Mygla fannst undir gervigrasinu í nýju íþróttahúsi Garðbæinga Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 13:32 Fjölnota íþróttahöllin Miðgarður var tekin í notkun fyrr á þessu ári. Garðabær Mygla hefur fundist í gúmmíundirlagi undir gervigrasinu í Miðgarði, nýrri knattspyrnuhöll Garðbæinga, sem opnuð var fyrr á árinu. Gert er ráð fyrir að fletta þurfi upp gervigrasinu og skipta um gúmmíundirlag þó að enn liggi ekki fyrir tímasetningar hvað það varðar. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar sérfræðinga á húsnæði Miðgarðs á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í morgun. Þar kom fram að líklegt þyki að sveppurinn hafi borist inn í húsið með leysingarvatni í mars síðastliðinn þegar mikið vatn flæddi inn í höllina. Í fundargerðinni kemur fram að foreldrar og forráðmenn barna og aðrir notendur hafi verið upplýstir um málið, en að enn sé beðið eftir frekari niðurstöðum um umfang vandans. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Arnar Almar segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnin sé að bregðast við í málinu og vilji tryggja öryggi og heilbrigði þeirra sem nýta húsið. „Við teljum okkur vera að gera það með þessum ráðstöfunum. Svo er vinna við verkefni að gera þær umbætur sem þarf í húsinu. Það er það sem við sitjum nú yfir og erum að afla okkur gagna um.“ Hann segir líkur á að fjarlægja þurfi allt gúmmíundirlagið þó að það sé enn ekki komið á hreint. „Við erum að bíða eftir frekari gögnum og ég hugsa að það teljist í fáeinum vikum þar til að við vitum meira. Þá ættum við að geta skýrt betur frá því hvernig aðgerðaplanið verður. Á meðan er þessi áhersla á sótthreinsun og mælingar til að tryggja að allt sé innan þeirra marka sem eru sett. Eins og staðan er í dag þá er staðan í húsinu vel innan þeirra marka sem sett eru um loftgæði,“ segir bæjarstjórinn. Regluleg sótthreinsun Í fundargerðinni segir að samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verði jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. „Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun. Vegna tíðra loftskipta og með reglulegri sótthreinsun á að vera tryggt að heilsu barna, starfsfólks, foreldra auk annarra sem í húsið koma sé ekki ógnað. Reglulega verður fylgst með loftgæðum og ef þau fara yfir viðmiðunarmörk verður allri starfsemi umsvifalaust hætt,“ segir í fundargerðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Almars um málið. Garðabær Íþróttir barna Mygla Stjarnan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar sérfræðinga á húsnæði Miðgarðs á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í morgun. Þar kom fram að líklegt þyki að sveppurinn hafi borist inn í húsið með leysingarvatni í mars síðastliðinn þegar mikið vatn flæddi inn í höllina. Í fundargerðinni kemur fram að foreldrar og forráðmenn barna og aðrir notendur hafi verið upplýstir um málið, en að enn sé beðið eftir frekari niðurstöðum um umfang vandans. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Arnar Almar segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnin sé að bregðast við í málinu og vilji tryggja öryggi og heilbrigði þeirra sem nýta húsið. „Við teljum okkur vera að gera það með þessum ráðstöfunum. Svo er vinna við verkefni að gera þær umbætur sem þarf í húsinu. Það er það sem við sitjum nú yfir og erum að afla okkur gagna um.“ Hann segir líkur á að fjarlægja þurfi allt gúmmíundirlagið þó að það sé enn ekki komið á hreint. „Við erum að bíða eftir frekari gögnum og ég hugsa að það teljist í fáeinum vikum þar til að við vitum meira. Þá ættum við að geta skýrt betur frá því hvernig aðgerðaplanið verður. Á meðan er þessi áhersla á sótthreinsun og mælingar til að tryggja að allt sé innan þeirra marka sem eru sett. Eins og staðan er í dag þá er staðan í húsinu vel innan þeirra marka sem sett eru um loftgæði,“ segir bæjarstjórinn. Regluleg sótthreinsun Í fundargerðinni segir að samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verði jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. „Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun. Vegna tíðra loftskipta og með reglulegri sótthreinsun á að vera tryggt að heilsu barna, starfsfólks, foreldra auk annarra sem í húsið koma sé ekki ógnað. Reglulega verður fylgst með loftgæðum og ef þau fara yfir viðmiðunarmörk verður allri starfsemi umsvifalaust hætt,“ segir í fundargerðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Almars um málið.
Garðabær Íþróttir barna Mygla Stjarnan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira