Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ritstjórn skrifar 6. október 2022 18:01 Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2. Stöð 2 Um þúsund manns söfnuðust saman við Menntaskólann í Hamrahlíð í dag til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast þess að tekið sé á slíkum málum innan skóla af festu. Mótmælendur söfnuðust saman víðar um land. Við sýnum frá þessari gríðarfjölmennu byltingu í fréttatímanum, ræðum við nemendur og hittum framkvæmdastjóra Sambands íslenskra framhaldsskólanema um viðbrögð stjórnvalda í beinni útsendingu. Þá segjum við frá deilum í verkalýðshreyfingunni en hópur verkalýðsleiðtoga innan Alþýðusambandsins gagnrýnir Ragnar Þór Ingólfsson formann VR harðlega fyrir framferði sitt í deilum innan hreyfingarinnar. Hópurinn telur hann óhæfan sem forseta ASÍ og kallar eftir verðugu mótframboði. Við ræðum við Ragnar Þór í fréttatímanum. Heimir Már fer svo yfir stöðuna í Úkraínu en þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgir og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. Katrín Jakobsdóttir verður til viðtals frá Prag. Og áfram af stýrivaxtahækkunum en augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur. Loks verður Snorri Másson í beinni frá netkaffihúsinu og tölvuleikjamiðstöðinni Ground Zero, sem kemur til með að loka í lok október. Staðurinn var opnaður fyrst árið 2002 og hefur því verið starfræktur í um tuttugu ár. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þá segjum við frá deilum í verkalýðshreyfingunni en hópur verkalýðsleiðtoga innan Alþýðusambandsins gagnrýnir Ragnar Þór Ingólfsson formann VR harðlega fyrir framferði sitt í deilum innan hreyfingarinnar. Hópurinn telur hann óhæfan sem forseta ASÍ og kallar eftir verðugu mótframboði. Við ræðum við Ragnar Þór í fréttatímanum. Heimir Már fer svo yfir stöðuna í Úkraínu en þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgir og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. Katrín Jakobsdóttir verður til viðtals frá Prag. Og áfram af stýrivaxtahækkunum en augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur. Loks verður Snorri Másson í beinni frá netkaffihúsinu og tölvuleikjamiðstöðinni Ground Zero, sem kemur til með að loka í lok október. Staðurinn var opnaður fyrst árið 2002 og hefur því verið starfræktur í um tuttugu ár. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira