Diplómatafrú viðurkenndi að hafa ekið á breskan pilt Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 08:42 Foreldrar Harry Dunn ganga úr réttarsal í London í síðasta mánuði. Frá vinstri: faðir hans Tim Dunn, stjúpmóðir Tracey Dunn, móðir Charlotte Charles og stjúpfaðir Bruce Charles. AP/James Manning/PA Eiginkona bandarísks diplómata viðurkenndi að hún hefði orðið táningspilt að bana með því að aka bíl sínum ógætilega fyrir breskum dómstól í gær. Málið olli milliríkjadeilu á milli bandarískra og breskra stjórnvalda. Anne Sacoolas játaði að hafa orðið Harry Dunn, nítján ára gömlum pilti, að bana fyrir utan bandaríska herstöð í Northampton-skíri í ágúst árið 2019. Hún ók á röngum vegarhelmingi um 350 metra spotta og keyrði á Dunn sem kom á móti henni á mótorhjólinu sínu. Vinstri umferð er í Bretlandi en hægri í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld sögðu Sacoolas njóta friðhelgi erlendra erindreka og yfirgaf hún Bretland nítján dögum eftir slysið. Málið olli mikilli hneykslan í Bretlandi og kröfðust breskir stjórnmálamenn þess að Sacoolas yrði dregin fyrir þarlenda dómstóla. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu framsalskröfum þeirra. Saksóknarar ákærðu Sacoolas fyrir að valda dauða Dunn með hættulegum akstri en samþykktu á endanum að taka játningu hennar fyrir vægara brot um að valda dauða með ógætilegum akstri. Saksóknarar tóku tillit til þess að Sacoolas væri erlendur ríkisborgari sem væri óvanur að aka á breskum vegum. Allt að fimm ára fangelsi liggur við brotinu sem Sacoolas játaði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að oft sé fólk dæmt til samfélagsþjónustu eða í skilorðsbundið fangelsi. Dómarinn í málinu sagði að ekki væri hægt að þvinga Sacoolas til að snúa aftur til Bretlands og afplána refsingu sína en að það yrði mikilvæg vísbending um að hún sæi sannarlega eftir gjörðum sínum. Refsing hennar verður ekki ákvörðuð fyrr en í næsta mánuði. Tim Dunn, faðir Harry, hvatti Sacoolas til þess að koma til Bretlands og vera viðstödd dómsuppkvaðninguna. Bretland Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35 Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Anne Sacoolas játaði að hafa orðið Harry Dunn, nítján ára gömlum pilti, að bana fyrir utan bandaríska herstöð í Northampton-skíri í ágúst árið 2019. Hún ók á röngum vegarhelmingi um 350 metra spotta og keyrði á Dunn sem kom á móti henni á mótorhjólinu sínu. Vinstri umferð er í Bretlandi en hægri í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld sögðu Sacoolas njóta friðhelgi erlendra erindreka og yfirgaf hún Bretland nítján dögum eftir slysið. Málið olli mikilli hneykslan í Bretlandi og kröfðust breskir stjórnmálamenn þess að Sacoolas yrði dregin fyrir þarlenda dómstóla. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu framsalskröfum þeirra. Saksóknarar ákærðu Sacoolas fyrir að valda dauða Dunn með hættulegum akstri en samþykktu á endanum að taka játningu hennar fyrir vægara brot um að valda dauða með ógætilegum akstri. Saksóknarar tóku tillit til þess að Sacoolas væri erlendur ríkisborgari sem væri óvanur að aka á breskum vegum. Allt að fimm ára fangelsi liggur við brotinu sem Sacoolas játaði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að oft sé fólk dæmt til samfélagsþjónustu eða í skilorðsbundið fangelsi. Dómarinn í málinu sagði að ekki væri hægt að þvinga Sacoolas til að snúa aftur til Bretlands og afplána refsingu sína en að það yrði mikilvæg vísbending um að hún sæi sannarlega eftir gjörðum sínum. Refsing hennar verður ekki ákvörðuð fyrr en í næsta mánuði. Tim Dunn, faðir Harry, hvatti Sacoolas til þess að koma til Bretlands og vera viðstödd dómsuppkvaðninguna.
Bretland Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35 Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35
Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15
Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32