Afturelding hægði á umferð í Ártúnsbrekku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2022 12:13 Stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson grafalvarlegur í hlutverki handboltaþjálfara. Tökur á atriðum fyrir sjónvarpsþættina Aftureldingu fóru fram á Vesturlandsvegi í morgun. Leikstjórinn segir tökur hafa gengið vel. Þættirnir gerast í handboltaheiminum á Íslandi þar sem Ingvar E. Sigurðsson er í hlutverki þjálfara kvennaliðs Aftureldingar í handbolta. Aðstoðarmaður hans er leikinn af Sverri Þór Sverrissyni, Sveppa. Fram kom í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun að ökumenn í Ártúnsbrekku ættu að fara varlega. Frá 9:30 og fram yfir hádegi yrðu bílar á ferð í brekkunni sem myndu aka vel undir hámarkshraða. Kvikmyndatökur voru nefndar í því samhengi. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er leikstjóri þáttanna ásamt þeim Elsu Maríu Jakobsdóttur og Göggu Jóns. Hafsteinn skrifaði handritið með Mosfellingnum Dóra DNA, Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur, Jörundi Ragnarssyni og Katrínu Björgvinsdóttur. Hann segir tökur í Ártúnsbrekku hafa gengið mjög vel í morgun. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrir og skrifar handritið.Vísir/Getty Tökuliðið var búið að færa sig upp að Olís í Mosfellsbæ þegar blaðamaður náði af honum tali rétt fyrir klukkan tólf. Ökumenn ættu því að geta hætt að hafa áhyggjur af bílum í hægakstri á Vesturlandsvegi. „Það er enginn í hættu,“ segir Hafsteinn Gunnar á léttum nótum og var svo rokin í áframhaldandi tökur. Auk Ingvars og Sveppa fara Svandís Dóra Einarsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir með stór hlutverk í þáttunum sem á að frumsýna á RÚV um páskana. Framleiðendur eru Skúli Malmquist Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak. Stiklu úr þáttunum má sjá að neðan. Bíó og sjónvarp Afturelding Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Sjá meira
Þættirnir gerast í handboltaheiminum á Íslandi þar sem Ingvar E. Sigurðsson er í hlutverki þjálfara kvennaliðs Aftureldingar í handbolta. Aðstoðarmaður hans er leikinn af Sverri Þór Sverrissyni, Sveppa. Fram kom í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun að ökumenn í Ártúnsbrekku ættu að fara varlega. Frá 9:30 og fram yfir hádegi yrðu bílar á ferð í brekkunni sem myndu aka vel undir hámarkshraða. Kvikmyndatökur voru nefndar í því samhengi. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er leikstjóri þáttanna ásamt þeim Elsu Maríu Jakobsdóttur og Göggu Jóns. Hafsteinn skrifaði handritið með Mosfellingnum Dóra DNA, Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur, Jörundi Ragnarssyni og Katrínu Björgvinsdóttur. Hann segir tökur í Ártúnsbrekku hafa gengið mjög vel í morgun. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrir og skrifar handritið.Vísir/Getty Tökuliðið var búið að færa sig upp að Olís í Mosfellsbæ þegar blaðamaður náði af honum tali rétt fyrir klukkan tólf. Ökumenn ættu því að geta hætt að hafa áhyggjur af bílum í hægakstri á Vesturlandsvegi. „Það er enginn í hættu,“ segir Hafsteinn Gunnar á léttum nótum og var svo rokin í áframhaldandi tökur. Auk Ingvars og Sveppa fara Svandís Dóra Einarsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir með stór hlutverk í þáttunum sem á að frumsýna á RÚV um páskana. Framleiðendur eru Skúli Malmquist Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak. Stiklu úr þáttunum má sjá að neðan.
Bíó og sjónvarp Afturelding Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Sjá meira