Ákærð fyrir að láta vin sinn myrða föður sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. október 2022 08:00 Getty Images Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana. Drap föður sinn og kveikti í líkinu Fyrir þremur árum varð Ismael föður sínum að bana í Barcelona, daginn sem hann varð 21 árs. Hann kveikti í líkinu og slökkviliðsmönnum tókst með naumindum að bjarga byggingu frá því að brenna. Við yfirheyrslur sagði Isma að hann hafi ekki séð aðra lausn á ógninni sem honum og fjölskyldunni stafaði af föðurnum. Hann væri ekki öryggisvörður eins og allir héldu, heldur væri hann meðlimur í glæpagengi, hálfgerðri mafíu, og hann hefði hótað því að myrða fjölskylduna, eiginkonu og tvö börn. Ekki nóg með það, sagði Ismael, heldur hefði hann líka hótað því að drepa Júlíu, kærustu Ismaels, og tvíburana sem þau ættu saman. Réttarhöldin hefjast, en ekki yfir þeim sem beitti hnífnum Rannsókn málsins hefur tekið langan tíma, en í þessari viku hófust réttarhöldin. Það sem Ismael vissi ekki fyrir þremur árum, og fjölskylda hans reyndar ekki heldur, er að hann er haldinn alvarlegum geðklofa. Pabbi hans var ekki glæpamaður, hann átti enga unnustu, hvað þá börn. Rannsókn málsins bendir hins vegar til þess að vinkona Ismaels, Alba, hafi á einu ári sem hún þekkti hann, tekist að ná svo stórkostlegri stjórn á tilveru hans að hún gat fengið hann til þess að gera hvað sem var. Meira að segja að drepa pabba sinn, sem var vænsti maður. Það er því ekki Ismael sem situr á sakamannabekk í réttarhöldunum, heldur hin 19 ára gamla Alba og fer saksóknari fram á að hún verði dæmd til 34 ára fangelsisvistar. Ismael hefur verið í gæsluvarðhaldi í þrjú ár, en saksóknari fer fram á að hann verði leystur úr haldi og vistaður á sjúkrastofnun. Við upphaf réttarhaldanna neitaði Alba allri sök með grátstafinn í kverkunum. Vitni segja hana sjúklegan lygara Fjölmiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af réttarhöldunum og vitnisburði vitna. Þau draga heilt yfir upp mynd af Ölbu sem sjúklegum lygara. Móðir hennar segir hins vegar að hún sé ekki fær um að vefja fólki um fingur sér með þeim hætti sem henni er gefið að sök. Öðru nær, hún sé vanþroskað barn sem þurfi sárlega á aðstoð að halda. Þetta styðja sálfræðiskýrslur sem verjandi Ölbu hefur lagt fram. Þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti í skóla og að hún sé í mikilli hættu á að verða viljalaust verkfæri annarra. Engin bein sönnunargögn liggja fyrir um sekt eða sakleysi málsaðila, einungis vitnisburður og mat lögreglu og saksóknara á því sem í raun gerðist. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Drap föður sinn og kveikti í líkinu Fyrir þremur árum varð Ismael föður sínum að bana í Barcelona, daginn sem hann varð 21 árs. Hann kveikti í líkinu og slökkviliðsmönnum tókst með naumindum að bjarga byggingu frá því að brenna. Við yfirheyrslur sagði Isma að hann hafi ekki séð aðra lausn á ógninni sem honum og fjölskyldunni stafaði af föðurnum. Hann væri ekki öryggisvörður eins og allir héldu, heldur væri hann meðlimur í glæpagengi, hálfgerðri mafíu, og hann hefði hótað því að myrða fjölskylduna, eiginkonu og tvö börn. Ekki nóg með það, sagði Ismael, heldur hefði hann líka hótað því að drepa Júlíu, kærustu Ismaels, og tvíburana sem þau ættu saman. Réttarhöldin hefjast, en ekki yfir þeim sem beitti hnífnum Rannsókn málsins hefur tekið langan tíma, en í þessari viku hófust réttarhöldin. Það sem Ismael vissi ekki fyrir þremur árum, og fjölskylda hans reyndar ekki heldur, er að hann er haldinn alvarlegum geðklofa. Pabbi hans var ekki glæpamaður, hann átti enga unnustu, hvað þá börn. Rannsókn málsins bendir hins vegar til þess að vinkona Ismaels, Alba, hafi á einu ári sem hún þekkti hann, tekist að ná svo stórkostlegri stjórn á tilveru hans að hún gat fengið hann til þess að gera hvað sem var. Meira að segja að drepa pabba sinn, sem var vænsti maður. Það er því ekki Ismael sem situr á sakamannabekk í réttarhöldunum, heldur hin 19 ára gamla Alba og fer saksóknari fram á að hún verði dæmd til 34 ára fangelsisvistar. Ismael hefur verið í gæsluvarðhaldi í þrjú ár, en saksóknari fer fram á að hann verði leystur úr haldi og vistaður á sjúkrastofnun. Við upphaf réttarhaldanna neitaði Alba allri sök með grátstafinn í kverkunum. Vitni segja hana sjúklegan lygara Fjölmiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af réttarhöldunum og vitnisburði vitna. Þau draga heilt yfir upp mynd af Ölbu sem sjúklegum lygara. Móðir hennar segir hins vegar að hún sé ekki fær um að vefja fólki um fingur sér með þeim hætti sem henni er gefið að sök. Öðru nær, hún sé vanþroskað barn sem þurfi sárlega á aðstoð að halda. Þetta styðja sálfræðiskýrslur sem verjandi Ölbu hefur lagt fram. Þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti í skóla og að hún sé í mikilli hættu á að verða viljalaust verkfæri annarra. Engin bein sönnunargögn liggja fyrir um sekt eða sakleysi málsaðila, einungis vitnisburður og mat lögreglu og saksóknara á því sem í raun gerðist.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira