„Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. október 2022 14:31 GettyImages Ungt fólk ver að meðaltali 5 klukkustundum á dag með nefið ofan í farsímanum sínum. Það reiðir sig í æ minna mæli á fréttir úr hefðbundnum fjölmiðlum og fyllist kvíða og vanlíðan ef það er lengi án farsímans. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar þar sem rýnt var í farsímanotkun ungs fólks og hvar það sækir sér upplýsingar og fréttir. Vísinda- og nýsköpunarráðuneyti Spánar fjármagnaði rannsóknina, sem nokkrir háskólar í Evrópu stóðu að. Ungt fólk notar ekki Facebook Í einum hluta rannóknarinnar var tæplega 100 spænskum ungmennum á aldrinum 15 til 24 ára gert að vera án farsímans í eina viku. Fyrst notuðu þau símann með eðlilegum hætti í eina viku og notkun þeirra skráð og rannsökuð. Þá notuðu þau símana í 5 klst. á dag að meðaltali og voru á samskipta og samfélagsforritum í 4 klukkustundir; aðallega í WhatsApp, Instagram og TikTok, nokkuð sem staðfestir með nokkuð óyggjandi hætti að Facebook er löngu hætt að vera samfélagsmiðill unga fólksins. Það er þar sem eldra fólkið hangir, og birtir myndir af börnum sínum og barnabörnum. Símaleysi veldur vanlíðan, kvíða og óöryggi Ungmennin lýstu því hvernig vikulangt símaleysið hefði fyllt þau vanlíðan, kvíða og óöryggi, þó einhverjir hafi haft á orði að því hefði líka fylgt ákveðin frelsun. „Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár,“ sagði einn þátttakenda, á meðan annar sagðist hafa verið orðinn svo vanur því að vera alltaf með kveikt á GPS-appinu í símanum, að hann hefði keypt sér vegakort þegar símans naut ekki við. Þá hafði sá þriðji á orði að honum hefði fundist símaleysið mun erfiðara en að hætta að reykja. Flestir þátttakenda sögðust hafa verið í meiri samskiptum við fjölskyldu sína þessa símalausu viku, en að öllu jöfnu. Þá sagðist yfirgnæfandi meirihluta þátttakenda hafa verið samviskusamari en venjulega þegar kom að námi og heimavinnu þá vikuna sem þeir voru símalausir. Telja dagblaðakaup vera peningasóun Ungmennin sögðust mörg hver hafa saknað þess að fá ekki upplýsingar um viðburði sem þau gætu sótt. Þar gegni síminn ómetanlegu hlutverki. Meirihlutinn telur það ekki þjóna nokkrum tilgangi að eyða peningum í að kaupa dagblöð. Það sé fjárfesting í einhverju sem sé þegar búið að gerast, en internetið upplýsi fólk um það sem sé að gerast hér og nú. Þetta er í samræmi við niðurstöður könnunarinnar sem Reuters fréttaveitan og háskólinn í Oxford í Bretlandi framkvæmdu í fyrra. Þar kom í ljós að meðalaldur áskrifenda að dagblöðum er 47 ár. Í þessari sömu könnun var áberandi sú tilfinning ungs fólks að það eigi örðugt með að skilja orðfæri hefðbundinna fjölmiðla og framsetningu frétta. Upplýsingamiðlun framtíðar verður útþynnt og óáreiðanleg Aðalhvatinn að því að ráðast í þessa rannsókn, segir Pedro Farias, prófessor í blaðamennsku við háskólann í Málaga, voru vísbendingar um að ungt fólk sæki sér fréttir í æ minna mæli til viðurkenndra fjölmiðla og þeirra sem hafi menntun og starfa af því að skrifa fréttir og miðla upplýsingum og í þess meira mæli til annarra sem hafi óljósa og/eða enga tengingu við frétta- og fjölmiðla. Þannig blasi við, segir Pedro, að samfélag framtíðarinnar verði einfaldlega bara sátt við aukna útþynningu og óáreiðanleika frétta- og upplýsingamiðlunar. Spánn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar þar sem rýnt var í farsímanotkun ungs fólks og hvar það sækir sér upplýsingar og fréttir. Vísinda- og nýsköpunarráðuneyti Spánar fjármagnaði rannsóknina, sem nokkrir háskólar í Evrópu stóðu að. Ungt fólk notar ekki Facebook Í einum hluta rannóknarinnar var tæplega 100 spænskum ungmennum á aldrinum 15 til 24 ára gert að vera án farsímans í eina viku. Fyrst notuðu þau símann með eðlilegum hætti í eina viku og notkun þeirra skráð og rannsökuð. Þá notuðu þau símana í 5 klst. á dag að meðaltali og voru á samskipta og samfélagsforritum í 4 klukkustundir; aðallega í WhatsApp, Instagram og TikTok, nokkuð sem staðfestir með nokkuð óyggjandi hætti að Facebook er löngu hætt að vera samfélagsmiðill unga fólksins. Það er þar sem eldra fólkið hangir, og birtir myndir af börnum sínum og barnabörnum. Símaleysi veldur vanlíðan, kvíða og óöryggi Ungmennin lýstu því hvernig vikulangt símaleysið hefði fyllt þau vanlíðan, kvíða og óöryggi, þó einhverjir hafi haft á orði að því hefði líka fylgt ákveðin frelsun. „Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár,“ sagði einn þátttakenda, á meðan annar sagðist hafa verið orðinn svo vanur því að vera alltaf með kveikt á GPS-appinu í símanum, að hann hefði keypt sér vegakort þegar símans naut ekki við. Þá hafði sá þriðji á orði að honum hefði fundist símaleysið mun erfiðara en að hætta að reykja. Flestir þátttakenda sögðust hafa verið í meiri samskiptum við fjölskyldu sína þessa símalausu viku, en að öllu jöfnu. Þá sagðist yfirgnæfandi meirihluta þátttakenda hafa verið samviskusamari en venjulega þegar kom að námi og heimavinnu þá vikuna sem þeir voru símalausir. Telja dagblaðakaup vera peningasóun Ungmennin sögðust mörg hver hafa saknað þess að fá ekki upplýsingar um viðburði sem þau gætu sótt. Þar gegni síminn ómetanlegu hlutverki. Meirihlutinn telur það ekki þjóna nokkrum tilgangi að eyða peningum í að kaupa dagblöð. Það sé fjárfesting í einhverju sem sé þegar búið að gerast, en internetið upplýsi fólk um það sem sé að gerast hér og nú. Þetta er í samræmi við niðurstöður könnunarinnar sem Reuters fréttaveitan og háskólinn í Oxford í Bretlandi framkvæmdu í fyrra. Þar kom í ljós að meðalaldur áskrifenda að dagblöðum er 47 ár. Í þessari sömu könnun var áberandi sú tilfinning ungs fólks að það eigi örðugt með að skilja orðfæri hefðbundinna fjölmiðla og framsetningu frétta. Upplýsingamiðlun framtíðar verður útþynnt og óáreiðanleg Aðalhvatinn að því að ráðast í þessa rannsókn, segir Pedro Farias, prófessor í blaðamennsku við háskólann í Málaga, voru vísbendingar um að ungt fólk sæki sér fréttir í æ minna mæli til viðurkenndra fjölmiðla og þeirra sem hafi menntun og starfa af því að skrifa fréttir og miðla upplýsingum og í þess meira mæli til annarra sem hafi óljósa og/eða enga tengingu við frétta- og fjölmiðla. Þannig blasi við, segir Pedro, að samfélag framtíðarinnar verði einfaldlega bara sátt við aukna útþynningu og óáreiðanleika frétta- og upplýsingamiðlunar.
Spánn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira