Réttur og úrræði leigusala þegar vanskil verða á leigugreiðslum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar 25. október 2022 10:30 Til Húseigendafélagsins leita leigusalar oftsinnis og óska eftir aðstoð þess, þegar leigjendur greiða húsaleigu ekki á tilsettum tíma, eða alls ekki. Hér er stiklað á stóru um framgang slíkra mála. Frumskyldur í leigusambandi Samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994 er það frumskylda leigusala að veita húsnæði í ásættanlegu og umsömdu ástandi en frumskylda leigjanda að greiða umsamda húsaleigu. Ef frumskylda annars aðilans er ekki fullnægjandi gagnvart hinum er það almennt litið alvarlegum augum og getur varðað riftun leigusamnings. Vanskil á húsaleigu Leigjanda er skylt að greiða húsaleigu fyrsta virka dag hvers mánaðar nema samið sé um annað. Ef hann sinnir þeirri skyldu ekki getur leigusali öðlast riftunarrétt. Til þess að sá réttur verði virkur, þarf leigusali að senda áskorun á leigjanda um að greiða leiguskuldina innan 7 daga, en að öðrum kosti verði leigusamningi rift. Sinni leigjandi þeirri áskorun ekki innan tilskilins frests er leigusala heimilt að rifta samningi. Hvað felst í riftun? Þegar leigusamningi hefur verið rift er litið svo á að skyldur hvors aðila um sig falli niður. Þannig er leigjanda skylt að rýma hið leigða húsnæði, en að sama skapi fellur greiðsluskylda hans niður frá þeim tíma er hann yfirgefur húsnæðið. Það leiðir af hlutarins eðli að leigjandi á að greiða leigu þangað til hann yfirgefur húsnæðið. Yfirleitt er leigjanda veittur tveggja vikna frestur til að rýma húsnæðið, en það vill hins vegar oft gerast að leigjandi yfirgefi ekki hið leigða húsnæði eftir riftunarfrest þrátt fyrir áskoranir þar um. Þegar svo ber undir er leigusala nauðugur sá kostur einn að höfða útburðarmál gagnvart honum. Útburður Með útburðarmáli er leitað til dómara um úrskurð þess efnis að leigjanda sé skylt að rýma hið leigða húsnæði og koma lyklum til leigusala. Að þeim úrskurði fengnum getur leigusali leitað til sýslumanns í því skyni að neyða leigjandann út, með valdi ef þörf krefur. Þegar útburður hefur verið framkvæmdur fær leigusali óskoruð umráð hinnar leigðu eignar að nýju. Kostnaður Leigusali getur þurft að bera verulegan kostnað þegar bera þarf leigjanda úr hinu leigða húsnæði. Almennt eru útburðarmál á ábyrgð leigusala, en á kostnað leigjanda. Þarf leigusali að leggja út fyrir öllum kostnaði við að koma leigjandanum út. Hér undir getur fallið lögfræðikostnaður, kostnaður vegna flutningsþjónustu, svo og kostnaður vegna lásaskipta ásamt öðrum málskostnaði. Leigusali getur krafið leigjanda um greiðslu vegna þessa, en oft er í lítið eða ekkert að sækja hjá leigjanda sem ekki getur greitt leigu. Er þá yfirleitt betur heima setið en af stað farið. Trygging fyrir réttum efndum leigusamnings Í upphafi leigusambands er gríðarlega mikilvægt að leigusali tryggi sig fyrir mögulegu tjóni sem hann getur orðið fyrir vegna vanefnda leigjanda. Samkvæmt húsaleigulögum getur leigusali krafið leigjanda um tryggingu fyrir réttum efndum leigusamnings, svo sem í formi bankaábyrgðar, sjálfskuldarábyrgðar eða tryggingarfjár sem leigjandi greiðir til leigusala. Leigusali má ekki ráðstafa fénu eða taka af því án samþykkis leigjanda nema fyrir liggi endanleg niðurstaða um bótaskyldu hans. Leigusala er þó heimilt að ráðstafa fénu til greiðslu á vangoldinni leigu, bæði á leigutímanum og við lok hans. Með þessu móti getur leigusali því að einhverju leyti dekkað það tap sem hann hefur orðið fyrir við að koma leigjanda úr hinu leigða húsnæði. Tímafrekt úrræði Þegar vanskil verða á leigugreiðslum getur það í flestum tilfellum tekið nokkurn tíma að koma leigjanda úr leiguhúsnæði. Gildir þar einu þótt vanskilin séu mikil og borðleggjandi og skilyrði riftunar séu ótvíræð og augljóslega engar varnir hjá leigjanda. Þar er við málsmeðferðarreglur dómstóla og sýslumanns að sakast. Skáka sumir leigjendur í því skjóli. Í málum sem enda með útburði sýslumanns teygir málsmeðferðartíminn sig iðulega í 2-3 mánuði. Því er mjög mikilvægt að haldið sé á spöðunum þegar vanefndir verða. Í dæmaskyni má nefna að í nýlegu máli hjá Húseigendafélaginu var greiðsluáskorun send til leigjanda vegna vangoldinnar leigugreiðslu þann 23. ágúst. Yfirlýsing um riftun var send 31. ágúst. Leigjandinn sat sem fastast í húsnæðinu þrátt fyrir það og því var útburðarmál höfðað gagnvart honum 17. september. Málið var tekið fyrir hjá dómstólum tæpum mánuði síðar, eða 13. október, þar sem leigusala var gert heimilt að bera leigjanda út. Í kjölfar þess var útburðarbeiðni send til sýslumanns og útburðurinn sjálfur var svo framkvæmdur 3. nóvember. Þannig liðu 72 dagar frá því að greiðsluáskorun var send til leigjanda og þangað til leigusali hafði fengið umrætt húsnæði í hendurnar á ný. Atbeini Húseigendafélagsins Strangar kröfur eru gerðar í lögum til forms áskorana og tilkynninga og því er þýðingarmikið að sérfræðingur í slíkum málum sjái um ferlið frá upphafi til enda. Ef fundið er að formi umræddra orðsendinga fyrir dómstólum getur útburðarkröfu verið vísað frá, og þá er leigusali kominn á byrjunarreit. Húseigendafélagið hefur um árabil boðið félagsmönnum sínum upp á þá þjónustu að senda framangreindar áskoranir og tilkynningar, auk þess að höfða útburðarmál fyrir dómstólum þegar þess gerist þörf. Sú þjónusta er eftirsótt af þeim sem vilja hafa leigumálin á hreinu. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Til Húseigendafélagsins leita leigusalar oftsinnis og óska eftir aðstoð þess, þegar leigjendur greiða húsaleigu ekki á tilsettum tíma, eða alls ekki. Hér er stiklað á stóru um framgang slíkra mála. Frumskyldur í leigusambandi Samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994 er það frumskylda leigusala að veita húsnæði í ásættanlegu og umsömdu ástandi en frumskylda leigjanda að greiða umsamda húsaleigu. Ef frumskylda annars aðilans er ekki fullnægjandi gagnvart hinum er það almennt litið alvarlegum augum og getur varðað riftun leigusamnings. Vanskil á húsaleigu Leigjanda er skylt að greiða húsaleigu fyrsta virka dag hvers mánaðar nema samið sé um annað. Ef hann sinnir þeirri skyldu ekki getur leigusali öðlast riftunarrétt. Til þess að sá réttur verði virkur, þarf leigusali að senda áskorun á leigjanda um að greiða leiguskuldina innan 7 daga, en að öðrum kosti verði leigusamningi rift. Sinni leigjandi þeirri áskorun ekki innan tilskilins frests er leigusala heimilt að rifta samningi. Hvað felst í riftun? Þegar leigusamningi hefur verið rift er litið svo á að skyldur hvors aðila um sig falli niður. Þannig er leigjanda skylt að rýma hið leigða húsnæði, en að sama skapi fellur greiðsluskylda hans niður frá þeim tíma er hann yfirgefur húsnæðið. Það leiðir af hlutarins eðli að leigjandi á að greiða leigu þangað til hann yfirgefur húsnæðið. Yfirleitt er leigjanda veittur tveggja vikna frestur til að rýma húsnæðið, en það vill hins vegar oft gerast að leigjandi yfirgefi ekki hið leigða húsnæði eftir riftunarfrest þrátt fyrir áskoranir þar um. Þegar svo ber undir er leigusala nauðugur sá kostur einn að höfða útburðarmál gagnvart honum. Útburður Með útburðarmáli er leitað til dómara um úrskurð þess efnis að leigjanda sé skylt að rýma hið leigða húsnæði og koma lyklum til leigusala. Að þeim úrskurði fengnum getur leigusali leitað til sýslumanns í því skyni að neyða leigjandann út, með valdi ef þörf krefur. Þegar útburður hefur verið framkvæmdur fær leigusali óskoruð umráð hinnar leigðu eignar að nýju. Kostnaður Leigusali getur þurft að bera verulegan kostnað þegar bera þarf leigjanda úr hinu leigða húsnæði. Almennt eru útburðarmál á ábyrgð leigusala, en á kostnað leigjanda. Þarf leigusali að leggja út fyrir öllum kostnaði við að koma leigjandanum út. Hér undir getur fallið lögfræðikostnaður, kostnaður vegna flutningsþjónustu, svo og kostnaður vegna lásaskipta ásamt öðrum málskostnaði. Leigusali getur krafið leigjanda um greiðslu vegna þessa, en oft er í lítið eða ekkert að sækja hjá leigjanda sem ekki getur greitt leigu. Er þá yfirleitt betur heima setið en af stað farið. Trygging fyrir réttum efndum leigusamnings Í upphafi leigusambands er gríðarlega mikilvægt að leigusali tryggi sig fyrir mögulegu tjóni sem hann getur orðið fyrir vegna vanefnda leigjanda. Samkvæmt húsaleigulögum getur leigusali krafið leigjanda um tryggingu fyrir réttum efndum leigusamnings, svo sem í formi bankaábyrgðar, sjálfskuldarábyrgðar eða tryggingarfjár sem leigjandi greiðir til leigusala. Leigusali má ekki ráðstafa fénu eða taka af því án samþykkis leigjanda nema fyrir liggi endanleg niðurstaða um bótaskyldu hans. Leigusala er þó heimilt að ráðstafa fénu til greiðslu á vangoldinni leigu, bæði á leigutímanum og við lok hans. Með þessu móti getur leigusali því að einhverju leyti dekkað það tap sem hann hefur orðið fyrir við að koma leigjanda úr hinu leigða húsnæði. Tímafrekt úrræði Þegar vanskil verða á leigugreiðslum getur það í flestum tilfellum tekið nokkurn tíma að koma leigjanda úr leiguhúsnæði. Gildir þar einu þótt vanskilin séu mikil og borðleggjandi og skilyrði riftunar séu ótvíræð og augljóslega engar varnir hjá leigjanda. Þar er við málsmeðferðarreglur dómstóla og sýslumanns að sakast. Skáka sumir leigjendur í því skjóli. Í málum sem enda með útburði sýslumanns teygir málsmeðferðartíminn sig iðulega í 2-3 mánuði. Því er mjög mikilvægt að haldið sé á spöðunum þegar vanefndir verða. Í dæmaskyni má nefna að í nýlegu máli hjá Húseigendafélaginu var greiðsluáskorun send til leigjanda vegna vangoldinnar leigugreiðslu þann 23. ágúst. Yfirlýsing um riftun var send 31. ágúst. Leigjandinn sat sem fastast í húsnæðinu þrátt fyrir það og því var útburðarmál höfðað gagnvart honum 17. september. Málið var tekið fyrir hjá dómstólum tæpum mánuði síðar, eða 13. október, þar sem leigusala var gert heimilt að bera leigjanda út. Í kjölfar þess var útburðarbeiðni send til sýslumanns og útburðurinn sjálfur var svo framkvæmdur 3. nóvember. Þannig liðu 72 dagar frá því að greiðsluáskorun var send til leigjanda og þangað til leigusali hafði fengið umrætt húsnæði í hendurnar á ný. Atbeini Húseigendafélagsins Strangar kröfur eru gerðar í lögum til forms áskorana og tilkynninga og því er þýðingarmikið að sérfræðingur í slíkum málum sjái um ferlið frá upphafi til enda. Ef fundið er að formi umræddra orðsendinga fyrir dómstólum getur útburðarkröfu verið vísað frá, og þá er leigusali kominn á byrjunarreit. Húseigendafélagið hefur um árabil boðið félagsmönnum sínum upp á þá þjónustu að senda framangreindar áskoranir og tilkynningar, auk þess að höfða útburðarmál fyrir dómstólum þegar þess gerist þörf. Sú þjónusta er eftirsótt af þeim sem vilja hafa leigumálin á hreinu. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun