Skuldabréfasjóðir færa niður eignir um milljarða vegna áforma um slit á ÍL-sjóði
![Tíu stærstu skuldabréfasjóðirnir, sem fjárfesta einkum í skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs og með eignir upp á samtals um 124 milljarða, voru með um fjórðung eignasafnsins í bréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum,](https://www.visir.is/i/DD27D4D739A9C4CE1ADC05B50ED238F4BE3FAA1C7AB6E068B98DED76646B2966_713x0.jpg)
Stærstu skuldabréfasjóðir landsins, sem eru opnir öllum fjárfestum og margir hverjir með stórt hlutfall eignasafnsins bundið í íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, hafa nú þegar fært niður virði eigna sinna um marga milljarða króna eftir að fjármálaráðherra boðaði aðgerðir til að slíta ÍL-sjóði, samkvæmt greiningu Innherja. Mestu munar um tæplega fimm prósenta gengislækkun 20 milljarða ríkisskuldabréfasjóðs í stýringu Íslandssjóða í einu vetfangi sem þýddi niðurfærslu á virði eigna hans um meira en 900 milljónir.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/483142DB0B1E1D6353B89635DA343667F85220C578F7EBDECC7DB0626C5B1075_308x200.jpg)
„Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot
Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna.
![](https://www.visir.is/i/97F2C7E59E7761381A0AFA66F710BB067C4A12E9FBEA2D7AE5A17557802F980D_308x200.jpg)
Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana.