Hyggjast rukka í stæði í fyrsta sinn í Reykjanesbæ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 17:40 Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar lagði fram drög að stofnun bílastæðasjóðs á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á föstudaginn. Vísir/Þorgils Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar hefur lagt fram drög að stofnun bílastæðasjóðs í Reykjanesbæ. Með stofnun sjóðsins verður því rukkað í bílastæði í fyrsta sinn í sveitarfélaginu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs telur að samstaða sé um málið. Bílastæðasjóður mun eðli málsins samkvæmt einnig hafa heimildir til að sekta þá sem ekki greiða í stæði. Nái tillagan fram að ganga verður skipulag sjóðsins líklega svipað og í öðrum sveitarfélögum, að sögn Róberts Jóhanns Guðmundssonar formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. „Það hefur aldrei verið rukkað í bílastæði í Reykjanesbæ. Þetta eru svona frumdrög, við erum að byrja að kynna okkur þetta,“ segir Róbert Jóhann í samtali við fréttastofu. Hann hefur ekki trú á því að Reykjanesbær rukki í bílastæði strax á þessu ári en telur líklegt að gjaldtakan komi til framkvæmda á því næsta. „Nú fór þetta fyrir umhverfis- og skipulagsráð á föstudaginn og þetta á eftir að fara fyrir bæjarstjórnarfund sem verður eftir viku. Eftir bæjarstjórnarfundinn fer kannski eitthvað að skýrast í þessum efnum,“ segir Róbert Jóhann. Hann segir ýmsar ástæður búa að baki fyrirhugaðri stofnun bílastæðasjóðs en telur að þörf sé á gjaldtökunni. Aðspurður um hve dýrt verði að leggja ítrekar hann að um frumdrög sé að ræða. Tiltekin fjárhæð eða gjöld hafi ekki verið rædd og verið sé að skoða málið. „Ég geri alveg ráð fyrir því að það sé vilji allra ráðsmanna að skoða þetta eins og þessi stærri bæjarfélög hafa verið að gera. En þetta er það fyrsta sem kemur og við erum bara að fikra okkur áfram í þessu,“ segir Róbert Jóhann Guðmundsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Reykjanesbær Skipulag Bílastæði Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Bílastæðasjóður mun eðli málsins samkvæmt einnig hafa heimildir til að sekta þá sem ekki greiða í stæði. Nái tillagan fram að ganga verður skipulag sjóðsins líklega svipað og í öðrum sveitarfélögum, að sögn Róberts Jóhanns Guðmundssonar formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. „Það hefur aldrei verið rukkað í bílastæði í Reykjanesbæ. Þetta eru svona frumdrög, við erum að byrja að kynna okkur þetta,“ segir Róbert Jóhann í samtali við fréttastofu. Hann hefur ekki trú á því að Reykjanesbær rukki í bílastæði strax á þessu ári en telur líklegt að gjaldtakan komi til framkvæmda á því næsta. „Nú fór þetta fyrir umhverfis- og skipulagsráð á föstudaginn og þetta á eftir að fara fyrir bæjarstjórnarfund sem verður eftir viku. Eftir bæjarstjórnarfundinn fer kannski eitthvað að skýrast í þessum efnum,“ segir Róbert Jóhann. Hann segir ýmsar ástæður búa að baki fyrirhugaðri stofnun bílastæðasjóðs en telur að þörf sé á gjaldtökunni. Aðspurður um hve dýrt verði að leggja ítrekar hann að um frumdrög sé að ræða. Tiltekin fjárhæð eða gjöld hafi ekki verið rædd og verið sé að skoða málið. „Ég geri alveg ráð fyrir því að það sé vilji allra ráðsmanna að skoða þetta eins og þessi stærri bæjarfélög hafa verið að gera. En þetta er það fyrsta sem kemur og við erum bara að fikra okkur áfram í þessu,“ segir Róbert Jóhann Guðmundsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær Skipulag Bílastæði Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira