Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2022 13:13 Íbúar í Laugardalnum hafa sterkar skoðanir á skólamálum í hverfinu. Þeim hrýs hugur við tilhugsunina um nýjan unglingaskóla og vilja frekar byggja við þá þrjá skóla sem fyrir eru í hverfinu. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Vilhelm Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. Valið stendur á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu felst að skólarnir þrír, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Laugarnesskóli, haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd felur í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Í sviðsmynd þrjú felst að opnaður verði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Hér má lesa skýrslu um framtíðarskipan skólamála í hverfinu. Mikil andstaða er á meðal íbúa í Laugardal við síðastnefnda valkostinn. Björn Kristjánsson er á meðal þeirra sem óttast umrót sem felst í nýjum unglingaskóla. „Við erum ekki bara að tala um að byggja nýjan skóla heldur erum við að tala um gjörbreytt umhverfi í skólamálum í öllu hverfinu. Það er nú kannski það sem okkur hrýs hugur við að fara í svona róttækar og stórtækar breytingar þegar við erum með þrjá skóla í hverfinu sem ríkir rosalega mikil ánægja með.“ Íbúar vilji ekki tvístra nemendahópnum. „Vestan megin í Laugardalnum erum við með eitt skólahverfi sem yrði þá sundrað í tvö hverfi og myndi tvístra hópnum og öðru megin í hverfinu væri kannski líka aðeins meiri félagsleg einsleitni. Það er ekkert endilega hollt eða gott fyrir skóla að vera með of einsleitan nemendahóp þannig að við höfum líka áhyggjur af því.“ Á sjöunda hundrað hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem lýst er yfir stuðningi við fyrstu sviðsmyndina. „Ég vil bara segja borginni að hlusta. Það er alveg bersýnilegt hvað það er sem fólkið í hverfinu vill og það er alveg greinilegt hvað starfsfólk skólanna vill. Það má ekki gleyma því heldur að ef þú ætlar að brjóta upp svona einingar eins og skólar eru þá ertu líka að tefla svolítið djarft með mannauð skólanna, menningu og þau verðmæti sem í því felast.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Valið stendur á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu felst að skólarnir þrír, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Laugarnesskóli, haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd felur í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Í sviðsmynd þrjú felst að opnaður verði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Hér má lesa skýrslu um framtíðarskipan skólamála í hverfinu. Mikil andstaða er á meðal íbúa í Laugardal við síðastnefnda valkostinn. Björn Kristjánsson er á meðal þeirra sem óttast umrót sem felst í nýjum unglingaskóla. „Við erum ekki bara að tala um að byggja nýjan skóla heldur erum við að tala um gjörbreytt umhverfi í skólamálum í öllu hverfinu. Það er nú kannski það sem okkur hrýs hugur við að fara í svona róttækar og stórtækar breytingar þegar við erum með þrjá skóla í hverfinu sem ríkir rosalega mikil ánægja með.“ Íbúar vilji ekki tvístra nemendahópnum. „Vestan megin í Laugardalnum erum við með eitt skólahverfi sem yrði þá sundrað í tvö hverfi og myndi tvístra hópnum og öðru megin í hverfinu væri kannski líka aðeins meiri félagsleg einsleitni. Það er ekkert endilega hollt eða gott fyrir skóla að vera með of einsleitan nemendahóp þannig að við höfum líka áhyggjur af því.“ Á sjöunda hundrað hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem lýst er yfir stuðningi við fyrstu sviðsmyndina. „Ég vil bara segja borginni að hlusta. Það er alveg bersýnilegt hvað það er sem fólkið í hverfinu vill og það er alveg greinilegt hvað starfsfólk skólanna vill. Það má ekki gleyma því heldur að ef þú ætlar að brjóta upp svona einingar eins og skólar eru þá ertu líka að tefla svolítið djarft með mannauð skólanna, menningu og þau verðmæti sem í því felast.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01
Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25
Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37