Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Árni Sæberg skrifar 17. október 2022 23:49 James Corden fær aldrei að borða á Balthazar aftur. Dave J Hogan/Getty Images Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. „James Corden er gríðarlega hæfileikaríkur grínisti, en pínulítið gerpi,“ segir Keith McNally, goðsögn í veitingabransa New York og eigandi Balthazar, í langri færslu á Instagram. Hann segir Corden vera þann viðskiptavin sem komið hefur verst fram við starfsfólk veitingahússins. View this post on Instagram A post shared by Keith McNally (@keithmcnallynyc) Hann segist ekki oft hafa meinað fólki að koma aftur á veitingastaði sína en það hafi hann gert í dag, sér til lítillar ánægju. Hann deilir tveimur sögum af hegðun Cordens og segir hann hafa hegðað sér með sambærilegum hætti oftar. „Færðu okkur annan umgang samstundis“ Í fyrsta lagi deilir hann sögu af því þegar Corden sagðist hafa fundið hár í matnum sínum, eftir að hafa borðað allan aðalréttinn. Slíka hegðun segir McNally djöfullega en allt of algenga. „Færðu okkur annan umgang á stundinni. Og ég ætla ekki að greiða fyrir neina drykki sem við höfum drukkið nú þegar. Annars skrifa ég andstyggilega umfjöllun um staðinn á netinu,“ hefur McNally eftir Corden. Þá segir hann framkomu grínistans gagnvart yfirmanni á Balthazar hafa verið einstaklega illkvitna. „Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ Þá segir McNally að Corden hafi komið á Balthazar nýverið ásamt eiginkonu sinni. Eiginkona hans hafi pantað eggjaböku án eggjahvítu ásamt salati. Þegar hann hafi fundið örðu af eggjahvítu í bökunni hafi hann heimtað að fá nýja. Starfsfólk Balthazar varð við beiðninni en gerði þau hræðilegu mistök að framreiða bökuna með frönskum í stað salats. „Þið eruð vanhæf í starfi. Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ á Corden þá að hafa öskrað á starfsfólkið. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
„James Corden er gríðarlega hæfileikaríkur grínisti, en pínulítið gerpi,“ segir Keith McNally, goðsögn í veitingabransa New York og eigandi Balthazar, í langri færslu á Instagram. Hann segir Corden vera þann viðskiptavin sem komið hefur verst fram við starfsfólk veitingahússins. View this post on Instagram A post shared by Keith McNally (@keithmcnallynyc) Hann segist ekki oft hafa meinað fólki að koma aftur á veitingastaði sína en það hafi hann gert í dag, sér til lítillar ánægju. Hann deilir tveimur sögum af hegðun Cordens og segir hann hafa hegðað sér með sambærilegum hætti oftar. „Færðu okkur annan umgang samstundis“ Í fyrsta lagi deilir hann sögu af því þegar Corden sagðist hafa fundið hár í matnum sínum, eftir að hafa borðað allan aðalréttinn. Slíka hegðun segir McNally djöfullega en allt of algenga. „Færðu okkur annan umgang á stundinni. Og ég ætla ekki að greiða fyrir neina drykki sem við höfum drukkið nú þegar. Annars skrifa ég andstyggilega umfjöllun um staðinn á netinu,“ hefur McNally eftir Corden. Þá segir hann framkomu grínistans gagnvart yfirmanni á Balthazar hafa verið einstaklega illkvitna. „Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ Þá segir McNally að Corden hafi komið á Balthazar nýverið ásamt eiginkonu sinni. Eiginkona hans hafi pantað eggjaböku án eggjahvítu ásamt salati. Þegar hann hafi fundið örðu af eggjahvítu í bökunni hafi hann heimtað að fá nýja. Starfsfólk Balthazar varð við beiðninni en gerði þau hræðilegu mistök að framreiða bökuna með frönskum í stað salats. „Þið eruð vanhæf í starfi. Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ á Corden þá að hafa öskrað á starfsfólkið.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira