Taka í notkun húsnæði fyrir allt að hundrað karlmenn á flótta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2022 14:39 Gylfi Þór Þorsteinsson leiðir teymi sem heldur utan um komu flóttafólks. Vísir/Vilhelm Vonir standa til að í þessari viku verði húsnæði tekið í notkun sem gæti hýst allt að hundrað karlmenn sem koma til landsins einir á ferð í leit að vernd. Þetta segir aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks. Mikið kapp sé lagt á að leysa fjöldahjálparstöð af hólmi og til skoðunar er að taka fleiri hús á leigu. Hann segir að allt sé hægt „hið ómögulega taki bara aðeins lengri tíma.“ Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda vegna komu flóttafólks er að leysa húsnæðisvanda þess. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks, hefur áður sagt að fjöldahjálparstöð sé ekki góð lausn til lengri tíma og því séu ýmsir möguleikar í skoðun. „Við erum vonandi að taka í notkun í þessari viku húsnæði þar sem við getum hýst allt að hundrað karlmenn sem eru einir á ferð en þar að auki erum við að skoða húsnæði sem húseigendur hafa veri að benda okkur á. Þetta er allt saman húsnæði sem rúmar fimmtíu manns eða fleiri. Við erum eingöngu að skoða þá húsnæði sem Vinnumálastofnun mun nýta til skamms tíma eða í þessar átta vikur sem fólk er hýst í þeim úrræðum og þetta erum við að gera til að leysa fjöldahjálparstöðina af hólmi, vonandi fyrr en síðar en hvenær það verður er svolítið erfitt að segja vegna þess að þetta er allt á skoðunarstigi hjá okkur“ Sumt af því húsnæði sem verið er að skoða að taka á leigu kemst mögulega aldrei í notkun ef samningar nást við fleiri sveitarfélög um að taka á móti flóttafólki. „Vegna þess að það er nú töluverður hópur fólks sem færi þangað yfir. Einhverjir munu síðan vera á eigin vegum og útvega sér húsnæði sjálft á hinum almenna leigumarkaði.“ Staðan heilt yfir sé þó ágæt. „Við erum ekkert að horfa fram af bjargbrúninni eða neitt slíkt. Þetta er náttúrulega töluverður fjöldi sem komið hefur. Við erum komin yfir 3.300 umsækjendur um alþjóðlega verndvernd á árinu og þar af eru 1.942 frá Úkraínu. Þetta er náttúrulega miklu miklu meira en áður hefur verið en við höfum náð að sinna þessu ágætlega hingað til og við ætlum að halda því áfram. Það er ekkert launugamál að það er aðeins þyngra. En eins og ég hef sagt oft áður það er allt hægt; hið ómögulega tekur bara aðeins lengri tíma.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda vegna komu flóttafólks er að leysa húsnæðisvanda þess. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks, hefur áður sagt að fjöldahjálparstöð sé ekki góð lausn til lengri tíma og því séu ýmsir möguleikar í skoðun. „Við erum vonandi að taka í notkun í þessari viku húsnæði þar sem við getum hýst allt að hundrað karlmenn sem eru einir á ferð en þar að auki erum við að skoða húsnæði sem húseigendur hafa veri að benda okkur á. Þetta er allt saman húsnæði sem rúmar fimmtíu manns eða fleiri. Við erum eingöngu að skoða þá húsnæði sem Vinnumálastofnun mun nýta til skamms tíma eða í þessar átta vikur sem fólk er hýst í þeim úrræðum og þetta erum við að gera til að leysa fjöldahjálparstöðina af hólmi, vonandi fyrr en síðar en hvenær það verður er svolítið erfitt að segja vegna þess að þetta er allt á skoðunarstigi hjá okkur“ Sumt af því húsnæði sem verið er að skoða að taka á leigu kemst mögulega aldrei í notkun ef samningar nást við fleiri sveitarfélög um að taka á móti flóttafólki. „Vegna þess að það er nú töluverður hópur fólks sem færi þangað yfir. Einhverjir munu síðan vera á eigin vegum og útvega sér húsnæði sjálft á hinum almenna leigumarkaði.“ Staðan heilt yfir sé þó ágæt. „Við erum ekkert að horfa fram af bjargbrúninni eða neitt slíkt. Þetta er náttúrulega töluverður fjöldi sem komið hefur. Við erum komin yfir 3.300 umsækjendur um alþjóðlega verndvernd á árinu og þar af eru 1.942 frá Úkraínu. Þetta er náttúrulega miklu miklu meira en áður hefur verið en við höfum náð að sinna þessu ágætlega hingað til og við ætlum að halda því áfram. Það er ekkert launugamál að það er aðeins þyngra. En eins og ég hef sagt oft áður það er allt hægt; hið ómögulega tekur bara aðeins lengri tíma.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54
Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00
Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32