Körfuboltakvöld um liðin: „Held að það sé alveg raunhæfur draumur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2022 13:01 Það var mikil stemmning í kringum Stólanna síðasta vor. Vísir/Bára Dröfn Tindastólsmenn voru hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili en bjuggu til eitt mesta ævintýri körfuboltasögunnar með því að fara frá því að vera í tómu tjóni um mitt tímabil í því að fara alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Subway deild karla í körfubolta fór af stað í gærkvöldi en síðustu tveir leikir fyrstu umferðarinnar fara fram í kvöld. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin fjögur sem hefja leik í kvöld. Báðir leikir kvöldsins, fyrst leikur nýliða Hauka og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Keflavíkur og Tindastóls klukkan 20.15, verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og eftir mun Subway Körfuboltakvöld síðan gera upp alla fyrstu umferðina. Stólarnir byrja líklega á eins erfiðum leik og hægt er eða á móti Keflavík á útivelli. Keflvíkingum er nefnilega spáð Íslandsmeistaratitlinum á þessu tímabili af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum. Miklar breytingar „Það urðu miklar breytingar á liði Tindastóls í sumar. Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson hélt til Þýskalands þar sem hann þjálfar unglingalið Ratiopharm Ulm. Tindastóll samdi við hinn króatíska Vladimir Anzulović sem er nokkuð stórt nafn í króatísku þjálfaraflórunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stólarnir sömdu ekki aðeins við leikmenn og þjálfara því þeir framlengdu einnig við hinn skemmtilega Hlífar Óla Dagsson sem heldur áfram að kynna liðin af sinni landskunnu snilld,“ sagði Kjartan Atli sem fékk Brynjar Þór Björnsson til að velta fyrir sér komandi tímabili hjá sínum gömlu liðsfélögum. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Tindastól fyrir 2022-23 tímabilið Kjartan Atli vildi vita á hvorum staðnum, út í KR eða á Króknum, væri meiri pressa á körfuboltaliðinu. Bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta „Það er öðruvísi pressa að vera á Króknum en samt ekki. Þetta er bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er lítið annað að gerast. Þá er karfan númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er það sem fólk talar um inn á kaffistofum og í vinnunni, hvernig gengi liðsins er. Ég upplifði eiginlega allt á þessum tíma sem ég var þarna, fyrst gekk alveg frábærlega og svo gekk alveg hræðilega. Svo náðum við aðeins að klóra í bakkann en svo hrundi þetta allt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er mjög gaman að spila þarna og mjög gaman þegar vel gengur. Þegar ég horfi til baka þá er það gríðarlega reynsla að hafa farið í gegnum svona tímabil þar sem þetta var dálítið mikið upp og niður,“ sagði Brynjar Þór. „Það er koma þarna nýr kani með stóran prófíl og nýr þjálfari sem er með stóran prófíl líka. Það er náttúrulega pressa því það er verið að setja mikið í sölurnar. Þegar er verið að leggja mikið í sölurnar þá viltu sjá árangur. Þetta fer dálítið eftir því hvernig þjálfarinn kemur inn í þetta og hvernig hann bregst við ef illa gengur. Hvort pressan muni ná til hans og hann munu beita meira þessum króatískum aðferðum með öskrum og látum,“ sagði Brynjar. Þú ert með allt til alls þarna En geta Stólarnir dreymt um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. „Ég held að það sé alveg raunhæfur draumur. Þú ert með allt til alls þarna og þeir eru með allt hráefnið til að ná lengra,“ sagði Brynjar en það má heyra allt sem Brynjar sagði um Tindastólsliðið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má líka sjá hvað sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin þrjú sem spila líka sinn fyrsta leik í kvöld eða lið Keflavíkur, Hattar og Hauka. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hauka fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hött fyrir 2022-23 tímabilið Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Haukar Höttur Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Subway deild karla í körfubolta fór af stað í gærkvöldi en síðustu tveir leikir fyrstu umferðarinnar fara fram í kvöld. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin fjögur sem hefja leik í kvöld. Báðir leikir kvöldsins, fyrst leikur nýliða Hauka og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Keflavíkur og Tindastóls klukkan 20.15, verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og eftir mun Subway Körfuboltakvöld síðan gera upp alla fyrstu umferðina. Stólarnir byrja líklega á eins erfiðum leik og hægt er eða á móti Keflavík á útivelli. Keflvíkingum er nefnilega spáð Íslandsmeistaratitlinum á þessu tímabili af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum. Miklar breytingar „Það urðu miklar breytingar á liði Tindastóls í sumar. Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson hélt til Þýskalands þar sem hann þjálfar unglingalið Ratiopharm Ulm. Tindastóll samdi við hinn króatíska Vladimir Anzulović sem er nokkuð stórt nafn í króatísku þjálfaraflórunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stólarnir sömdu ekki aðeins við leikmenn og þjálfara því þeir framlengdu einnig við hinn skemmtilega Hlífar Óla Dagsson sem heldur áfram að kynna liðin af sinni landskunnu snilld,“ sagði Kjartan Atli sem fékk Brynjar Þór Björnsson til að velta fyrir sér komandi tímabili hjá sínum gömlu liðsfélögum. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Tindastól fyrir 2022-23 tímabilið Kjartan Atli vildi vita á hvorum staðnum, út í KR eða á Króknum, væri meiri pressa á körfuboltaliðinu. Bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta „Það er öðruvísi pressa að vera á Króknum en samt ekki. Þetta er bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er lítið annað að gerast. Þá er karfan númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er það sem fólk talar um inn á kaffistofum og í vinnunni, hvernig gengi liðsins er. Ég upplifði eiginlega allt á þessum tíma sem ég var þarna, fyrst gekk alveg frábærlega og svo gekk alveg hræðilega. Svo náðum við aðeins að klóra í bakkann en svo hrundi þetta allt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er mjög gaman að spila þarna og mjög gaman þegar vel gengur. Þegar ég horfi til baka þá er það gríðarlega reynsla að hafa farið í gegnum svona tímabil þar sem þetta var dálítið mikið upp og niður,“ sagði Brynjar Þór. „Það er koma þarna nýr kani með stóran prófíl og nýr þjálfari sem er með stóran prófíl líka. Það er náttúrulega pressa því það er verið að setja mikið í sölurnar. Þegar er verið að leggja mikið í sölurnar þá viltu sjá árangur. Þetta fer dálítið eftir því hvernig þjálfarinn kemur inn í þetta og hvernig hann bregst við ef illa gengur. Hvort pressan muni ná til hans og hann munu beita meira þessum króatískum aðferðum með öskrum og látum,“ sagði Brynjar. Þú ert með allt til alls þarna En geta Stólarnir dreymt um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. „Ég held að það sé alveg raunhæfur draumur. Þú ert með allt til alls þarna og þeir eru með allt hráefnið til að ná lengra,“ sagði Brynjar en það má heyra allt sem Brynjar sagði um Tindastólsliðið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má líka sjá hvað sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin þrjú sem spila líka sinn fyrsta leik í kvöld eða lið Keflavíkur, Hattar og Hauka. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hauka fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hött fyrir 2022-23 tímabilið
Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Haukar Höttur Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira