Hagnaður Meta dróst saman um helming Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2022 12:16 AP/Michael Dwyer Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár. Í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í gær kom meðal annars fram að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á milli ára og var það annar ársfjórðungurinn í röð sem það gerist. Í kjölfarið lækkaði virði hlutabréfa Meta töluvert. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en það er samdráttur um 52 prósent frá sama fjórðungi í fyrra, þegar hagnaðurinn var 9,2 milljarðar. Bloomberg segir að virði Meta hafi dregist saman um heila 520 milljarða dala á einungis einu ári og félagið gæti verið nærri því að detta úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna. Daglegir notendur Facebbok í september voru 1,98 milljarðar og mánaðarlegir notendur 2,96 milljarðar. Daglegir notendur allra miðla Meta í mánuðinum voru 2,93 milljarðar og mánaðarlegir voru 3,71 milljarðar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Meta, segir notendur aldrei hafa verið fleiri. Áhugasamir geta kynnt sér ársfjórðungsuppgjörið nánar hér á vef Meta og má hlusta á uppgjörskynninguna hér. Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Meta standi frammi fyrir ýmsum vandamálum. Þar á meðal sé versnandi efnahagsástand, aukin samkeppni frá öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og breytingar á auglýsingakerfi Apple, sem hefur komið niður á auglýsingatekjum META. Margir í svipuðum sporum Mörg af stærstu tæknifyrirtækjum Bandaríkjanna eiga í sambærilegum vandræðum eftir mikil vaxtarár á tímum Covid. Forsvarsmenn Google opinberuðu til að mynda mikla lækkun í hagnaði og það sama má segja um Microsoft þar sem spáð var ástandið myndi ekki skána á næsta ári. Þá hafa forsvarsmenn Amazon sagt að verið sé að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Í frétt New York Times segir þó að forsvarsmenn flestra fyrirtækja vildu eiga við sambærileg vandamál og stærstu tæknifyrirtækin. Google og Microsoft hafi til að mynda hagnast um 31,5 milljarð dala á þriðja ársfjórðungi þessa árs og búist sé við því að Apple opinberi rúmlega tuttugu milljarða hagnað á morgun. NYT segir að þó fyrirtækin hagnist á tá og fingri, ef svo má segja, sýni samdráttur í tekjum þeirra fram á ákveðin veikleika í hagkerfinu. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafi í raun ekki fundið nýjar tekjuleiðir í fjölmörg ár þrátt fyrir mikla fjárfestingu. Google og Meta hagnist enn mest á auglýsingum og Apple á sölu iPhone-síma. Meta Google Apple Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í gær kom meðal annars fram að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á milli ára og var það annar ársfjórðungurinn í röð sem það gerist. Í kjölfarið lækkaði virði hlutabréfa Meta töluvert. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en það er samdráttur um 52 prósent frá sama fjórðungi í fyrra, þegar hagnaðurinn var 9,2 milljarðar. Bloomberg segir að virði Meta hafi dregist saman um heila 520 milljarða dala á einungis einu ári og félagið gæti verið nærri því að detta úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna. Daglegir notendur Facebbok í september voru 1,98 milljarðar og mánaðarlegir notendur 2,96 milljarðar. Daglegir notendur allra miðla Meta í mánuðinum voru 2,93 milljarðar og mánaðarlegir voru 3,71 milljarðar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Meta, segir notendur aldrei hafa verið fleiri. Áhugasamir geta kynnt sér ársfjórðungsuppgjörið nánar hér á vef Meta og má hlusta á uppgjörskynninguna hér. Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Meta standi frammi fyrir ýmsum vandamálum. Þar á meðal sé versnandi efnahagsástand, aukin samkeppni frá öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og breytingar á auglýsingakerfi Apple, sem hefur komið niður á auglýsingatekjum META. Margir í svipuðum sporum Mörg af stærstu tæknifyrirtækjum Bandaríkjanna eiga í sambærilegum vandræðum eftir mikil vaxtarár á tímum Covid. Forsvarsmenn Google opinberuðu til að mynda mikla lækkun í hagnaði og það sama má segja um Microsoft þar sem spáð var ástandið myndi ekki skána á næsta ári. Þá hafa forsvarsmenn Amazon sagt að verið sé að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Í frétt New York Times segir þó að forsvarsmenn flestra fyrirtækja vildu eiga við sambærileg vandamál og stærstu tæknifyrirtækin. Google og Microsoft hafi til að mynda hagnast um 31,5 milljarð dala á þriðja ársfjórðungi þessa árs og búist sé við því að Apple opinberi rúmlega tuttugu milljarða hagnað á morgun. NYT segir að þó fyrirtækin hagnist á tá og fingri, ef svo má segja, sýni samdráttur í tekjum þeirra fram á ákveðin veikleika í hagkerfinu. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafi í raun ekki fundið nýjar tekjuleiðir í fjölmörg ár þrátt fyrir mikla fjárfestingu. Google og Meta hagnist enn mest á auglýsingum og Apple á sölu iPhone-síma.
Meta Google Apple Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira