Haukar unnu VÍS-bikar kvenna á síðustu leiktíð og byrja titilvörnina á heimaleik við sameinað lið Hamars og Þórs Þorlákshafnar. Stórleikur 16-liða úrslita kvenna er hins vegar leikur deildarmeistara Fjölnis við Val.
Í 32-liða úrslitum karla eru þrír úrvalsdeildarslagir því þar mætast Höttur og Þór Þorlákshöfn, Tindastóll og Haukar, og Valur og Breiðablik.
Leikið verður í bikarnum í seinni hluta október.
32-liða úrslit karla:
- Höttur – Þór Þ.
- KR – KR b
- Sindri – ÍR
- Álftanes – Keflavík
- ÍA – Keflavík
- Þór Ak. – Stjarnan
- Tindastóll – Haukar
- Þróttur V. – Njarðvík
- Valur – Breiðablik
16-liða úrslit karla:
- Þór Ak./Stjarnan – Sindri/ÍR
- Grindavík – Ármann
- Þróttur V./Njarðvík – Tindastóll/Haukar
- Álftanes/Keflavík – Fjölnir
- Valur/Breiðablik – Hrunamenn
- ÍA/Selfoss – Höttur/Þór Þ.
- Snæfell – Skallagrímur
- KR/KR b – Hamar
16-liða úrslit kvenna:
- Stjarnan – Þór Akureyri
- ÍR – Ármann
- Fjölnir – Valur
- Aþena – Njarðvík
- Snæfell – Breiðablik
- KR – Grindavík
- Keflavík – Tindastóll
- Haukar – Hamar/Þór Þ.