Ríkið þurfi að fylgjast betur með meðferðaraðilum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 20:31 Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands segir almenning bera of mikla ábyrgð. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sálfræðingafélags Íslands kallar eftir því að stjórnvöld setji skýrari reglur um störf meðferðaraðila sem eru ekki heilbrigðisstarfsmenn. Ábyrgðin eigi ekki að liggja á herðum almennings, eins og hún gerir nú. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Jón Sigurður Karlsson, sem hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í áraraðir, sinni enn störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa misst starfsleyfið. Embætti landlæknis hefur borist fjöldi kvartana vegna þessa en skjólstæðingar hans, sem fréttastofa hefur rætt við, segjast hafa greitt honum fyrir greiningar sem eru ekki teknar gildar af geðlæknum. Jón sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi veitt skjólstæðingum ráðgjöf, sem markþjálfi en ekki sem sálfræðingur. Á heimasíðu Jóns kemur þó ekkert fram sem bendir til að hann hafi ekki starfsleyfi sem sálfræðingur. Þar kemur fram að hann hafi starfað sem klínískur sálfræðingur í áratugi og vinni við ýmis konar greiningarvinnu. Þá er hann skráður sem sálfræðingur á já.is. Vegna þess að Jón er ekki með starfsleyfi heyrir það ekki undir eftirlit embættis landlæknis. „Þegar fólk er ekki heilbrigðisstarfsfólk en er að veita þjónustu er enginn sem er með eftirlit með þeim,“ segir Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands. „Og fólk veit ekki hvert það á að snúa sér ef það kemur í ljós að þjónustan er ekki það sem þau voru búin að vonast eftir. Auka þurfi eftirlit með þeim sem auglýsi sig sem meðferðaraðila og veiti slíka þjónustu. Í málum eins og þessu, er ábyrgðin of mikil á einstaklingum? „Já, ég myndi telja það. Það er of mikil ábyrgð sett á almenning að vera vakandi fyrir því hvort að viðkomandi sé heilbrigðisstarfsmaður eða ekki. Ég tel að ríkið þurfi að koma þar sterkara inn, til að hjálpa almenningi og upplýsa hann.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Landlækni berast kvartanir vegna sálfræðings sem sagður er starfa án starfsleyfis Embætti landlæknis hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki til þess starfsleyfi. Fjölmargir kvarta undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi séu teknar gildar. 24. september 2022 18:35 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Jón Sigurður Karlsson, sem hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í áraraðir, sinni enn störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa misst starfsleyfið. Embætti landlæknis hefur borist fjöldi kvartana vegna þessa en skjólstæðingar hans, sem fréttastofa hefur rætt við, segjast hafa greitt honum fyrir greiningar sem eru ekki teknar gildar af geðlæknum. Jón sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi veitt skjólstæðingum ráðgjöf, sem markþjálfi en ekki sem sálfræðingur. Á heimasíðu Jóns kemur þó ekkert fram sem bendir til að hann hafi ekki starfsleyfi sem sálfræðingur. Þar kemur fram að hann hafi starfað sem klínískur sálfræðingur í áratugi og vinni við ýmis konar greiningarvinnu. Þá er hann skráður sem sálfræðingur á já.is. Vegna þess að Jón er ekki með starfsleyfi heyrir það ekki undir eftirlit embættis landlæknis. „Þegar fólk er ekki heilbrigðisstarfsfólk en er að veita þjónustu er enginn sem er með eftirlit með þeim,“ segir Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands. „Og fólk veit ekki hvert það á að snúa sér ef það kemur í ljós að þjónustan er ekki það sem þau voru búin að vonast eftir. Auka þurfi eftirlit með þeim sem auglýsi sig sem meðferðaraðila og veiti slíka þjónustu. Í málum eins og þessu, er ábyrgðin of mikil á einstaklingum? „Já, ég myndi telja það. Það er of mikil ábyrgð sett á almenning að vera vakandi fyrir því hvort að viðkomandi sé heilbrigðisstarfsmaður eða ekki. Ég tel að ríkið þurfi að koma þar sterkara inn, til að hjálpa almenningi og upplýsa hann.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Landlækni berast kvartanir vegna sálfræðings sem sagður er starfa án starfsleyfis Embætti landlæknis hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki til þess starfsleyfi. Fjölmargir kvarta undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi séu teknar gildar. 24. september 2022 18:35 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Landlækni berast kvartanir vegna sálfræðings sem sagður er starfa án starfsleyfis Embætti landlæknis hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki til þess starfsleyfi. Fjölmargir kvarta undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi séu teknar gildar. 24. september 2022 18:35