Óvissa um uppgjör ÍL-sjóðs setur „allan skuldabréfamarkaðinn í uppnám“
![Fyrir opnun markaða í morgun sendi Kauphöllin frá sér tilkynningu um ákveðið hefði verið að athugunarmerkja skuldabréf sem eru útgefin af ÍL-sjóði. Var það gert vegna umtalsverðrar óvissu varðandi útgefandann og verðmyndun bréfanna.](https://www.visir.is/i/2F6DF974C9C5822E201927F373D586B9198DA21506BD9E3601465B095609BE69_713x0.jpg)
Tillögur fjármálaráðherra um hvernig leysa megi upp ÍL-sjóð voru „nokkuð óvænt útspil“ en verði það gert á grundvelli svonefndrar einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs, þar sem tæknilega er hægt að greiða upp skuldabréf sjóðs á pari í dag frekar en yfir líftíma þeirra allt til ársins 2044, mun það þýða „umtalsvert“ tap fyrir þá sem halda á bréfunum, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Langsamlega stærstu eigendur skuldabréfanna eru lífeyrissjóðir.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/FF47B8B09144ED8701EE3BE387CF344EF692BB99F8D94E9A1FA8EE493029BFFE_308x200.jpg)
ÍL-sjóður „stór óvissuþáttur“ í efnahag ríkissjóðs
Þróun efnahags ÍL-sjóðs, sem áður hét Íbúðalánasjóður, er „stór óvissuþáttur“ í langtímaþróun skulda ríkissjóðs í ljósi þess að efnahagur sjóðsins er bæði umfangsmikill og næmur fyrir breytingum á markaðsaðstæðum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ársins 2023 sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag.