Deilur vegna Taívan og höft vegna Covid ýti Apple í átt að Indlandi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. september 2022 16:51 Framleiðsla á iPhone 14 verði færð til Indlands. Getty/Future Publishing Tæknirisinn Apple hefur hafið tilfærslu framleiðslu sinnar frá Kína til Indlands en iPhone 14, nýjasta gerð snjallsíma Apple er nú framleiddur á Indlandi. Hluti ástæðunnar er talinn vera aukin togstreita á milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan. Apple hefur áður látið framleiða símtækin á Indlandi en framleiðslan hefur yfirleitt ekki verið færð þangað fyrr en mörgum mánuðum eftir að síminn hefur verið kynntur, nú er minna en mánuður síðan hulunni var svipt af iPhone 14. CNN greinir frá þessu. Tilkynning Apple er sögð koma á tímum tilfærslu framleiðslu tæknifyrirtækja frá Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikið strik í reikninginn. Auk þessa hafi einhverjir áhyggjur af sambandi Kína og Bandaríkjanna vegna deila um Taívan. Í ágúst heimsótti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Taívan þrátt fyrir mikil mótmæli Kínverja en talið var að heimsóknin gæti aukið spennu á milli ríkjanna tveggja. Kínverjar flugu orustuþotum inn á loftsvæði Taívan í kringum heimsókn Pelosi til landsins og var talið að flugið hafi verið framkvæmt vegna heimsóknarinnar. Þar að auki er Apple sagt hafa beðið framleiðendur í Taívan um að fylgja reglum frá Kína um merkingar á varningi sínum í ágúst síðastliðnum. Það þýddi að vörur framleiddar í Taívan skyldu vera merktar sem „framleiddar í Taívan, Kína“ en ekki Taívan. Þetta sé gert til þess að forðast seinkanir á sendingum varnings til Kína. Þetta á að hafa gerst í kjölfar heimsóknar Pelosi til Taívan. Sendingar af vörum sem merktar séu „framleitt í Taívan“ eigi það á hættu að tefjast eða vera hafnað. Meirihluti varnings Apple sé framleiddur í Kína en þó framleiðsla iPhone 14 hafi verið færð til Indlands sé hann framleiddur af Taívönsku fyrirtækjunum Foxconn, Wistron og Pegatron þar í landi. Apple er sagt hafa verið að skoða frekari nýtingu á framleiðslustöðvum í Víetnam og Indlandi en það sé að einhverju leyti vegna strangra hafta vegna kórónuveirufaraldursins í Kína. Taívan Kína Bandaríkin Tækni Apple Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple hefur áður látið framleiða símtækin á Indlandi en framleiðslan hefur yfirleitt ekki verið færð þangað fyrr en mörgum mánuðum eftir að síminn hefur verið kynntur, nú er minna en mánuður síðan hulunni var svipt af iPhone 14. CNN greinir frá þessu. Tilkynning Apple er sögð koma á tímum tilfærslu framleiðslu tæknifyrirtækja frá Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikið strik í reikninginn. Auk þessa hafi einhverjir áhyggjur af sambandi Kína og Bandaríkjanna vegna deila um Taívan. Í ágúst heimsótti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Taívan þrátt fyrir mikil mótmæli Kínverja en talið var að heimsóknin gæti aukið spennu á milli ríkjanna tveggja. Kínverjar flugu orustuþotum inn á loftsvæði Taívan í kringum heimsókn Pelosi til landsins og var talið að flugið hafi verið framkvæmt vegna heimsóknarinnar. Þar að auki er Apple sagt hafa beðið framleiðendur í Taívan um að fylgja reglum frá Kína um merkingar á varningi sínum í ágúst síðastliðnum. Það þýddi að vörur framleiddar í Taívan skyldu vera merktar sem „framleiddar í Taívan, Kína“ en ekki Taívan. Þetta sé gert til þess að forðast seinkanir á sendingum varnings til Kína. Þetta á að hafa gerst í kjölfar heimsóknar Pelosi til Taívan. Sendingar af vörum sem merktar séu „framleitt í Taívan“ eigi það á hættu að tefjast eða vera hafnað. Meirihluti varnings Apple sé framleiddur í Kína en þó framleiðsla iPhone 14 hafi verið færð til Indlands sé hann framleiddur af Taívönsku fyrirtækjunum Foxconn, Wistron og Pegatron þar í landi. Apple er sagt hafa verið að skoða frekari nýtingu á framleiðslustöðvum í Víetnam og Indlandi en það sé að einhverju leyti vegna strangra hafta vegna kórónuveirufaraldursins í Kína.
Taívan Kína Bandaríkin Tækni Apple Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira