Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2022 22:00 Donald Trump vill meina að hann hafi verið í fullum rétti að taka með sér þúsundir skjala úr Hvíta húsinu, jafnvel þau sem voru kyrfilega merkt sem leyniskjöl. AP/Chris Seward Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. Um hundrað skjöl af um það bil 11.000 sem fulltrúar alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á heima hjá Trump á Flórída voru merkt sem leyniskjöl. Trump hafði þau með sér þegar hann yfirgaf Hvíta húsið þrátt fyrir að þau hefðu átt að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort að Trump hafi farið rangt með ríkisleyndarmál. Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að ráðuneytið geti notað skjölinn í rannsókn sinni með því að leita til dómstóla. Alríkisdómari, sem hann skipaði sjálfur, tilnefndi sérstakan gerðardómara til að fara yfir skjölin sem málið snýst um til að tryggja að í þeim væru ekki gögn sem trúnaður gagnvart Trump ætti að ríkja um, þar á meðal samskipti við lögmenn hans eða ákveðin gögn úr forsetatíð hans. Dómarinn bannaði alríkislögreglunni að nota leyniskjölin í sakamálarannsókn sinni á flutningi Trump á þeim. Áfrýjunardómstóll sneri þeirri ákvörðun við og leyfði lögreglunni að nota leyniskjölin og takmarkaði yfirferð gerðardómarans við önnur skjöl sem voru ekki merkt sem ríkisleyndarmál. Engin þörf væri á því að gerðardómarinn færi yfir þau skjöl. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg.AP/Jose Luis Magana Kemur til kasta íhaldssamasta dómarans Þessu vilja lögmenn Trump að Hæstiréttur Bandaríkjanna snúi við. Þeir telja að gerðardómarinn þurfi að fara yfir leyniskjölin til að hann geti ákvarðað hvort að leynd ríki í raun yfir þeim. Ekki sé hægt að ráða það eingöngu af merkingum á skjölunum og ekki sé hægt að selja dómsmálaráðuneytinu sjálfdæmi um að ákveða hvaða skjöl séu leyniskjöl. „Þar sem Trump forseti hafi algert vald yfir ákvörðunum um skjalaleynd í forsetatíð sinni er alls ekki hægt að meta núverandi stöðu skjala sem deilt er um eingöngu út frá merkingum á þeim,“ segir í greinargerð þeirra til æðsta dómstóls landsins. Rök lögmannanna virðast byggjast á þeirri málsvörn Trump að hann hafi kerfisbundið aflétt leynd af skjölum til að flytja þau með sér til Flórída eða annað. Í nýlegu viðtali hélt Trump því fram að hann hafi getað aflétt leynd af skjölum með því einu að hugsa um það og án þess að segja nokkrum frá því. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kannaðist ekki við lýsingar Trump á meðferð leyniskjala. Krafa lögmannna Trump var stíluð á hæstaréttardómarann Clarence Thomas sem fer með mál sem koma frá alríkisáfrýjunardómstólnum sem tekur fyrir mál frá Flórída. Thomas er íhaldssamasti dómarinn við hæstarétt. Eiginkona hans, Virginia Thomas, var framarlega í flokki aðgerðasinna af hægri vængnum sem reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem Trump tapaði. Hún bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Thomas gæti úrskurðað sjálfur um kröfuna eða vísað henni til annarra dómara við réttinn. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Sjá meira
Um hundrað skjöl af um það bil 11.000 sem fulltrúar alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á heima hjá Trump á Flórída voru merkt sem leyniskjöl. Trump hafði þau með sér þegar hann yfirgaf Hvíta húsið þrátt fyrir að þau hefðu átt að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort að Trump hafi farið rangt með ríkisleyndarmál. Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að ráðuneytið geti notað skjölinn í rannsókn sinni með því að leita til dómstóla. Alríkisdómari, sem hann skipaði sjálfur, tilnefndi sérstakan gerðardómara til að fara yfir skjölin sem málið snýst um til að tryggja að í þeim væru ekki gögn sem trúnaður gagnvart Trump ætti að ríkja um, þar á meðal samskipti við lögmenn hans eða ákveðin gögn úr forsetatíð hans. Dómarinn bannaði alríkislögreglunni að nota leyniskjölin í sakamálarannsókn sinni á flutningi Trump á þeim. Áfrýjunardómstóll sneri þeirri ákvörðun við og leyfði lögreglunni að nota leyniskjölin og takmarkaði yfirferð gerðardómarans við önnur skjöl sem voru ekki merkt sem ríkisleyndarmál. Engin þörf væri á því að gerðardómarinn færi yfir þau skjöl. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg.AP/Jose Luis Magana Kemur til kasta íhaldssamasta dómarans Þessu vilja lögmenn Trump að Hæstiréttur Bandaríkjanna snúi við. Þeir telja að gerðardómarinn þurfi að fara yfir leyniskjölin til að hann geti ákvarðað hvort að leynd ríki í raun yfir þeim. Ekki sé hægt að ráða það eingöngu af merkingum á skjölunum og ekki sé hægt að selja dómsmálaráðuneytinu sjálfdæmi um að ákveða hvaða skjöl séu leyniskjöl. „Þar sem Trump forseti hafi algert vald yfir ákvörðunum um skjalaleynd í forsetatíð sinni er alls ekki hægt að meta núverandi stöðu skjala sem deilt er um eingöngu út frá merkingum á þeim,“ segir í greinargerð þeirra til æðsta dómstóls landsins. Rök lögmannanna virðast byggjast á þeirri málsvörn Trump að hann hafi kerfisbundið aflétt leynd af skjölum til að flytja þau með sér til Flórída eða annað. Í nýlegu viðtali hélt Trump því fram að hann hafi getað aflétt leynd af skjölum með því einu að hugsa um það og án þess að segja nokkrum frá því. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kannaðist ekki við lýsingar Trump á meðferð leyniskjala. Krafa lögmannna Trump var stíluð á hæstaréttardómarann Clarence Thomas sem fer með mál sem koma frá alríkisáfrýjunardómstólnum sem tekur fyrir mál frá Flórída. Thomas er íhaldssamasti dómarinn við hæstarétt. Eiginkona hans, Virginia Thomas, var framarlega í flokki aðgerðasinna af hægri vængnum sem reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem Trump tapaði. Hún bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Thomas gæti úrskurðað sjálfur um kröfuna eða vísað henni til annarra dómara við réttinn.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Sjá meira
Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51