Býst ekki við því að fá boð á Met Gala vegna ummæla um Kim Kardashian Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. október 2022 15:31 Leikkonan Lili Reinhart gagnrýndi þær aðferðir sem Kim Kardashian notaðist við til þess eins að passa í kjól. Getty/Sean Zanni/Patrick McMullan Leikkonan Lili Reinhart á ekki von á því að henni verði boðið á Met Gala tískuviðburðinn á næsta ári. Ástæðan eru ummæli sem hún lét falla um stórstjörnuna Kim Kardashian eftir viðburðinn í maí. Lili sló í gegn í unglingaþáttunum Riverdale sem hófu göngu sína á Netflix árið 2017. Síðan þá hefur hún verið ein af þeim stórstjörnum sem fá boð á Met Gala, einn stærsta tískuviðburð í heimi, sem haldinn er í maí á ári hverju. Lili telur þó að hún hafi nú farið á sitt síðasta Met Gala. „Þetta var gaman. En eftir að hafa mætt á viðburðinn á þessu ári, held ég að mér verði ekki boðið aftur. Ég lét ákveðin orð falla um ákveðna manneskju í ákveðnum kjól,“ sagði Lili í viðtali við W Magazine og á hún þar við Kim Kardashian. Kim sagði frá því að hún hafi misst rúmlega 7 kíló á þremur vikum fyrir Met Gala viðburðinn í vor, til þess að passa í hinn goðsagnakenndakjól sem Marilyn Monroe klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy árið 1962. „Fáfræðin er viðbjóðsleg“ „Ég fór í svitagalla tvisvar á dag, fór á hlaupabrettið, tók alveg út allan sykur og öll kolvetni og borðaði bara alveg hreint grænmeti og prótein,“ sagði Kim um það hvernig hún fór að því að missa öll þessi kíló á svona stuttum tíma. Riverdale stjörnunni blöskraði þessar aðferðir Kim og ræddi málið við fylgjendur sína á Instagram, án þess þó að nefna Kim á nafn. „Að viðurkenna það opinberlega að þú hafir svelt þig í þágu Met Gala, þegar þú ert fullmeðvituð um að milljónir ungra manna og kvenna líta upp til þín og taka mark á hverju einasta orði sem þú segir. Fáfræðin er viðbjóðsleg,“ sagði Lili á Instagram. Sér ekki eftir einu orði Þrátt fyrir að þessi ummæli gætu orðið til þess að Lili fái aldrei aftur boð á einn stærsta tískuviðburð í heimi, segist hún ekki sjá eftir neinu. „Ég hef alltaf viljað standa fyrir einhverju. Þó svo að ég fíli það ekki að ein athugasemd frá mér verði að sautján greinum í People tímaritinu, þá ofhugsa ég aldrei það sem ég pósta. Ef það er 100% í samræmi við það hvernig mér líður, þá myndi ég segja hlutina sama hvort ég væri með 100 fylgjendur eða 100 milljón fylgjendur.“ Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Lili sló í gegn í unglingaþáttunum Riverdale sem hófu göngu sína á Netflix árið 2017. Síðan þá hefur hún verið ein af þeim stórstjörnum sem fá boð á Met Gala, einn stærsta tískuviðburð í heimi, sem haldinn er í maí á ári hverju. Lili telur þó að hún hafi nú farið á sitt síðasta Met Gala. „Þetta var gaman. En eftir að hafa mætt á viðburðinn á þessu ári, held ég að mér verði ekki boðið aftur. Ég lét ákveðin orð falla um ákveðna manneskju í ákveðnum kjól,“ sagði Lili í viðtali við W Magazine og á hún þar við Kim Kardashian. Kim sagði frá því að hún hafi misst rúmlega 7 kíló á þremur vikum fyrir Met Gala viðburðinn í vor, til þess að passa í hinn goðsagnakenndakjól sem Marilyn Monroe klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy árið 1962. „Fáfræðin er viðbjóðsleg“ „Ég fór í svitagalla tvisvar á dag, fór á hlaupabrettið, tók alveg út allan sykur og öll kolvetni og borðaði bara alveg hreint grænmeti og prótein,“ sagði Kim um það hvernig hún fór að því að missa öll þessi kíló á svona stuttum tíma. Riverdale stjörnunni blöskraði þessar aðferðir Kim og ræddi málið við fylgjendur sína á Instagram, án þess þó að nefna Kim á nafn. „Að viðurkenna það opinberlega að þú hafir svelt þig í þágu Met Gala, þegar þú ert fullmeðvituð um að milljónir ungra manna og kvenna líta upp til þín og taka mark á hverju einasta orði sem þú segir. Fáfræðin er viðbjóðsleg,“ sagði Lili á Instagram. Sér ekki eftir einu orði Þrátt fyrir að þessi ummæli gætu orðið til þess að Lili fái aldrei aftur boð á einn stærsta tískuviðburð í heimi, segist hún ekki sjá eftir neinu. „Ég hef alltaf viljað standa fyrir einhverju. Þó svo að ég fíli það ekki að ein athugasemd frá mér verði að sautján greinum í People tímaritinu, þá ofhugsa ég aldrei það sem ég pósta. Ef það er 100% í samræmi við það hvernig mér líður, þá myndi ég segja hlutina sama hvort ég væri með 100 fylgjendur eða 100 milljón fylgjendur.“
Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31
Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04