„Svona gera bara trúðar“ Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2022 07:32 Cristiano Ronaldo þekkir það að vera ungur að gera brellur á Old Trafford sem ekki allir eru hrifnir af. Hér kemur hann skilaboðum til Antony fyrir leikinn við Sheriff í gær. Getty/Simon Stacpoole Paul Scholes sakaði Antony um trúðslæti eftir að Brasilíumaðurinn ungi tók snúning með boltann, sem hann er þekktur fyrir, í 3-0 sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í fótbolta. Antony, kom til United í byrjun september frá Ajax, sýndi áhorfendum á Old Trafford í gær Anturny-snúninginn sinn í fyrri hálfleik, í stöðunni 0-0. Hann dregur þá boltann í hring í kringum hægri fótinn sinn, í einni hreyfingu. Scholes, sem er goðsögn í sögu United, var alls ekki hrifinn af tilburðum Antony og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagðist mögulega þurfa að koma ákveðnum skilaboðum til kantmannsins. „Ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé einhver brella, er það? Er þetta hans einkennismerki? Ég held að hann þurfi eitthvað betra. Hann þarf að finna eitthvað skemmtilegra,“ sagði Scholes eftir leik í beinni útsendingu á BT Sport. pic.twitter.com/bk6imOUoS9— MComps305 (@comps305) October 27, 2022 „Ég held að þessi þjóð vilji ekki sjá þetta. Vill einhver þjóð það, jafnvel Brasilía? Brasilíumenn vilja ekki sjá þetta, er það? Ajax í Hollandi, vilja þeir sjá þetta? Ég hef gaman af brellum en mér finnst þetta bara hvorki vera brella né skemmtun. Svona gera bara trúðar, er það ekki?“ sagði Scholes. Ekkert út á þetta að setja ef brellan virkar Ten Hag sást hrista hausinn eftir tilburði Antony sem var svo skipt af velli í hálfleik. Lisandro Martinez var þá einnig skipt af velli og ástæðan mun hafa verið sú að gefa leikmönnum hvíld en United mætir West Ham á sunnudaginn. „Ég hef ekkert út á þetta [brellu Antony] að setja svo lengi sem að hún virkar,“ sagði Ten Hag eftir leik. „Ég ætlast til meira af honum – fleiri hlaup á bakvið vörnina, að hann sé oftar í teignum og spili oftar inn í vasann. Það er fínt að gera svona brellur þegar þær virka. Ef að þú missir ekki boltann er það í lagi en ef að þetta er brella bara til að gera brellu þá mun ég leiðrétta það við hann,“ sagði Ten Hag. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Antony, kom til United í byrjun september frá Ajax, sýndi áhorfendum á Old Trafford í gær Anturny-snúninginn sinn í fyrri hálfleik, í stöðunni 0-0. Hann dregur þá boltann í hring í kringum hægri fótinn sinn, í einni hreyfingu. Scholes, sem er goðsögn í sögu United, var alls ekki hrifinn af tilburðum Antony og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagðist mögulega þurfa að koma ákveðnum skilaboðum til kantmannsins. „Ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé einhver brella, er það? Er þetta hans einkennismerki? Ég held að hann þurfi eitthvað betra. Hann þarf að finna eitthvað skemmtilegra,“ sagði Scholes eftir leik í beinni útsendingu á BT Sport. pic.twitter.com/bk6imOUoS9— MComps305 (@comps305) October 27, 2022 „Ég held að þessi þjóð vilji ekki sjá þetta. Vill einhver þjóð það, jafnvel Brasilía? Brasilíumenn vilja ekki sjá þetta, er það? Ajax í Hollandi, vilja þeir sjá þetta? Ég hef gaman af brellum en mér finnst þetta bara hvorki vera brella né skemmtun. Svona gera bara trúðar, er það ekki?“ sagði Scholes. Ekkert út á þetta að setja ef brellan virkar Ten Hag sást hrista hausinn eftir tilburði Antony sem var svo skipt af velli í hálfleik. Lisandro Martinez var þá einnig skipt af velli og ástæðan mun hafa verið sú að gefa leikmönnum hvíld en United mætir West Ham á sunnudaginn. „Ég hef ekkert út á þetta [brellu Antony] að setja svo lengi sem að hún virkar,“ sagði Ten Hag eftir leik. „Ég ætlast til meira af honum – fleiri hlaup á bakvið vörnina, að hann sé oftar í teignum og spili oftar inn í vasann. Það er fínt að gera svona brellur þegar þær virka. Ef að þú missir ekki boltann er það í lagi en ef að þetta er brella bara til að gera brellu þá mun ég leiðrétta það við hann,“ sagði Ten Hag.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira