Hvalaskoðunarskúr sem hefur ekkert með hvalaskoðun að gera Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 16:09 Skúrinn var byggður á höfninni. Vísir/Vilhelm Búið er að koma fyrir skúr sem við fyrstu lítur út fyrir að eiga að hýsa hvalaskoðunarfyrirtæki á bryggju við Reykjavíkurhöfn. Skúrinn er þó ekki fyrir ferðamenn heldur er leikmynd fyrir íslenska sjónvarpsþáttaröð sem kemur út á næsta ári. Skúrinn er vel merktur og á honum stendur „Whale watching tours“. Þá er sagt að fyrirtækið sem nýtir sér skúrinn hafi verið stofnað árið 1998 og sé opið milli klukkan níu á morgnana til klukkan sex á kvöldin. Það er framleiðslufyrirtækið Polarama sem ber ábyrgð á skúrnum en hann verður notaður við tökur á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Heima er best sem kemur út á næstunni. Tinna Hrafnsdóttir er leikstjóri þáttanna en hún ræddi þá nýlega í viðtali við Einkalífið hér á Vísi. Í samtali við fréttastofu segir Kidda Rokk, einn eigenda Polarama sem er aðalframleiðandi þáttanna, að skúrinn sé einn af lykiltökustöðum þáttanna. „Sögusvið þáttanna er að miklu leiti til í hvalaskoðunarfyrirtæki. Til að gera söguna og sögusviðið trúverðugt þá nýttum við til kvikmyndatökunnar útlit leikmyndarinnar að utanverðu en leikum líka inni í leikmyndinni. Með þessu gátum við stjórnað tæknilegum þáttum betur og einnig hannað leikmyndina á þann hátt sem við vildum sýna áhorfendum. Þetta er í rauninni eins og lítill sumarbústaður sem við byggðum niðri á bryggju,“ segir Kidda. Til þess að passa að skúrinn hverfi ekki út á haf í íslenskri veðráttu þurfti að notast við áhugaverða aðferð. „Við notum sömu aðferðarfræði í uppsetningunni á þessu húsi og þegar við erum að byggja leikmyndir uppi á jöklum eða hálendi. Í staðinn fyrir að steypa staura, sem er ekki hægt á bryggjunni, þá eru undirstöður hússins mjög þungar ballestar,“ segir Kidda. Tökur á þáttunum eru hafnar og munu halda áfram í haust. Ekki er komin nákvæm tímasetning á hvenær fólk getur horft á þættina. Þeir verða sýndir á Sjónvarpi Símans. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Skúrinn er vel merktur og á honum stendur „Whale watching tours“. Þá er sagt að fyrirtækið sem nýtir sér skúrinn hafi verið stofnað árið 1998 og sé opið milli klukkan níu á morgnana til klukkan sex á kvöldin. Það er framleiðslufyrirtækið Polarama sem ber ábyrgð á skúrnum en hann verður notaður við tökur á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Heima er best sem kemur út á næstunni. Tinna Hrafnsdóttir er leikstjóri þáttanna en hún ræddi þá nýlega í viðtali við Einkalífið hér á Vísi. Í samtali við fréttastofu segir Kidda Rokk, einn eigenda Polarama sem er aðalframleiðandi þáttanna, að skúrinn sé einn af lykiltökustöðum þáttanna. „Sögusvið þáttanna er að miklu leiti til í hvalaskoðunarfyrirtæki. Til að gera söguna og sögusviðið trúverðugt þá nýttum við til kvikmyndatökunnar útlit leikmyndarinnar að utanverðu en leikum líka inni í leikmyndinni. Með þessu gátum við stjórnað tæknilegum þáttum betur og einnig hannað leikmyndina á þann hátt sem við vildum sýna áhorfendum. Þetta er í rauninni eins og lítill sumarbústaður sem við byggðum niðri á bryggju,“ segir Kidda. Til þess að passa að skúrinn hverfi ekki út á haf í íslenskri veðráttu þurfti að notast við áhugaverða aðferð. „Við notum sömu aðferðarfræði í uppsetningunni á þessu húsi og þegar við erum að byggja leikmyndir uppi á jöklum eða hálendi. Í staðinn fyrir að steypa staura, sem er ekki hægt á bryggjunni, þá eru undirstöður hússins mjög þungar ballestar,“ segir Kidda. Tökur á þáttunum eru hafnar og munu halda áfram í haust. Ekki er komin nákvæm tímasetning á hvenær fólk getur horft á þættina. Þeir verða sýndir á Sjónvarpi Símans.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein