Starfið undir í stórleiknum í kvöld? Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2022 13:01 Inter þarf á sigri að halda gegn Barcelona í kvöld. vísir/Getty Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu. Inter hefur ekki farið vel af stað í deildinni heima fyrir og er aðeins með tólf stig eftir átta leiki í níunda sæti deildarinnar. Inzaghi tók við liðinu sem ríkjandi Ítalíumeisturum af Antonio Conte fyrir síðustu leiktíð en Inter hafnaði í öðru sæti deildarinnar í vor, aðeins tveimur stigum frá grönnum sínum í AC Milan sem unnu deildina. Bæði Inter og Barcelona eru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum, en bæði unnu þau botnlið Viktoria Plzen frá Tékklandi og töpuðu bæði fyrir Bayern München sem er á toppi riðilsins. Býst við að Inter þurfi að þjást í kvöld Pressan er töluverð á Inzaghi eftir strembna byrjun á Ítalíu og gætu næstu tveir leikir í Meistaradeildinni, sem báðir eru gegn Barcelona, ráðið úrslitum um framtíð hans í starfi. Inzaghi segir strembið verkefni fram undan í kvöld. Simone Inzaghi er undir töluverðri pressu.Getty „Barcelona eru afar sterkir og heildsteyptir. Þeir eru eitt þriggja liða sem spila besta fótboltann í Evrópu og við þekkjum mikilvægi leiksins,“ segir Inzaghi og bætir við: „Við erum Inter og við munum reyna að spila inn á okkar styrkleika. Þetta verður leikur þjáningar (e. suffering),“. Þurfa að takast á við nýja áskorun Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir Börsunga hyggjast gera það sem Inzaghi óttast: að taka leikinn yfir og keyra yfir ítalska liðið. Xavi segir að Barcelona þurfi að aðlaga leik sinn að kerfi Inter.Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images „Við viljum taka völdin, hafa boltann og spila á vallarhelmingi andstæðingsins. Það er saga Barcelona og ég mun ekki breyta henni,“ segir Xavi sem segir þá slakt gengi Inter ekki hafa áhrif í kvöld. „Gengi þeirra hefur engin áhrif. Við höfum spilað marga leiki þar sem við vorum ólíklegri aðilinn en samt unnið. Inter notar aðra uppstillingu en önnur lið sem við höfum mætt. Leikur Inzaghi er kraftmikill og hann nýtir tvo framherja sem er eitthvað sem þekkist ekki lengur á Spáni,“. Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hann er einn fjögurra leikja í Meistaradeildinni sem eru á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld, auk þess sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu bæði hita upp fyrir leikina og gera þá alla upp. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Sjá meira
Inter hefur ekki farið vel af stað í deildinni heima fyrir og er aðeins með tólf stig eftir átta leiki í níunda sæti deildarinnar. Inzaghi tók við liðinu sem ríkjandi Ítalíumeisturum af Antonio Conte fyrir síðustu leiktíð en Inter hafnaði í öðru sæti deildarinnar í vor, aðeins tveimur stigum frá grönnum sínum í AC Milan sem unnu deildina. Bæði Inter og Barcelona eru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum, en bæði unnu þau botnlið Viktoria Plzen frá Tékklandi og töpuðu bæði fyrir Bayern München sem er á toppi riðilsins. Býst við að Inter þurfi að þjást í kvöld Pressan er töluverð á Inzaghi eftir strembna byrjun á Ítalíu og gætu næstu tveir leikir í Meistaradeildinni, sem báðir eru gegn Barcelona, ráðið úrslitum um framtíð hans í starfi. Inzaghi segir strembið verkefni fram undan í kvöld. Simone Inzaghi er undir töluverðri pressu.Getty „Barcelona eru afar sterkir og heildsteyptir. Þeir eru eitt þriggja liða sem spila besta fótboltann í Evrópu og við þekkjum mikilvægi leiksins,“ segir Inzaghi og bætir við: „Við erum Inter og við munum reyna að spila inn á okkar styrkleika. Þetta verður leikur þjáningar (e. suffering),“. Þurfa að takast á við nýja áskorun Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir Börsunga hyggjast gera það sem Inzaghi óttast: að taka leikinn yfir og keyra yfir ítalska liðið. Xavi segir að Barcelona þurfi að aðlaga leik sinn að kerfi Inter.Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images „Við viljum taka völdin, hafa boltann og spila á vallarhelmingi andstæðingsins. Það er saga Barcelona og ég mun ekki breyta henni,“ segir Xavi sem segir þá slakt gengi Inter ekki hafa áhrif í kvöld. „Gengi þeirra hefur engin áhrif. Við höfum spilað marga leiki þar sem við vorum ólíklegri aðilinn en samt unnið. Inter notar aðra uppstillingu en önnur lið sem við höfum mætt. Leikur Inzaghi er kraftmikill og hann nýtir tvo framherja sem er eitthvað sem þekkist ekki lengur á Spáni,“. Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hann er einn fjögurra leikja í Meistaradeildinni sem eru á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld, auk þess sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu bæði hita upp fyrir leikina og gera þá alla upp. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Sjá meira