Svandís dregur svar sitt um erfðablöndun eldislaxa og villtra til baka Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2022 10:27 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra brást skjótt við ábendingum og dró svar sitt þess efnis að ekki séu nein staðfest dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra íslenskra laxa. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gefið út tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins þar sem hún leiðréttir svar við fyrirspurn Brynju Dan Gunnarsdóttur þess efnis að ekki séu staðfest tilvik um erfðablöndun eldislaxa og villtra. Það sé rangt. Fyrirspurn Brynju Dan var í fjórum liðum og sneri einn að erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og svo villtra laxastofna; hvort ráðherra teldi þörf á að bregðast við því með einhverjum hætti? Hvort staðan sé ásættanleg svo sem að teknu tilliti til dýravelferðar? Erfðablöndun náttúrulegra laxastofna og eldisfiska þýðir að stofnarnir missa eiginleika sem þeir hafa þróað í árþúsundir til að lifa af við aðstæður bæði í uppeldisám sínum og svo við skilyrði sem þeim eru búin þegar þeir ganga til hafs. Ekki þarf að leikslokum að spyrja: Þeir stofnar verða þar með útdauðir í náinni framtíð. Vísir greindi frá því í nóvember í fyrra að slík tilvik eru staðfest. Það hafa rannsóknir Jóhannesar Sturlaugssonar líffræðings, eins okkar fremsta sérfræðings í ferskvatnsfiskum, staðfest. Enda ætti þetta ætti ekki að þurfa að koma á óvart, margoft hefur verið greint frá því að lax hefur sloppið í stórum stíl úr sjókvíum og íslenski laxastofninn væri þá eini sinnar tegundar sem væri ekki útsettur fyrir slíkri erfðablöndun. Fyrirbærið er þekkt til að mynda á Skotlandi og í Noregi þar sem sjókvíaeldi hefur verið stundað. Svarið dregið til baka en málið er í starfshópi Vísir ræddi við Jóhannes í fyrra um rannsóknir hans í Fífudalsá í Arnarfirði sem spurði þá meðal annars hvernig það megi vera að ráðamenn skelli skollaeyrum við þessari staðreynd? Þessi frétt hefur farið fram hjá ráðherra og Jóhannes rak upp stór augu í gær þegar greint var frá svari Svandísar við spurningunni: „Ekki staðfest erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum“. Jóhannes brást við með því að rita ráðherra afdráttarlaust bréf og fara fram á fund með Svandísi; hún gegnir forsvari í málaflokknum og þá með það fyrir augum að koma á framfæri upplýsingum um hvernig bæta megi opinbera stjórnsýslu er tekur til eldis á laxi í opnum sjókvíum hér við land. Í samtali við Vísi í gær sagði Jóhannes að ef það er svo að stjórnvöld telji forsvaranlegt að fórna villta laxastofninum við Ísland, þá verði menn bara að segja það. Í yfirlýsingu Svandísar nú segir að í ljós hafi komið að svarið við fyrirspurn Brynju Dan hafi ekki verið byggt á nægilega tryggum upplýsingum. „Fram kom í svarinu að erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum hafi ekki verið staðfest. Það er rangt.“ Nú er unnið að því að uppfæra svar við fyrirspurninni og verður það svar sent Alþingi í dag. Þá er áréttað að ráðherra hafi „ákveðið að stofna starfshóp sem mun yfirfara þær reglur sem gilda hérlendis og þá ferla og framkvæmd sem er til staðar, en jafnframt afla gagna um reglur og framkvæmd þeirra í Noregi og Færeyjum. Hópurinn mun gera tillögur að endurskoðuðum reglum og verkferlum.“ Furða sig á afstöðu Hafró Mál þetta kom til umfjöllunar á Facebook-síðu sem samtökin Icelandic Wildlife Fund halda úti en þau berjast fyrir vernd íslenska laxastofnsins. Þar segir í pistli að svar Svandísar varpi kastljósi á áhættumat erfðablöndunar, sem sérfræðingar Hafrannsóknastofunnar eru höfundar að. „Í því er að finna hið lagatæknilega hugtak „laxveiðiár“. Það hugtak nær hins vegar alls ekki yfir allar ár sem villtir laxastofnar eiga í heimkynni sín á Íslandi heldur einungis tilteknar ár sem landeigendur hafa stofnað um veiðifélög.“ Þá segir að samtökin hafi ítrekað bent á í ýmsum umsögnum til opinberra stofnana að með því að halda utan áhættumats öðrum ám með villtum laxi en „veiðifélagsám“ hafi Hafrannsóknarstofnun „ákveðið að í lagi sé að fórna á altari sjókvíaeldisins þeim villtu laxastofnum sem þar eiga sín óðul.“ Pistlahöfundur IWF gerir því skóna að svar Svandísar, sem byggir á upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, bendi til þess að innan stofnunarinnar sé klofningur. Fiskeldi Lax Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagasamtök Tengdar fréttir Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til. 5. nóvember 2021 16:25 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Fyrirspurn Brynju Dan var í fjórum liðum og sneri einn að erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og svo villtra laxastofna; hvort ráðherra teldi þörf á að bregðast við því með einhverjum hætti? Hvort staðan sé ásættanleg svo sem að teknu tilliti til dýravelferðar? Erfðablöndun náttúrulegra laxastofna og eldisfiska þýðir að stofnarnir missa eiginleika sem þeir hafa þróað í árþúsundir til að lifa af við aðstæður bæði í uppeldisám sínum og svo við skilyrði sem þeim eru búin þegar þeir ganga til hafs. Ekki þarf að leikslokum að spyrja: Þeir stofnar verða þar með útdauðir í náinni framtíð. Vísir greindi frá því í nóvember í fyrra að slík tilvik eru staðfest. Það hafa rannsóknir Jóhannesar Sturlaugssonar líffræðings, eins okkar fremsta sérfræðings í ferskvatnsfiskum, staðfest. Enda ætti þetta ætti ekki að þurfa að koma á óvart, margoft hefur verið greint frá því að lax hefur sloppið í stórum stíl úr sjókvíum og íslenski laxastofninn væri þá eini sinnar tegundar sem væri ekki útsettur fyrir slíkri erfðablöndun. Fyrirbærið er þekkt til að mynda á Skotlandi og í Noregi þar sem sjókvíaeldi hefur verið stundað. Svarið dregið til baka en málið er í starfshópi Vísir ræddi við Jóhannes í fyrra um rannsóknir hans í Fífudalsá í Arnarfirði sem spurði þá meðal annars hvernig það megi vera að ráðamenn skelli skollaeyrum við þessari staðreynd? Þessi frétt hefur farið fram hjá ráðherra og Jóhannes rak upp stór augu í gær þegar greint var frá svari Svandísar við spurningunni: „Ekki staðfest erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum“. Jóhannes brást við með því að rita ráðherra afdráttarlaust bréf og fara fram á fund með Svandísi; hún gegnir forsvari í málaflokknum og þá með það fyrir augum að koma á framfæri upplýsingum um hvernig bæta megi opinbera stjórnsýslu er tekur til eldis á laxi í opnum sjókvíum hér við land. Í samtali við Vísi í gær sagði Jóhannes að ef það er svo að stjórnvöld telji forsvaranlegt að fórna villta laxastofninum við Ísland, þá verði menn bara að segja það. Í yfirlýsingu Svandísar nú segir að í ljós hafi komið að svarið við fyrirspurn Brynju Dan hafi ekki verið byggt á nægilega tryggum upplýsingum. „Fram kom í svarinu að erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum hafi ekki verið staðfest. Það er rangt.“ Nú er unnið að því að uppfæra svar við fyrirspurninni og verður það svar sent Alþingi í dag. Þá er áréttað að ráðherra hafi „ákveðið að stofna starfshóp sem mun yfirfara þær reglur sem gilda hérlendis og þá ferla og framkvæmd sem er til staðar, en jafnframt afla gagna um reglur og framkvæmd þeirra í Noregi og Færeyjum. Hópurinn mun gera tillögur að endurskoðuðum reglum og verkferlum.“ Furða sig á afstöðu Hafró Mál þetta kom til umfjöllunar á Facebook-síðu sem samtökin Icelandic Wildlife Fund halda úti en þau berjast fyrir vernd íslenska laxastofnsins. Þar segir í pistli að svar Svandísar varpi kastljósi á áhættumat erfðablöndunar, sem sérfræðingar Hafrannsóknastofunnar eru höfundar að. „Í því er að finna hið lagatæknilega hugtak „laxveiðiár“. Það hugtak nær hins vegar alls ekki yfir allar ár sem villtir laxastofnar eiga í heimkynni sín á Íslandi heldur einungis tilteknar ár sem landeigendur hafa stofnað um veiðifélög.“ Þá segir að samtökin hafi ítrekað bent á í ýmsum umsögnum til opinberra stofnana að með því að halda utan áhættumats öðrum ám með villtum laxi en „veiðifélagsám“ hafi Hafrannsóknarstofnun „ákveðið að í lagi sé að fórna á altari sjókvíaeldisins þeim villtu laxastofnum sem þar eiga sín óðul.“ Pistlahöfundur IWF gerir því skóna að svar Svandísar, sem byggir á upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, bendi til þess að innan stofnunarinnar sé klofningur.
Fiskeldi Lax Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagasamtök Tengdar fréttir Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til. 5. nóvember 2021 16:25 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til. 5. nóvember 2021 16:25