Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar ætlar að fara yfir orkumálin og svara þeirri spurningu hvort raunverulega þurfi að tvöfalda orkuöflun á Íslandi til að standa að markmiði landsins í orkuskiptum.
Þá verða innflytjendamálin rædd og munu Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skiptast á skoðunum.
Í lok þáttar mætir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður á Stundinni til að ræða plast og afdrif þess í íslensku úvinnslukerfi.