Má bjóða þér stutta stráið? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 27. september 2022 13:00 Mörg strá eru sett saman í knippi, eitt þeirra er styttra en hin. Hópur barna kemur saman og eiga að draga strá úr knippinu. Sá sem dregur stutta stráið þarf að inna eitthvað óvinsælt verkefni af hendi. Máltækið „að draga stutta stráið“ kemur af þessari félagslegu athöfn og enginn vill draga það. Setjum stráin í knippinu í samhengi við lífið sjálft. Stráin í knippinu geta verið heimaland einstaklingsins, fjölskylda, umhverfi, nú eða hæfileikar, veikleikar eða styrkleikar. Í lífinu sjálfu draga margir stutta stráið og komast ekki hjá því. Við fæðingu taka á móti okkur aðstæður sem við völdum ekki sjálf, land, þjóð, foreldrar, heimili og aðrar aðstæður. Við fæðumst með mismunandi spil á hendi og umhverfi okkar er ætlað að styðja við það góða og aðstoða okkur á lífsins braut. Við drögum mismunandi strá og misvel er hlúð að stráunum okkar. Flest okkar sem búa á Íslandi hafa dregið stór og voldug strá sem hafa fengið aðhlynningu og vökvun. Þau fæðast í fjölskyldur sem styðja við hæfileika, gefa tækifæri og hvetja til menntunar. Þau kunna að nýta sér þær aðstæður og möguleika sem samfélagið býður upp á. Þau sem drógu stutta stráið hafa ekki sömu möguleika og hafa ekkert til þess unnið að hafa færri tækifæri en hin. Stutta stráið getur verið fátækt, veikindi, skortur á umhyggju, stuðningi eða hvatningu. Barn sem dregur stutta stráið við fæðingu fær jafnvel ekki að stunda tómstundir, sækja menningarviðburði eða að ferðast og þannig víkka sjóndeildarhringinn. Við getum breytt leikreglum á þann veg að þeir sem draga stutta stráið fái aðstoð frá hinum, frá samfelaginu til að hlúa að sínu strái, láta það vaxa og dafna eins og hin stráin. Öll börn eru afsprengi eða ávöxtur þess samfélags og umhverfis sem þau vaxa upp í. Ekkert okkar getur þakkað sjálfu sér einu fyrir hugsanlega velgengni. Ekkert okkar öðlast frægð, frama eða fé á svokölluðum eigin verðleikum eingöngu. Verðleikarnir hafa vaxið vegna frjósams jarðvegs og umhverfis þess sem ber þá. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra svo sem vegna efnahags. Okkur ber að uppfylla þann rétt og sjá til þess að jarðvegur allra barna sé frjósamur. Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að uppræta fátækt og ber okkur að uppfylla það. Þann 17. október er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi því hvetja stjórnvöld til að setja sér stefnu og áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi. Slík stefna er ekki til hér á landi. Eitt sinn sat ég tíma í hagfræði í Háskóla Íslands. Prófessorinn teiknaði upp alls kyns gröf og línur sem mættust í heilögum skurðpunktum þar sem hámark hamingju sem flestra var að finna. Ég taldi mig oft þurfa að koma með athugasemdir. Í stuttu hléi milli kennslustunda kom prófessorinn til mín og sagði: „ Margrét, þú ert ekki sérlega sammála mér”. „Nei” svaraði ég ,, ég get ekki fallist á það að fólk velji hvort það verði ríkt eða fátækt”. Þannig er það með stutta stráið, fólk velur það ekki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mörg strá eru sett saman í knippi, eitt þeirra er styttra en hin. Hópur barna kemur saman og eiga að draga strá úr knippinu. Sá sem dregur stutta stráið þarf að inna eitthvað óvinsælt verkefni af hendi. Máltækið „að draga stutta stráið“ kemur af þessari félagslegu athöfn og enginn vill draga það. Setjum stráin í knippinu í samhengi við lífið sjálft. Stráin í knippinu geta verið heimaland einstaklingsins, fjölskylda, umhverfi, nú eða hæfileikar, veikleikar eða styrkleikar. Í lífinu sjálfu draga margir stutta stráið og komast ekki hjá því. Við fæðingu taka á móti okkur aðstæður sem við völdum ekki sjálf, land, þjóð, foreldrar, heimili og aðrar aðstæður. Við fæðumst með mismunandi spil á hendi og umhverfi okkar er ætlað að styðja við það góða og aðstoða okkur á lífsins braut. Við drögum mismunandi strá og misvel er hlúð að stráunum okkar. Flest okkar sem búa á Íslandi hafa dregið stór og voldug strá sem hafa fengið aðhlynningu og vökvun. Þau fæðast í fjölskyldur sem styðja við hæfileika, gefa tækifæri og hvetja til menntunar. Þau kunna að nýta sér þær aðstæður og möguleika sem samfélagið býður upp á. Þau sem drógu stutta stráið hafa ekki sömu möguleika og hafa ekkert til þess unnið að hafa færri tækifæri en hin. Stutta stráið getur verið fátækt, veikindi, skortur á umhyggju, stuðningi eða hvatningu. Barn sem dregur stutta stráið við fæðingu fær jafnvel ekki að stunda tómstundir, sækja menningarviðburði eða að ferðast og þannig víkka sjóndeildarhringinn. Við getum breytt leikreglum á þann veg að þeir sem draga stutta stráið fái aðstoð frá hinum, frá samfelaginu til að hlúa að sínu strái, láta það vaxa og dafna eins og hin stráin. Öll börn eru afsprengi eða ávöxtur þess samfélags og umhverfis sem þau vaxa upp í. Ekkert okkar getur þakkað sjálfu sér einu fyrir hugsanlega velgengni. Ekkert okkar öðlast frægð, frama eða fé á svokölluðum eigin verðleikum eingöngu. Verðleikarnir hafa vaxið vegna frjósams jarðvegs og umhverfis þess sem ber þá. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra svo sem vegna efnahags. Okkur ber að uppfylla þann rétt og sjá til þess að jarðvegur allra barna sé frjósamur. Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að uppræta fátækt og ber okkur að uppfylla það. Þann 17. október er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi því hvetja stjórnvöld til að setja sér stefnu og áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi. Slík stefna er ekki til hér á landi. Eitt sinn sat ég tíma í hagfræði í Háskóla Íslands. Prófessorinn teiknaði upp alls kyns gröf og línur sem mættust í heilögum skurðpunktum þar sem hámark hamingju sem flestra var að finna. Ég taldi mig oft þurfa að koma með athugasemdir. Í stuttu hléi milli kennslustunda kom prófessorinn til mín og sagði: „ Margrét, þú ert ekki sérlega sammála mér”. „Nei” svaraði ég ,, ég get ekki fallist á það að fólk velji hvort það verði ríkt eða fátækt”. Þannig er það með stutta stráið, fólk velur það ekki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar