Fjármálastjóri fyrirtækisins, Chris Ferraro er sagður hafa tekið við sem settur forstjóri bráðabirgða.
„Mér þykir miður að viðvera mín sem forstjóri fyrirtækisins hafi æ meira haft truflandi áhrif. Mér þykir mjög leitt að meðlimir samfélagsins okkar séu að fást við fjárhagslegan vanda,“ sagði Mashinsky í tilkynningu. Þessu greinir Reuters frá.
Celsius lýsti yfir gjaldþroti fyrir dómstólum í New York þann 13. júlí síðastliðinn. Það var mánuði eftir að verkvangurinn lokaði fyrir sölu og millifærslur á rafmyntunum þegar fjárfestar fóru að losa sig við áhætturíkar eignir eins og rafmyntir með hraði vegna hækkandi vaxta og verðbólgu.
Þegar þeir tilkynntu gjaldþrotið hafi þeir sagt fyrirtækið vera í 1,19 milljarða dollara halla, það eru um 137,9 milljarðar íslenskra króna.
Í síðasta máni er Celsius sagt hafa lögsótt fyrrum fjárfestingastjóra fyrirtækisins og sakað hann um að tapa eða stela tugum milljónum dollara fyrir gjaldþrot verkvangsins.
Mashinsky stígur til hliðar á tímum þar sem verkvangurin virðist leita skjóls vegna viðskiptaskulda. Í tilkynningu til stjórnar á hann að hafa sagst vilja hjálpa fyrirtækinu að skila innlánum til viðskiptavina.