Diplómatafrú viðurkenndi að hafa ekið á breskan pilt Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 08:42 Foreldrar Harry Dunn ganga úr réttarsal í London í síðasta mánuði. Frá vinstri: faðir hans Tim Dunn, stjúpmóðir Tracey Dunn, móðir Charlotte Charles og stjúpfaðir Bruce Charles. AP/James Manning/PA Eiginkona bandarísks diplómata viðurkenndi að hún hefði orðið táningspilt að bana með því að aka bíl sínum ógætilega fyrir breskum dómstól í gær. Málið olli milliríkjadeilu á milli bandarískra og breskra stjórnvalda. Anne Sacoolas játaði að hafa orðið Harry Dunn, nítján ára gömlum pilti, að bana fyrir utan bandaríska herstöð í Northampton-skíri í ágúst árið 2019. Hún ók á röngum vegarhelmingi um 350 metra spotta og keyrði á Dunn sem kom á móti henni á mótorhjólinu sínu. Vinstri umferð er í Bretlandi en hægri í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld sögðu Sacoolas njóta friðhelgi erlendra erindreka og yfirgaf hún Bretland nítján dögum eftir slysið. Málið olli mikilli hneykslan í Bretlandi og kröfðust breskir stjórnmálamenn þess að Sacoolas yrði dregin fyrir þarlenda dómstóla. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu framsalskröfum þeirra. Saksóknarar ákærðu Sacoolas fyrir að valda dauða Dunn með hættulegum akstri en samþykktu á endanum að taka játningu hennar fyrir vægara brot um að valda dauða með ógætilegum akstri. Saksóknarar tóku tillit til þess að Sacoolas væri erlendur ríkisborgari sem væri óvanur að aka á breskum vegum. Allt að fimm ára fangelsi liggur við brotinu sem Sacoolas játaði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að oft sé fólk dæmt til samfélagsþjónustu eða í skilorðsbundið fangelsi. Dómarinn í málinu sagði að ekki væri hægt að þvinga Sacoolas til að snúa aftur til Bretlands og afplána refsingu sína en að það yrði mikilvæg vísbending um að hún sæi sannarlega eftir gjörðum sínum. Refsing hennar verður ekki ákvörðuð fyrr en í næsta mánuði. Tim Dunn, faðir Harry, hvatti Sacoolas til þess að koma til Bretlands og vera viðstödd dómsuppkvaðninguna. Bretland Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35 Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Anne Sacoolas játaði að hafa orðið Harry Dunn, nítján ára gömlum pilti, að bana fyrir utan bandaríska herstöð í Northampton-skíri í ágúst árið 2019. Hún ók á röngum vegarhelmingi um 350 metra spotta og keyrði á Dunn sem kom á móti henni á mótorhjólinu sínu. Vinstri umferð er í Bretlandi en hægri í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld sögðu Sacoolas njóta friðhelgi erlendra erindreka og yfirgaf hún Bretland nítján dögum eftir slysið. Málið olli mikilli hneykslan í Bretlandi og kröfðust breskir stjórnmálamenn þess að Sacoolas yrði dregin fyrir þarlenda dómstóla. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu framsalskröfum þeirra. Saksóknarar ákærðu Sacoolas fyrir að valda dauða Dunn með hættulegum akstri en samþykktu á endanum að taka játningu hennar fyrir vægara brot um að valda dauða með ógætilegum akstri. Saksóknarar tóku tillit til þess að Sacoolas væri erlendur ríkisborgari sem væri óvanur að aka á breskum vegum. Allt að fimm ára fangelsi liggur við brotinu sem Sacoolas játaði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að oft sé fólk dæmt til samfélagsþjónustu eða í skilorðsbundið fangelsi. Dómarinn í málinu sagði að ekki væri hægt að þvinga Sacoolas til að snúa aftur til Bretlands og afplána refsingu sína en að það yrði mikilvæg vísbending um að hún sæi sannarlega eftir gjörðum sínum. Refsing hennar verður ekki ákvörðuð fyrr en í næsta mánuði. Tim Dunn, faðir Harry, hvatti Sacoolas til þess að koma til Bretlands og vera viðstödd dómsuppkvaðninguna.
Bretland Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35 Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35
Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15
Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32