Svandís dregur svar sitt um erfðablöndun eldislaxa og villtra til baka Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2022 10:27 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra brást skjótt við ábendingum og dró svar sitt þess efnis að ekki séu nein staðfest dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra íslenskra laxa. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gefið út tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins þar sem hún leiðréttir svar við fyrirspurn Brynju Dan Gunnarsdóttur þess efnis að ekki séu staðfest tilvik um erfðablöndun eldislaxa og villtra. Það sé rangt. Fyrirspurn Brynju Dan var í fjórum liðum og sneri einn að erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og svo villtra laxastofna; hvort ráðherra teldi þörf á að bregðast við því með einhverjum hætti? Hvort staðan sé ásættanleg svo sem að teknu tilliti til dýravelferðar? Erfðablöndun náttúrulegra laxastofna og eldisfiska þýðir að stofnarnir missa eiginleika sem þeir hafa þróað í árþúsundir til að lifa af við aðstæður bæði í uppeldisám sínum og svo við skilyrði sem þeim eru búin þegar þeir ganga til hafs. Ekki þarf að leikslokum að spyrja: Þeir stofnar verða þar með útdauðir í náinni framtíð. Vísir greindi frá því í nóvember í fyrra að slík tilvik eru staðfest. Það hafa rannsóknir Jóhannesar Sturlaugssonar líffræðings, eins okkar fremsta sérfræðings í ferskvatnsfiskum, staðfest. Enda ætti þetta ætti ekki að þurfa að koma á óvart, margoft hefur verið greint frá því að lax hefur sloppið í stórum stíl úr sjókvíum og íslenski laxastofninn væri þá eini sinnar tegundar sem væri ekki útsettur fyrir slíkri erfðablöndun. Fyrirbærið er þekkt til að mynda á Skotlandi og í Noregi þar sem sjókvíaeldi hefur verið stundað. Svarið dregið til baka en málið er í starfshópi Vísir ræddi við Jóhannes í fyrra um rannsóknir hans í Fífudalsá í Arnarfirði sem spurði þá meðal annars hvernig það megi vera að ráðamenn skelli skollaeyrum við þessari staðreynd? Þessi frétt hefur farið fram hjá ráðherra og Jóhannes rak upp stór augu í gær þegar greint var frá svari Svandísar við spurningunni: „Ekki staðfest erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum“. Jóhannes brást við með því að rita ráðherra afdráttarlaust bréf og fara fram á fund með Svandísi; hún gegnir forsvari í málaflokknum og þá með það fyrir augum að koma á framfæri upplýsingum um hvernig bæta megi opinbera stjórnsýslu er tekur til eldis á laxi í opnum sjókvíum hér við land. Í samtali við Vísi í gær sagði Jóhannes að ef það er svo að stjórnvöld telji forsvaranlegt að fórna villta laxastofninum við Ísland, þá verði menn bara að segja það. Í yfirlýsingu Svandísar nú segir að í ljós hafi komið að svarið við fyrirspurn Brynju Dan hafi ekki verið byggt á nægilega tryggum upplýsingum. „Fram kom í svarinu að erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum hafi ekki verið staðfest. Það er rangt.“ Nú er unnið að því að uppfæra svar við fyrirspurninni og verður það svar sent Alþingi í dag. Þá er áréttað að ráðherra hafi „ákveðið að stofna starfshóp sem mun yfirfara þær reglur sem gilda hérlendis og þá ferla og framkvæmd sem er til staðar, en jafnframt afla gagna um reglur og framkvæmd þeirra í Noregi og Færeyjum. Hópurinn mun gera tillögur að endurskoðuðum reglum og verkferlum.“ Furða sig á afstöðu Hafró Mál þetta kom til umfjöllunar á Facebook-síðu sem samtökin Icelandic Wildlife Fund halda úti en þau berjast fyrir vernd íslenska laxastofnsins. Þar segir í pistli að svar Svandísar varpi kastljósi á áhættumat erfðablöndunar, sem sérfræðingar Hafrannsóknastofunnar eru höfundar að. „Í því er að finna hið lagatæknilega hugtak „laxveiðiár“. Það hugtak nær hins vegar alls ekki yfir allar ár sem villtir laxastofnar eiga í heimkynni sín á Íslandi heldur einungis tilteknar ár sem landeigendur hafa stofnað um veiðifélög.“ Þá segir að samtökin hafi ítrekað bent á í ýmsum umsögnum til opinberra stofnana að með því að halda utan áhættumats öðrum ám með villtum laxi en „veiðifélagsám“ hafi Hafrannsóknarstofnun „ákveðið að í lagi sé að fórna á altari sjókvíaeldisins þeim villtu laxastofnum sem þar eiga sín óðul.“ Pistlahöfundur IWF gerir því skóna að svar Svandísar, sem byggir á upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, bendi til þess að innan stofnunarinnar sé klofningur. Fiskeldi Lax Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagasamtök Tengdar fréttir Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til. 5. nóvember 2021 16:25 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Fyrirspurn Brynju Dan var í fjórum liðum og sneri einn að erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og svo villtra laxastofna; hvort ráðherra teldi þörf á að bregðast við því með einhverjum hætti? Hvort staðan sé ásættanleg svo sem að teknu tilliti til dýravelferðar? Erfðablöndun náttúrulegra laxastofna og eldisfiska þýðir að stofnarnir missa eiginleika sem þeir hafa þróað í árþúsundir til að lifa af við aðstæður bæði í uppeldisám sínum og svo við skilyrði sem þeim eru búin þegar þeir ganga til hafs. Ekki þarf að leikslokum að spyrja: Þeir stofnar verða þar með útdauðir í náinni framtíð. Vísir greindi frá því í nóvember í fyrra að slík tilvik eru staðfest. Það hafa rannsóknir Jóhannesar Sturlaugssonar líffræðings, eins okkar fremsta sérfræðings í ferskvatnsfiskum, staðfest. Enda ætti þetta ætti ekki að þurfa að koma á óvart, margoft hefur verið greint frá því að lax hefur sloppið í stórum stíl úr sjókvíum og íslenski laxastofninn væri þá eini sinnar tegundar sem væri ekki útsettur fyrir slíkri erfðablöndun. Fyrirbærið er þekkt til að mynda á Skotlandi og í Noregi þar sem sjókvíaeldi hefur verið stundað. Svarið dregið til baka en málið er í starfshópi Vísir ræddi við Jóhannes í fyrra um rannsóknir hans í Fífudalsá í Arnarfirði sem spurði þá meðal annars hvernig það megi vera að ráðamenn skelli skollaeyrum við þessari staðreynd? Þessi frétt hefur farið fram hjá ráðherra og Jóhannes rak upp stór augu í gær þegar greint var frá svari Svandísar við spurningunni: „Ekki staðfest erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum“. Jóhannes brást við með því að rita ráðherra afdráttarlaust bréf og fara fram á fund með Svandísi; hún gegnir forsvari í málaflokknum og þá með það fyrir augum að koma á framfæri upplýsingum um hvernig bæta megi opinbera stjórnsýslu er tekur til eldis á laxi í opnum sjókvíum hér við land. Í samtali við Vísi í gær sagði Jóhannes að ef það er svo að stjórnvöld telji forsvaranlegt að fórna villta laxastofninum við Ísland, þá verði menn bara að segja það. Í yfirlýsingu Svandísar nú segir að í ljós hafi komið að svarið við fyrirspurn Brynju Dan hafi ekki verið byggt á nægilega tryggum upplýsingum. „Fram kom í svarinu að erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum hafi ekki verið staðfest. Það er rangt.“ Nú er unnið að því að uppfæra svar við fyrirspurninni og verður það svar sent Alþingi í dag. Þá er áréttað að ráðherra hafi „ákveðið að stofna starfshóp sem mun yfirfara þær reglur sem gilda hérlendis og þá ferla og framkvæmd sem er til staðar, en jafnframt afla gagna um reglur og framkvæmd þeirra í Noregi og Færeyjum. Hópurinn mun gera tillögur að endurskoðuðum reglum og verkferlum.“ Furða sig á afstöðu Hafró Mál þetta kom til umfjöllunar á Facebook-síðu sem samtökin Icelandic Wildlife Fund halda úti en þau berjast fyrir vernd íslenska laxastofnsins. Þar segir í pistli að svar Svandísar varpi kastljósi á áhættumat erfðablöndunar, sem sérfræðingar Hafrannsóknastofunnar eru höfundar að. „Í því er að finna hið lagatæknilega hugtak „laxveiðiár“. Það hugtak nær hins vegar alls ekki yfir allar ár sem villtir laxastofnar eiga í heimkynni sín á Íslandi heldur einungis tilteknar ár sem landeigendur hafa stofnað um veiðifélög.“ Þá segir að samtökin hafi ítrekað bent á í ýmsum umsögnum til opinberra stofnana að með því að halda utan áhættumats öðrum ám með villtum laxi en „veiðifélagsám“ hafi Hafrannsóknarstofnun „ákveðið að í lagi sé að fórna á altari sjókvíaeldisins þeim villtu laxastofnum sem þar eiga sín óðul.“ Pistlahöfundur IWF gerir því skóna að svar Svandísar, sem byggir á upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, bendi til þess að innan stofnunarinnar sé klofningur.
Fiskeldi Lax Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagasamtök Tengdar fréttir Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til. 5. nóvember 2021 16:25 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til. 5. nóvember 2021 16:25