Fjórir menn sem hluti voru af hópnum voru handteknir í apríl og kom í ljós að þeir höfðu unnið að því að skipuleggja hryðjuverkárásir, mannrán og mögulega skot- og sprengjuárásir. Lagt var hald á fjölda vopna en þeir höfðu reynt að útvega sér sprengiefni.
Enginn af þessum fjórum var þá leiðtogi hópsins heldur er kona, sem einungis er kölluð Elizabeth R í þýskum fjölmiðlum, talin hafa leitt hópinn. Elizabeth er 75 ára gömul og er ellilífeyrisþegi. Hún var handtekinn í gær á heimili sínu í bænum Flöha í austurhluta Þýskalands.
Í grein The Guardian um málið segir að hópurinn sé með tengsl við hægri-öfga hópinn Reichsbürger. Hópurinn er til dæmis á móti bólusetningum og vildi koma ríkisstjórn landsins frá.
Það fyrsta sem mennirnir og konan sem hafa verið handtekin ætluðu sér að gera var að ræna heilbrigðisráðherranum Karl Lauterbach. The Guardian segir að hópurinn hafi ætlað sér að drepa lífverði hans ef til þess kæmi.