Opna þakið á þeim hluta sem brennur ekki Samúel Karl Ólason og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. september 2022 16:53 Eldurinn kom upp í þvottahúsi Vasks á Egilsstöðum. Vísir/Daníel Cekic Mikill eldur logar í húsnæði Vasks á Egilsstöðum. Vaskur er þvottahús, efnalaug og verslun með hreinlætisvörur, skrifstofuvörur, hljóðfæri, víngerðarefni, búsáhöld, leikföng og hannyrðavörur. Þvottahús er í húsinu þar sem talið er líklegt að eldurinn hafi komið upp. Guðmundur framkvæmdastjóri Vasks segir líklegt að eldurinn hafi kviknað í þvottahúsinu en hann viti það þó ekki fyrir víst. Hann segir sem betur fer ekkert fólk hafa verið innandyra þegar eldurinn kviknaði. Eldur logar í nokkrum bílum við húsnæðið.Tristana Sól Kristjánsdóttir Húsnæðið stendur í ljósum logum og slökkvilið reynir hvað það getur til að slökkva eldinn. „Þetta er altjón,“ segir Guðmundur aðspurður hvort ekki sé ljóst að tjónið sé hrikalegt. Um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki. Uppfært klukkan 18:06: Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að opna þakið á þeim hluta hússins sem enn er heill. „Við erum að reyna að komast í þetta þeim megin frá. Það hefur gengið vel ennþá. Þetta er mikil vinna og erfitt viðureignar. Eldurinn hefur borist í bíla og eitthvað dót fyrir utan en ekki í neinar byggingar,“ segir Haraldur. Búið er að kalla til slökkviliðið á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði sem aðstoðar við slökkvistörf. Þá eru björgunarsveitir á svæðinu að aðstoða. Mikinn reyk leggur frá eldinum og hafa íbúar á svæðinu verið beðnir um að loka gluggum. Í færslu á Facebook-síðu Vasks segir að allir hafi sloppið ómeiddir úr húsinu. Starfsmenn fyrirtækisins segja það mjög leiðinlegt og sárt að sjá húsnæði fyrirtækisins brenna niður. Austurfrétt greindi fyrst frá. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Múlaþing Slökkvilið Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Guðmundur framkvæmdastjóri Vasks segir líklegt að eldurinn hafi kviknað í þvottahúsinu en hann viti það þó ekki fyrir víst. Hann segir sem betur fer ekkert fólk hafa verið innandyra þegar eldurinn kviknaði. Eldur logar í nokkrum bílum við húsnæðið.Tristana Sól Kristjánsdóttir Húsnæðið stendur í ljósum logum og slökkvilið reynir hvað það getur til að slökkva eldinn. „Þetta er altjón,“ segir Guðmundur aðspurður hvort ekki sé ljóst að tjónið sé hrikalegt. Um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki. Uppfært klukkan 18:06: Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að opna þakið á þeim hluta hússins sem enn er heill. „Við erum að reyna að komast í þetta þeim megin frá. Það hefur gengið vel ennþá. Þetta er mikil vinna og erfitt viðureignar. Eldurinn hefur borist í bíla og eitthvað dót fyrir utan en ekki í neinar byggingar,“ segir Haraldur. Búið er að kalla til slökkviliðið á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði sem aðstoðar við slökkvistörf. Þá eru björgunarsveitir á svæðinu að aðstoða. Mikinn reyk leggur frá eldinum og hafa íbúar á svæðinu verið beðnir um að loka gluggum. Í færslu á Facebook-síðu Vasks segir að allir hafi sloppið ómeiddir úr húsinu. Starfsmenn fyrirtækisins segja það mjög leiðinlegt og sárt að sjá húsnæði fyrirtækisins brenna niður. Austurfrétt greindi fyrst frá. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Múlaþing Slökkvilið Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira