Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2022 15:33 Eftir rekistefnu í flugvélinni í morgun, milli flugliða og Margrétar Friðriksdóttur, ákváð áhöfnin að kalla til lögreglu og fékk Margrét ekki að fljúga með vélinni til Munchen. vísir/vilhelm/aðsend Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. Flugþjónar kölluðu til lögreglu eftir að til mikillar rekistefnu kom í flugvélinni. Margrét var afar ósátt við það hvernig flugþjónarnir vildu höndla með handfarangur hennar auk þess sem þeir skipuðu henni að setja upp grímu. „Ég var á leiðinni til Moskvu en átti að millilenda í Munchen. Ég var með dýran búnað í handfarangri, svona cabin bag, sem ég hef ferðast með útum allt með fullt af flugfélögum. Ég var búin að greiða fyrir töskuna en þá segja þau mér að það sé ekkert pláss fyrir hana í vélinni og vildu setja hana í farangursrýmið. Með þessum dýra búnaði!“ segir Margrét í samtali við Vísi. Og fer ekki leynt með að hún er afar ósátt við það viðmót sem henni mætti. Í lögreglufylgd frá borði Margrét segir að þegar hún kom að sæti sínu hafi hún séð að þar var pláss fyrir þrjár töskur en þær í flugliðahópnum hafi verið alveg harðar á því að hún fengi ekki að hafa töskuna í farþegarýminu. Umræddar töskur sem Margrét fékk ekki að hafa með sér í flugvélina.margrét friðriksdóttir „Það er oft sem farangur týnist en þær voru ekkert ánægðar með að ég væri að benda þeim á að það væri pláss. Og svo segja þær að það sé grímuskylda,“ segir Margrét og þá hafi nú eiginlega steininn tekið úr. Hún var stödd í íslenskri lögsögu og þar sé ekki grímuskylda. „Og sú sem sagði þetta við mig var ekki með grímu sjálf!“ Þessi samskipti leiddu svo til þess að ákveðið var að Margrét fengi ekki að fljúga með vélinni. „Þeim fannst ég vera með eitthvað vesen og sögðu að ég fengi ekki að fljúga með. Og var ég þó búin að setja upp grímu. Þær sögðust vilja hringja á lögregluna og ég sagði þeim bara að gera það,“ segir Margrét. Hún stóð svo ásamt flugliðum við útganginn og þaðan mátti sjá inn í opinn flugstjóraklefann. Margrét sagði nokkur vel valin orð við flugstjórann, spurði hvort hún ætti virkilega ekki að fá að fluga með þeim? Hennar skilningur er sá að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Og þegar lögreglan kom og fylgdu henni að þjónustuborðinu, þá hafi það allt verið með friði og spekt. Erna Ýr allslaus í Moskvu Margrét segir að nú sé unnið að því að fá flugmiðann endurgreiddan og hún segir ekki ósennilegt að hún eigi kröfu á hendur Icelandair, því tjónið sé tilfinnanlegt. Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður Fréttarinnar er þegar komin út en þær tvær ætluðu að fara til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Nú sé hins vegar komið babb í bátinn því Margrét er með búnaðinn og Erna Ýr því vanbúin til að taka upp það sem fyrir augu ber. Margrét segir það rétt að um sé að ræða boðsferð, væntanlega kostuð að rússneskum stjórnvöldum en það hefur þó ekki fengist staðfest nákvæmlega hver stendur straum af því. Það eru einhverjir sjóðir, að sögn Margrétar. „Konráð Magnússon stendur fyrir þessu og hann leitaði eftir blaðamönnum, sagðist vera að leita óháðum blaðamönnum til að fjalla um ástandið og við þáðum þetta boð. Ekki veitir af,“ segir Margrét. Hún segir að nú sé unnið að því að koma henni út, væntanlega þá með öðru flugi Icelandair. „Þeir verða að redda þessu.“ Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Flugþjónar kölluðu til lögreglu eftir að til mikillar rekistefnu kom í flugvélinni. Margrét var afar ósátt við það hvernig flugþjónarnir vildu höndla með handfarangur hennar auk þess sem þeir skipuðu henni að setja upp grímu. „Ég var á leiðinni til Moskvu en átti að millilenda í Munchen. Ég var með dýran búnað í handfarangri, svona cabin bag, sem ég hef ferðast með útum allt með fullt af flugfélögum. Ég var búin að greiða fyrir töskuna en þá segja þau mér að það sé ekkert pláss fyrir hana í vélinni og vildu setja hana í farangursrýmið. Með þessum dýra búnaði!“ segir Margrét í samtali við Vísi. Og fer ekki leynt með að hún er afar ósátt við það viðmót sem henni mætti. Í lögreglufylgd frá borði Margrét segir að þegar hún kom að sæti sínu hafi hún séð að þar var pláss fyrir þrjár töskur en þær í flugliðahópnum hafi verið alveg harðar á því að hún fengi ekki að hafa töskuna í farþegarýminu. Umræddar töskur sem Margrét fékk ekki að hafa með sér í flugvélina.margrét friðriksdóttir „Það er oft sem farangur týnist en þær voru ekkert ánægðar með að ég væri að benda þeim á að það væri pláss. Og svo segja þær að það sé grímuskylda,“ segir Margrét og þá hafi nú eiginlega steininn tekið úr. Hún var stödd í íslenskri lögsögu og þar sé ekki grímuskylda. „Og sú sem sagði þetta við mig var ekki með grímu sjálf!“ Þessi samskipti leiddu svo til þess að ákveðið var að Margrét fengi ekki að fljúga með vélinni. „Þeim fannst ég vera með eitthvað vesen og sögðu að ég fengi ekki að fljúga með. Og var ég þó búin að setja upp grímu. Þær sögðust vilja hringja á lögregluna og ég sagði þeim bara að gera það,“ segir Margrét. Hún stóð svo ásamt flugliðum við útganginn og þaðan mátti sjá inn í opinn flugstjóraklefann. Margrét sagði nokkur vel valin orð við flugstjórann, spurði hvort hún ætti virkilega ekki að fá að fluga með þeim? Hennar skilningur er sá að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Og þegar lögreglan kom og fylgdu henni að þjónustuborðinu, þá hafi það allt verið með friði og spekt. Erna Ýr allslaus í Moskvu Margrét segir að nú sé unnið að því að fá flugmiðann endurgreiddan og hún segir ekki ósennilegt að hún eigi kröfu á hendur Icelandair, því tjónið sé tilfinnanlegt. Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður Fréttarinnar er þegar komin út en þær tvær ætluðu að fara til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Nú sé hins vegar komið babb í bátinn því Margrét er með búnaðinn og Erna Ýr því vanbúin til að taka upp það sem fyrir augu ber. Margrét segir það rétt að um sé að ræða boðsferð, væntanlega kostuð að rússneskum stjórnvöldum en það hefur þó ekki fengist staðfest nákvæmlega hver stendur straum af því. Það eru einhverjir sjóðir, að sögn Margrétar. „Konráð Magnússon stendur fyrir þessu og hann leitaði eftir blaðamönnum, sagðist vera að leita óháðum blaðamönnum til að fjalla um ástandið og við þáðum þetta boð. Ekki veitir af,“ segir Margrét. Hún segir að nú sé unnið að því að koma henni út, væntanlega þá með öðru flugi Icelandair. „Þeir verða að redda þessu.“
Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira