Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar 13. nóvember 2025 08:48 Fullyrða má að fjölmiðlaheimurinn hafi nötrað í vikunni þegar útvarpsstjóri virtasta fjölmiðils heims, breska ríkisútvarpsins, sagði af sér vegna falsfréttar um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Uppsögnin átti sér stað í kjölfar umfjöllunar um minnisblað innan úr BBC sem var lekið til blaðsins The Telegraph. Í minnisblaðinu kom fram að finna mætti kerfisbundna hlutdrægni í fréttaflutningi BBC um bandarísk stjórnmál, málefni transfólks og stríðið á Gaza. Ég leyfi lesandanum að giska á hvern hallaði í umfjöllun BBC. Hlutdrægnin hjá BBC birtist þó sjaldnast í eiginlegum falsfréttum heldur miklu frekar í vali á sjónarhornum, fyrirsögnum og viðmælendum. Mál sem samrýmast heimsmynd blaðamanna fá mikla umfjöllun, en önnur mál, sem jafnvel varða almenning mikið, fá litla sem enga umfjöllun. Svo þegar ekki verður umflúið að skrifa fréttir um erfið mál, t.d. innflytjendamál, þá bendir minnisblaðið á að BBC kynni þær fréttir verr svo þær fái minni dreifingu. Slagsíða Ríkisútvarpsins Það er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að Ríkisútvarpið okkar hafi í sumum málaflokkum smitast af sömu einsleitni í umfjöllun og systurstofnun sín í Bretlandi. Ríkisútvarpið hefur um árabil tekið þátt í því að gera hófsama útlendingalöggjöf, sambærilega þeirri og öll ríki Evrópu hafa tileinkað sér, tortryggilega með vali á fréttavinklum og viðmælendum. Einstakar brottvísanir fá mikinn sess í fréttum og jafnvel eru fluttar ítrekaðar fréttir um tilteknar brottvísanir án þess að fréttastofa afli sér upplýsinga um málið frá öðrum en þeim sem á að brottvísa. Þannig hefur það tíðkast að um langt skeið séu skrifaðar fréttir um brottvísanir án þess að fréttastofa afli sér upplýsinga um þá úrskurði sem liggja til grundvallar í málunum. Margoft hefur fréttamönnum stofnunarinnar verið bent á að tileinka sér faglegri vinnubrögð hvað þetta varðar. Í engum öðrum málaflokki myndi Ríkisútvarpið flytja fréttir um stjórnsýslumál eða dómsmál eingöngu byggt á upplýsingum frá þeim sem tapaði málinu án þess að fréttamaður fái fyrst að lesa þann úrskurð eða dóm sem liggur til grundvallar málinu. Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið þegar fluttar höfðu verið fjöldi frétta um mann frá Gana sem átti að brottvísa. Þegar úrskurðurinn hans komst loks í fjölmiðla kom í ljós að hann hafði m.a. sótt um alþjóðlega vernd á þeirri forsendu að samlandar hans myndu ofsækja hann fyrir að hata samkynhneigða of mikið. Það var nú það. Þegar reynt hefur verið að breyta íslenskri útlendingalöggjöf til samræmis við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar hefur fréttastofan veitt gagnrýnisröddum, sem endurspegla tiltölulega fámennan hóp, vægi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Á sama tíma hefur fréttastofan hikað við að flytja fréttir um atburði sem varpa ljósi á vankanta of opinnar útlendingastefnu, bæði hérlendis og annars staðar. Þá er vert að rifja upp að fyrir örfáum árum var forstjóri útlendingastofnunar gerður að illmenni í jóladagatali Ríkisútvarpsins fyrir börn, eins og ekkert væri eðlilegra. Hér um daginn gerðust svo þau stórmerkilegu tíðindi að Steinþór Gunnarsson var sýknaður í Landsrétti eftir að hafa fengið endurupptöku á máli sínu, sem var eitt af hinum svokölluðu hrunmálum. Þótt Ríkisútvarpið hafi flutt tugi frétta um mál Steinþórs, allt frá handtöku hans til sakfellingar, þá þurfti að ýta við fréttastofu svo að hún brygðist við og gæfi sýknudómi hans eðlilega umfjöllun. Það þykir að sjálfsögðu stórfrétt á Íslandi þegar í ljós kemur að einhver hafi afplánað dóm að ósekju og eru dæmi þess sem betur fer fá. Í þessu sambandi er ábyrgð Ríkisútvarpsins mikil, enda var fréttastofa þess í forgrunni í umfjöllun um hrunmálin og í mörgum tilvikum var fréttastofan (af einhverri ástæðu) með skyggnigáfu þegar það kom að því að vera viðstödd þegar menn voru handteknir. Hún er svo hvergi sjáanleg þegar þeir eru að endingu sýknaðir. Fleiri dæmi má nefna, eins og þau undur og stórmerki þegar Kveikur beindi spjótum sínum að meirihlutanum í Reykjavíkurborg á síðasta ári í tengslum við meinta gjafagerninga meirihlutans við gerð samninga um nýtingu bensínstöðvalóða. Það endaði ekki betur en svo að sá starfsmaður Kveiks sem sá um umfjöllunina var færður til í starfi og ritstjóri Kveiks taldi umfjöllunina þar að auki svo tilgangslausa að hún fékk ekki birtingu í þættinum. Að endingu birtist þó umfjöllunin í Kastljósi sem leiddi til þess að innri endurskoðun borgarinnar tók málið til skoðunar og gaf út skýrslu sem átaldi vinnubrögð borgarinnar. Venjulegar skoðanir jaðarsettar Á Ríkisútvarpinu starfar margt gott fólk sem leggur sig fram í fingurgóma við að starfa faglega. Það ríkir þó að mínu mati ákveðin einsleitni í skoðunum innan stofnunarinnar sem endurspeglast í efnistökum í dagskrárgerð. Í því sambandi er mér minnisstætt samtal sem ég átti við starfsmann fréttastofu þegar ég var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra á árunum 2022-2023. Í samtalinu lýsti fréttamaðurinn því að hann kynni ekki við að tjá skoðanir sínar á útlendingamálum á kaffistofunni í Efstaleiti, en þó var einungis um að ræða sömu skoðanir og þorri landsmanna hefur í þessum málaflokki. Þetta fannst mér dapurlegt að heyra og setti í samhengi þá hörku sem fréttastofan sýndi gagnvart útlendingafrumvarpi dómsmálaráðherra á þessum tíma. Starfsmenn þar álitu ekki bara útlendingalöggjöf Íslands ómannúðlega, heldur raunar nær alla útlendingalöggjöf Evrópu. Ég hef ekki trú á því að nokkur fréttamaður mæti í vinnuna, hvorki á Ríkisútvarpinu né annars staðar, og reyni að láta halla réttu máli í störfum sínum. En það er óumflýjanleg staðreynd að lífsreynsla fólks, skoðanir þess og áhugi hefur áhrif á efnistök. Það sem einum finnst vera aðalatriði finnst öðrum vera aukaatriði. Af því leiðir að ef Ríkisútvarpið ætlar raunverulega að gæta að hlutleysi sínu þarf að starfa á stofnuninni fjölbreyttur hópur fólks sem hefur fjölbreyttar skoðanir og tengingar við íslenskt samfélag. Stofnunin þarf þar að auki að tileinka sér menningu þar sem starfsmenn geta rætt mál opinskátt og sammælst um að vera ósammála. Þetta er jú útvarp allra landsmanna. Höfundur er stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ingvar Smári Birgisson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fullyrða má að fjölmiðlaheimurinn hafi nötrað í vikunni þegar útvarpsstjóri virtasta fjölmiðils heims, breska ríkisútvarpsins, sagði af sér vegna falsfréttar um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Uppsögnin átti sér stað í kjölfar umfjöllunar um minnisblað innan úr BBC sem var lekið til blaðsins The Telegraph. Í minnisblaðinu kom fram að finna mætti kerfisbundna hlutdrægni í fréttaflutningi BBC um bandarísk stjórnmál, málefni transfólks og stríðið á Gaza. Ég leyfi lesandanum að giska á hvern hallaði í umfjöllun BBC. Hlutdrægnin hjá BBC birtist þó sjaldnast í eiginlegum falsfréttum heldur miklu frekar í vali á sjónarhornum, fyrirsögnum og viðmælendum. Mál sem samrýmast heimsmynd blaðamanna fá mikla umfjöllun, en önnur mál, sem jafnvel varða almenning mikið, fá litla sem enga umfjöllun. Svo þegar ekki verður umflúið að skrifa fréttir um erfið mál, t.d. innflytjendamál, þá bendir minnisblaðið á að BBC kynni þær fréttir verr svo þær fái minni dreifingu. Slagsíða Ríkisútvarpsins Það er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að Ríkisútvarpið okkar hafi í sumum málaflokkum smitast af sömu einsleitni í umfjöllun og systurstofnun sín í Bretlandi. Ríkisútvarpið hefur um árabil tekið þátt í því að gera hófsama útlendingalöggjöf, sambærilega þeirri og öll ríki Evrópu hafa tileinkað sér, tortryggilega með vali á fréttavinklum og viðmælendum. Einstakar brottvísanir fá mikinn sess í fréttum og jafnvel eru fluttar ítrekaðar fréttir um tilteknar brottvísanir án þess að fréttastofa afli sér upplýsinga um málið frá öðrum en þeim sem á að brottvísa. Þannig hefur það tíðkast að um langt skeið séu skrifaðar fréttir um brottvísanir án þess að fréttastofa afli sér upplýsinga um þá úrskurði sem liggja til grundvallar í málunum. Margoft hefur fréttamönnum stofnunarinnar verið bent á að tileinka sér faglegri vinnubrögð hvað þetta varðar. Í engum öðrum málaflokki myndi Ríkisútvarpið flytja fréttir um stjórnsýslumál eða dómsmál eingöngu byggt á upplýsingum frá þeim sem tapaði málinu án þess að fréttamaður fái fyrst að lesa þann úrskurð eða dóm sem liggur til grundvallar málinu. Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið þegar fluttar höfðu verið fjöldi frétta um mann frá Gana sem átti að brottvísa. Þegar úrskurðurinn hans komst loks í fjölmiðla kom í ljós að hann hafði m.a. sótt um alþjóðlega vernd á þeirri forsendu að samlandar hans myndu ofsækja hann fyrir að hata samkynhneigða of mikið. Það var nú það. Þegar reynt hefur verið að breyta íslenskri útlendingalöggjöf til samræmis við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar hefur fréttastofan veitt gagnrýnisröddum, sem endurspegla tiltölulega fámennan hóp, vægi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Á sama tíma hefur fréttastofan hikað við að flytja fréttir um atburði sem varpa ljósi á vankanta of opinnar útlendingastefnu, bæði hérlendis og annars staðar. Þá er vert að rifja upp að fyrir örfáum árum var forstjóri útlendingastofnunar gerður að illmenni í jóladagatali Ríkisútvarpsins fyrir börn, eins og ekkert væri eðlilegra. Hér um daginn gerðust svo þau stórmerkilegu tíðindi að Steinþór Gunnarsson var sýknaður í Landsrétti eftir að hafa fengið endurupptöku á máli sínu, sem var eitt af hinum svokölluðu hrunmálum. Þótt Ríkisútvarpið hafi flutt tugi frétta um mál Steinþórs, allt frá handtöku hans til sakfellingar, þá þurfti að ýta við fréttastofu svo að hún brygðist við og gæfi sýknudómi hans eðlilega umfjöllun. Það þykir að sjálfsögðu stórfrétt á Íslandi þegar í ljós kemur að einhver hafi afplánað dóm að ósekju og eru dæmi þess sem betur fer fá. Í þessu sambandi er ábyrgð Ríkisútvarpsins mikil, enda var fréttastofa þess í forgrunni í umfjöllun um hrunmálin og í mörgum tilvikum var fréttastofan (af einhverri ástæðu) með skyggnigáfu þegar það kom að því að vera viðstödd þegar menn voru handteknir. Hún er svo hvergi sjáanleg þegar þeir eru að endingu sýknaðir. Fleiri dæmi má nefna, eins og þau undur og stórmerki þegar Kveikur beindi spjótum sínum að meirihlutanum í Reykjavíkurborg á síðasta ári í tengslum við meinta gjafagerninga meirihlutans við gerð samninga um nýtingu bensínstöðvalóða. Það endaði ekki betur en svo að sá starfsmaður Kveiks sem sá um umfjöllunina var færður til í starfi og ritstjóri Kveiks taldi umfjöllunina þar að auki svo tilgangslausa að hún fékk ekki birtingu í þættinum. Að endingu birtist þó umfjöllunin í Kastljósi sem leiddi til þess að innri endurskoðun borgarinnar tók málið til skoðunar og gaf út skýrslu sem átaldi vinnubrögð borgarinnar. Venjulegar skoðanir jaðarsettar Á Ríkisútvarpinu starfar margt gott fólk sem leggur sig fram í fingurgóma við að starfa faglega. Það ríkir þó að mínu mati ákveðin einsleitni í skoðunum innan stofnunarinnar sem endurspeglast í efnistökum í dagskrárgerð. Í því sambandi er mér minnisstætt samtal sem ég átti við starfsmann fréttastofu þegar ég var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra á árunum 2022-2023. Í samtalinu lýsti fréttamaðurinn því að hann kynni ekki við að tjá skoðanir sínar á útlendingamálum á kaffistofunni í Efstaleiti, en þó var einungis um að ræða sömu skoðanir og þorri landsmanna hefur í þessum málaflokki. Þetta fannst mér dapurlegt að heyra og setti í samhengi þá hörku sem fréttastofan sýndi gagnvart útlendingafrumvarpi dómsmálaráðherra á þessum tíma. Starfsmenn þar álitu ekki bara útlendingalöggjöf Íslands ómannúðlega, heldur raunar nær alla útlendingalöggjöf Evrópu. Ég hef ekki trú á því að nokkur fréttamaður mæti í vinnuna, hvorki á Ríkisútvarpinu né annars staðar, og reyni að láta halla réttu máli í störfum sínum. En það er óumflýjanleg staðreynd að lífsreynsla fólks, skoðanir þess og áhugi hefur áhrif á efnistök. Það sem einum finnst vera aðalatriði finnst öðrum vera aukaatriði. Af því leiðir að ef Ríkisútvarpið ætlar raunverulega að gæta að hlutleysi sínu þarf að starfa á stofnuninni fjölbreyttur hópur fólks sem hefur fjölbreyttar skoðanir og tengingar við íslenskt samfélag. Stofnunin þarf þar að auki að tileinka sér menningu þar sem starfsmenn geta rætt mál opinskátt og sammælst um að vera ósammála. Þetta er jú útvarp allra landsmanna. Höfundur er stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu ohf.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun