Svört sem miðnætti og miklu hraðari Epli 21. október 2022 11:45 Nýtt útlit, stærri skjár, þynnri, hraðari og nú í dökkum lit. Alveg endurhönnuð MacBook Air. MacBook Air er vinsælasta tölvan frá Apple, ef ekki í heiminum, og hefur Apple endurhannað hana frá grunni til að nýta sér aflið frá M2 örgjörvanum sem Apple sjálft framleiðir. Fartölvan kemur í nýrri skel sem er þynnri og mýkri með rúnuðum hornum í stíl við MacBook Pro. Segulmagnaða Magsafe-hleðslusnúran er líka loksins komin aftur, og nú er hægt að hlaða fartölvur í kringum börn, gæludýr og klunna. Apple M2 örgjörvinn gerir það að verkum að tölvan er öflug en á sama tíma endingagóð og endist rafhlaðan í allt að 18 klukkustundir. Magsafe er komið aftur og kemur í veg fyrir að tölvan þín þjóti á gólfið þegar labbað er á snúruna. Magsafe og tveggja raufa hleðsla Magsafe er komið aftur, og nú með þynnri haus fyrir þynnri tölvu. Hleðslusnúran fær líka uppfærslu og er nú vafinn og samlita tölvunum. Það er líka hægt að fá 35W hleðslutæki með tveimur USB-C raufum svo hægt sé að hlaða tvö tæki á sama tíma. Einnig er hægt að uppfæra í 67W hleðslutæki til að fá hraðhleðslu sem gefur þér 50% á hálftíma. Svört sem miðnætti Nýja skelin gerir það að verkum að það fer miklu minna fyrir henni í töskunni og það er mun þægilegra að handleika hana. En það er ekki það eina sem er nýtt við útlitið: þetta er fyrsta fartölvan frá Apple í lengri tíma sem býður upp á dökkan lit sem kallast miðnæturblár (Midnight). Þrír aðrir litir eru í boði: klassíski silfur, geimgrár og létt-gylltur. Miðnæturblár er djúpur svartur litur með dass af bláum Apple M2 örgjörvinn kraftmikill en hljóðlaus M2 er önnur kynslóð tölvuörgjörva Apple, en þau hafa framleitt örgjörva í snjallsíma um árabil fyrir iPhone. Á örgjörvanum eru margar einingar: fjórir kjarnar sem spara orku, fjórir kjarnar sem afkasta miklu, 16 gervigreindarkjarnar og margmiðlunarvél sem auðveldar myndvinnslu. M2 örgjörvinn styður einnig ProRes-hröðun með sérhæfðri einingu, þannig hún er fáranlega fljót að spýta út ProRes myndböndum og getur klippt myndbönd í 8K upplausn. Allt frá léttri ritvinnslu og upp í margmiðlun MacBook Air kemur vel útbúin í grunninn fyrir langflest en hægt er að sníða hana að þungri vinnslu. M2 örgjörvinn styður allt að 24GB samnýtanlegt vinnsluminni fyrir þau sem elska að opna flipa, semja tónlist, keyra sýndarkerfi eða reikna í stórum töflureikniskjölum. Einnig er hægt að fjölga skjákjörnum frá 8 í 10 til að fá meira afl fyrir myndvinnslu. Þau sem vilja fullt af geymsluplássi geta uppfært í 1 eða 2TB með sérpöntun hjá Epli. Allur þessi sveigjanleiki í 1,24 kg. pakka sem fer með þér hvert sem er Apple Tækni Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
MacBook Air er vinsælasta tölvan frá Apple, ef ekki í heiminum, og hefur Apple endurhannað hana frá grunni til að nýta sér aflið frá M2 örgjörvanum sem Apple sjálft framleiðir. Fartölvan kemur í nýrri skel sem er þynnri og mýkri með rúnuðum hornum í stíl við MacBook Pro. Segulmagnaða Magsafe-hleðslusnúran er líka loksins komin aftur, og nú er hægt að hlaða fartölvur í kringum börn, gæludýr og klunna. Apple M2 örgjörvinn gerir það að verkum að tölvan er öflug en á sama tíma endingagóð og endist rafhlaðan í allt að 18 klukkustundir. Magsafe er komið aftur og kemur í veg fyrir að tölvan þín þjóti á gólfið þegar labbað er á snúruna. Magsafe og tveggja raufa hleðsla Magsafe er komið aftur, og nú með þynnri haus fyrir þynnri tölvu. Hleðslusnúran fær líka uppfærslu og er nú vafinn og samlita tölvunum. Það er líka hægt að fá 35W hleðslutæki með tveimur USB-C raufum svo hægt sé að hlaða tvö tæki á sama tíma. Einnig er hægt að uppfæra í 67W hleðslutæki til að fá hraðhleðslu sem gefur þér 50% á hálftíma. Svört sem miðnætti Nýja skelin gerir það að verkum að það fer miklu minna fyrir henni í töskunni og það er mun þægilegra að handleika hana. En það er ekki það eina sem er nýtt við útlitið: þetta er fyrsta fartölvan frá Apple í lengri tíma sem býður upp á dökkan lit sem kallast miðnæturblár (Midnight). Þrír aðrir litir eru í boði: klassíski silfur, geimgrár og létt-gylltur. Miðnæturblár er djúpur svartur litur með dass af bláum Apple M2 örgjörvinn kraftmikill en hljóðlaus M2 er önnur kynslóð tölvuörgjörva Apple, en þau hafa framleitt örgjörva í snjallsíma um árabil fyrir iPhone. Á örgjörvanum eru margar einingar: fjórir kjarnar sem spara orku, fjórir kjarnar sem afkasta miklu, 16 gervigreindarkjarnar og margmiðlunarvél sem auðveldar myndvinnslu. M2 örgjörvinn styður einnig ProRes-hröðun með sérhæfðri einingu, þannig hún er fáranlega fljót að spýta út ProRes myndböndum og getur klippt myndbönd í 8K upplausn. Allt frá léttri ritvinnslu og upp í margmiðlun MacBook Air kemur vel útbúin í grunninn fyrir langflest en hægt er að sníða hana að þungri vinnslu. M2 örgjörvinn styður allt að 24GB samnýtanlegt vinnsluminni fyrir þau sem elska að opna flipa, semja tónlist, keyra sýndarkerfi eða reikna í stórum töflureikniskjölum. Einnig er hægt að fjölga skjákjörnum frá 8 í 10 til að fá meira afl fyrir myndvinnslu. Þau sem vilja fullt af geymsluplássi geta uppfært í 1 eða 2TB með sérpöntun hjá Epli. Allur þessi sveigjanleiki í 1,24 kg. pakka sem fer með þér hvert sem er
Apple Tækni Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira