Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 08:42 Rústir húss sem eyðilagðist þegar fellibylurinn Ian gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Auknar veðuröfgar eru einn af fylgifiskum hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. AP/Jay Reeves Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að losun mannkynsins aukist um 10,6% á milli áranna 2010 og 2030 sem er engu að síður nokkuð minna en spá frá því í fyrra sem hljóðaði upp á 13,7% aukningu. Það er víðsfjarri þeim 45% samdrætti sem vísindamenn segja að þurfi að nást fyrir lok áratugsins ef loftslagsmarkmiðin eiga að halda. Áætlun nefndarinnar um tveggja og hálfrar gráðu hlýnun byggir á núverandi landsmarkmiðum ríkja um samdrátt í losun. Hún er þannig háð því að ríkin standi við þau. Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir því að ríki uppfæri reglulega landsmarkmiðin og geri þau háleitari með tímanum. „Við erum enn hvergi nærri því umfangi og hraða samdráttar í losun sem við þurfum til þess að halda hlýnun við eina og hálfa gráðu. Til þess að halda þessu markmiði á lífi verða ríkisstjórnir heims að efla aðgerðaáætlanir sínar í loftslagsmálum strax og framfylgja þeim á næstu átta árunum,“ segir Simon Stiell, framkvæmdastjóri rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Næsta stóra loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í næsta mánuði. Þar er búist við því að ríki reyni að leggja fram metnaðarfyllri aðgerðir til þess að takmarka hnattræna hlýnun. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að losun mannkynsins aukist um 10,6% á milli áranna 2010 og 2030 sem er engu að síður nokkuð minna en spá frá því í fyrra sem hljóðaði upp á 13,7% aukningu. Það er víðsfjarri þeim 45% samdrætti sem vísindamenn segja að þurfi að nást fyrir lok áratugsins ef loftslagsmarkmiðin eiga að halda. Áætlun nefndarinnar um tveggja og hálfrar gráðu hlýnun byggir á núverandi landsmarkmiðum ríkja um samdrátt í losun. Hún er þannig háð því að ríkin standi við þau. Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir því að ríki uppfæri reglulega landsmarkmiðin og geri þau háleitari með tímanum. „Við erum enn hvergi nærri því umfangi og hraða samdráttar í losun sem við þurfum til þess að halda hlýnun við eina og hálfa gráðu. Til þess að halda þessu markmiði á lífi verða ríkisstjórnir heims að efla aðgerðaáætlanir sínar í loftslagsmálum strax og framfylgja þeim á næstu átta árunum,“ segir Simon Stiell, framkvæmdastjóri rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Næsta stóra loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í næsta mánuði. Þar er búist við því að ríki reyni að leggja fram metnaðarfyllri aðgerðir til þess að takmarka hnattræna hlýnun.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira