Húsráðið: Hvernig á að þrífa farða úr fötum? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. október 2022 06:01 Hver hefur ekki lent í því að subba niður á sig á ögurstundu? Getty Hversu hrikalega svekkjandi að klæða sig upp, gera sig til og taka svo eftir blettum eftir farða í fötunum. Farða sem smitast í úlpu- eða skyrtukragann eða blett eftir varalit eða maskara í hvítu skyrtunni. Þegar góð ráð eru dýr reynast gömlu húsráðin yfirleitt best. Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans er kona með ráð undir rifi hverju en hér fyrir neðan má sjá hennar ráðleggingar á því hvernig best sé að hreinsa bletti eftir farða. Varalitur í fötum Getty Hársprey: Ef varaliturinn er nýkominn í fötin er best að spreyja hárspreyi í blettinn. Leyfa því að vera í fimmtán mínútur og nudda síðan varalitinn úr til dæmis með tannbursta, naglabursta eða jafnvel klút, ef efnið er mjög viðkvæmt. Við þetta ætti varaliturinn að renna ljúflega úr og þá má þvo flíkina með venjulegum hætti. Acetone: Ef flíkin er ekki úr svo viðkvæmu efni er reyndar best að nota acetone, þá flýgur bletturinn úr um leið. Uppþvottalögur og edik: Þegar um ræðir viðkvæm efni er ráðlegast að nota uppþvottalög og/eða matarsóda og edik til að vinna á blettinum og skella síðan flíkinni í þvott á eftir. Þegar verið er að vinna á blettum er mikilvægt að snúa þeirri hlið niður sem bletturinn er á og nudda blettinn úr á röngunni. Annars getur maður verið að festa varalitinn enn frekar í flíkinni. Það er sniðugt að hafa til dæmis gamalt handklæði undir, þá getur varaliturinn smitast í það þegar unnið er að því að ná blettinum úr. Augnbrúnalitur í húð Getty Acetone: Af því að ég nefndi acetone þá verð ég að bæta við smá ráði þegar mikill augnabrúna litur festist í húðininni eftir litun og augabrúnirnar verða mun dekkri fyrir vikið. Þá er algjör snilld að setja nokkra dropa af acetone í bómullarskífu og strjúka tvisvar til þrisvar yfir hvora augabrún. Það svínvirkar og liturinn fer ekki af hárunum sjálfum en rennur af húðinni svo að augabrúnirnar verða fallegar og náttúrulegar. Ég myndi alls ekki nota hvaða acetone sem er þar sem húðin er viðkvæmt og maður vill ekki erta hana. Best er að nota umhverfisvænt acetone sem ætlað fyrir viðkvæma húð. Svo er gott að þrífa andlitið með því hreinsikremi sem maður notar venjulega. Farði í fatnaði Getty Farðahreinsir: Ef farðinn í nýkominn í flíkina er best að nota farðahreinsi og nota þann hreinsi sem maður er vanur að nota. Mikilvægt er að farðahreinsirinn sé án olíu. Svo skal nudda blettinn strax úr með vatni, á röngunni að sjálfsögðu. Það er líka ágætt að láta buna svolítið úr krananum á blettinn og þá ætti allt alveg að renna úr. Raksápa og hársprey: Ef farðinn er búinn að smitast, til dæmis í úlpukraga, peysur eða trefla, og kannski búinn að safnast upp í einhverjar vikur, þá finnst mér best að spreyja raksápu eða hárspreyi á blettina og nudda úr með naglabursta eða klút. Það svínvirkar. Edik, matarsódi og uppþvottalögur: Ef það gengur eitthvað erfiðlega má alltaf nota edik og matarsóda eða uppþvottalög. En maður verður samt að meta það svolítið eftir því hve viðkvæm efni maður er að vinna með. Húsráð Förðun Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sjá meira
Þegar góð ráð eru dýr reynast gömlu húsráðin yfirleitt best. Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans er kona með ráð undir rifi hverju en hér fyrir neðan má sjá hennar ráðleggingar á því hvernig best sé að hreinsa bletti eftir farða. Varalitur í fötum Getty Hársprey: Ef varaliturinn er nýkominn í fötin er best að spreyja hárspreyi í blettinn. Leyfa því að vera í fimmtán mínútur og nudda síðan varalitinn úr til dæmis með tannbursta, naglabursta eða jafnvel klút, ef efnið er mjög viðkvæmt. Við þetta ætti varaliturinn að renna ljúflega úr og þá má þvo flíkina með venjulegum hætti. Acetone: Ef flíkin er ekki úr svo viðkvæmu efni er reyndar best að nota acetone, þá flýgur bletturinn úr um leið. Uppþvottalögur og edik: Þegar um ræðir viðkvæm efni er ráðlegast að nota uppþvottalög og/eða matarsóda og edik til að vinna á blettinum og skella síðan flíkinni í þvott á eftir. Þegar verið er að vinna á blettum er mikilvægt að snúa þeirri hlið niður sem bletturinn er á og nudda blettinn úr á röngunni. Annars getur maður verið að festa varalitinn enn frekar í flíkinni. Það er sniðugt að hafa til dæmis gamalt handklæði undir, þá getur varaliturinn smitast í það þegar unnið er að því að ná blettinum úr. Augnbrúnalitur í húð Getty Acetone: Af því að ég nefndi acetone þá verð ég að bæta við smá ráði þegar mikill augnabrúna litur festist í húðininni eftir litun og augabrúnirnar verða mun dekkri fyrir vikið. Þá er algjör snilld að setja nokkra dropa af acetone í bómullarskífu og strjúka tvisvar til þrisvar yfir hvora augabrún. Það svínvirkar og liturinn fer ekki af hárunum sjálfum en rennur af húðinni svo að augabrúnirnar verða fallegar og náttúrulegar. Ég myndi alls ekki nota hvaða acetone sem er þar sem húðin er viðkvæmt og maður vill ekki erta hana. Best er að nota umhverfisvænt acetone sem ætlað fyrir viðkvæma húð. Svo er gott að þrífa andlitið með því hreinsikremi sem maður notar venjulega. Farði í fatnaði Getty Farðahreinsir: Ef farðinn í nýkominn í flíkina er best að nota farðahreinsi og nota þann hreinsi sem maður er vanur að nota. Mikilvægt er að farðahreinsirinn sé án olíu. Svo skal nudda blettinn strax úr með vatni, á röngunni að sjálfsögðu. Það er líka ágætt að láta buna svolítið úr krananum á blettinn og þá ætti allt alveg að renna úr. Raksápa og hársprey: Ef farðinn er búinn að smitast, til dæmis í úlpukraga, peysur eða trefla, og kannski búinn að safnast upp í einhverjar vikur, þá finnst mér best að spreyja raksápu eða hárspreyi á blettina og nudda úr með naglabursta eða klút. Það svínvirkar. Edik, matarsódi og uppþvottalögur: Ef það gengur eitthvað erfiðlega má alltaf nota edik og matarsóda eða uppþvottalög. En maður verður samt að meta það svolítið eftir því hve viðkvæm efni maður er að vinna með.
Húsráð Förðun Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sjá meira