Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2022 12:07 Sigrún Valbergsdóttir er varaforseti FÍ. Stjórn félagsins segir samskiptavanda tilkominn vegna stjórnarhátta og framkomu Önnu Dóru við Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra félagsins. Ferðafélag Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Anna Dóra tilkynnti um afsögn sína með bréfi til stjórnarmanna í morgun. Hún birti bréfið í framhaldinu á Facebook-síðu sinni. Sagði hún stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Nefndi hún sem dæmi að Tómas Guðbjartsson, núverandi stjórnarmaður, hefði barist fyrir því að koma vini sínum Helga Jóhannessyni aftur til starfa hjá félaginu eftir að Helgi hafði sagt sig úr stjórn og verkefnum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Þá hafi hún nýlega fengið upplýsingar er vörðuðu áreitnismál sem tengdist öðrum stjórnarmanni. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um atvikið sem orðið hafi til þess að fararstjóra hafi verið hótað og sömuleiðis vinkonu konunnar sem hafi orðið fyrir áreitinu. Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Ferðafélags Íslands.Kristinn Ingvarsson „Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni,“ segir í yfirlýsingu stjórnar. „Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta.“ Allt stjórnarfólk hafnar lýsingunum Anna Dóra nefndi fleiri ágreiningsmál. Meðal annars að kvartað hafi verið undan spurningum hennar er vörðuðu rekstur félagsins. Hún ætti að einbeita sér að þáttum sem hún hefði sérþekkingu á. „Niðurstaða mín er að innan stjórnar og meðal stjórnenda sé fólk sem ber ekki hagsmuni félagsins og félagsmanna fyrir brjósti. Áherslan hjá þessu fólki virðist vera að viðhalda ákveðnu valdajafnvægi þar sem embættum og verkefnum er úthlutað til stjórnarfólks og vina og ekki er tekið á málum sem snerta þá sem tengjast þessum einstaklingum. Þessi hópur bregst ókvæða við þeim sem reyna að breyta því hvernig félagið vinnur ef slíkt kynni að raska valdajafnvæginu,“ sagði Anna Dóra. Stjórn Ferðafélagsins segist geta staðfest að til staðar hafi verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Stjórnin sér deilurnar í öðru ljósi. Páll Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Stjórnin telur framkomu Önnu Dóru við Pál ekki hafa verið í lagi. „Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með,“ segir í yfirlýsingu sem Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti FÍ, skrifar fyrir hönd stjórnar. Stjórnina skipa þau Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti; Pétur Magnússon, gjaldkeri; Gísli Már Gíslason; Margrét Hallgrímsdóttir; Ólöf Kristín Sívertsen; Tómas Guðbjartsson; Sigurður Ragnarsson og Gestur Pétursson. Ekki hefur náðst í Tómas Guðbjartsson í dag en hann er við göngu í Nepal. Yfirlýsing frá stjórn Ferðafélags Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta. Stjórn Ferðafélagsins getur staðfest að til staðar hafa verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með. Fh stjórnar FÍ Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi MeToo Fjallamennska Kynferðisofbeldi Félagasamtök Ólga innan Ferðafélags Íslands Tengdar fréttir Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Anna Dóra tilkynnti um afsögn sína með bréfi til stjórnarmanna í morgun. Hún birti bréfið í framhaldinu á Facebook-síðu sinni. Sagði hún stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Nefndi hún sem dæmi að Tómas Guðbjartsson, núverandi stjórnarmaður, hefði barist fyrir því að koma vini sínum Helga Jóhannessyni aftur til starfa hjá félaginu eftir að Helgi hafði sagt sig úr stjórn og verkefnum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Þá hafi hún nýlega fengið upplýsingar er vörðuðu áreitnismál sem tengdist öðrum stjórnarmanni. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um atvikið sem orðið hafi til þess að fararstjóra hafi verið hótað og sömuleiðis vinkonu konunnar sem hafi orðið fyrir áreitinu. Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Ferðafélags Íslands.Kristinn Ingvarsson „Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni,“ segir í yfirlýsingu stjórnar. „Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta.“ Allt stjórnarfólk hafnar lýsingunum Anna Dóra nefndi fleiri ágreiningsmál. Meðal annars að kvartað hafi verið undan spurningum hennar er vörðuðu rekstur félagsins. Hún ætti að einbeita sér að þáttum sem hún hefði sérþekkingu á. „Niðurstaða mín er að innan stjórnar og meðal stjórnenda sé fólk sem ber ekki hagsmuni félagsins og félagsmanna fyrir brjósti. Áherslan hjá þessu fólki virðist vera að viðhalda ákveðnu valdajafnvægi þar sem embættum og verkefnum er úthlutað til stjórnarfólks og vina og ekki er tekið á málum sem snerta þá sem tengjast þessum einstaklingum. Þessi hópur bregst ókvæða við þeim sem reyna að breyta því hvernig félagið vinnur ef slíkt kynni að raska valdajafnvæginu,“ sagði Anna Dóra. Stjórn Ferðafélagsins segist geta staðfest að til staðar hafi verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Stjórnin sér deilurnar í öðru ljósi. Páll Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Stjórnin telur framkomu Önnu Dóru við Pál ekki hafa verið í lagi. „Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með,“ segir í yfirlýsingu sem Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti FÍ, skrifar fyrir hönd stjórnar. Stjórnina skipa þau Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti; Pétur Magnússon, gjaldkeri; Gísli Már Gíslason; Margrét Hallgrímsdóttir; Ólöf Kristín Sívertsen; Tómas Guðbjartsson; Sigurður Ragnarsson og Gestur Pétursson. Ekki hefur náðst í Tómas Guðbjartsson í dag en hann er við göngu í Nepal. Yfirlýsing frá stjórn Ferðafélags Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta. Stjórn Ferðafélagsins getur staðfest að til staðar hafa verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með. Fh stjórnar FÍ Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ Fréttin hefur verið uppfærð.
Yfirlýsing frá stjórn Ferðafélags Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta. Stjórn Ferðafélagsins getur staðfest að til staðar hafa verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með. Fh stjórnar FÍ Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ
Ferðamennska á Íslandi MeToo Fjallamennska Kynferðisofbeldi Félagasamtök Ólga innan Ferðafélags Íslands Tengdar fréttir Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30