Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 14:36 Danskt herskip í höfn í Borgundarhólmi. Rússnesku gasleiðslurnar fóru í sundur í Eystrasalti undan ströndum hólmsins í gær. Vísir/EPA Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. Heimildarmenn þýska blaðsins Tagesspiegel innan þýsku ríkisstjórnarinnar hafa áhyggjur af því að Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar eigi eftir að tærast og skemmast varanlega ef sjór kemst inn í þær áður en hægt er að gera við þær. Þýska varnarmálaráðuneytið staðfesti í morgun að sjóherinn tæki þátt í rannsókninni. Eftirlit á þýsku hafsvæði verið aukið og varnir strandlengjunnar við Norðursjó og Eystrasalt efldar, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Þá verða frekari öryggisráðstafanir gerðar við neðansjávarfjarskiptastrengi og gasleiðslur. Evrópusambandið telur að skemmdarverk hafi verið unnin á gasleiðslunum en jarðskjálftanemar námu tvær neðansjávarsprengingar í Eystrasalti í gær. Ráðamenn þar hafa þó ekki sakað rússnesk stjórnvöld beint um að standa að baki þeim. Jarðgas hefur verið bitbein Rússa og Evrópusambandsins um nokkurt skeið. Evrópusambandið hefur sakað stjórnvöld í Kreml um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum. Nord Stream 1 hefur verið lokuð frá því í ágúst. Rússar segja það vegna viðhalds en Evrópuríki sökuðu þá um að stöðva flæði gass til að grafa undan samstöðu þeirra með Úkraínu. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segist með böggum hildar yfir lekunum. Ekki sé hægt að útiloka vísvitandi árás á leiðslurnar. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Heimildarmenn þýska blaðsins Tagesspiegel innan þýsku ríkisstjórnarinnar hafa áhyggjur af því að Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar eigi eftir að tærast og skemmast varanlega ef sjór kemst inn í þær áður en hægt er að gera við þær. Þýska varnarmálaráðuneytið staðfesti í morgun að sjóherinn tæki þátt í rannsókninni. Eftirlit á þýsku hafsvæði verið aukið og varnir strandlengjunnar við Norðursjó og Eystrasalt efldar, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Þá verða frekari öryggisráðstafanir gerðar við neðansjávarfjarskiptastrengi og gasleiðslur. Evrópusambandið telur að skemmdarverk hafi verið unnin á gasleiðslunum en jarðskjálftanemar námu tvær neðansjávarsprengingar í Eystrasalti í gær. Ráðamenn þar hafa þó ekki sakað rússnesk stjórnvöld beint um að standa að baki þeim. Jarðgas hefur verið bitbein Rússa og Evrópusambandsins um nokkurt skeið. Evrópusambandið hefur sakað stjórnvöld í Kreml um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum. Nord Stream 1 hefur verið lokuð frá því í ágúst. Rússar segja það vegna viðhalds en Evrópuríki sökuðu þá um að stöðva flæði gass til að grafa undan samstöðu þeirra með Úkraínu. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segist með böggum hildar yfir lekunum. Ekki sé hægt að útiloka vísvitandi árás á leiðslurnar.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54
Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52