Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 09:18 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Nick Wagner Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki. Í færslum á eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Arthur Engoron, dómari, væri grimmur, hlutdrægur og kvikindislegur. Einungis nokkrir dagar eru í að málaferlin í því máli, sem snýr að því að Trump og börn hans hafa verið sökuð um fjársvik og sakaði Trump dómarann um að taka þátt í ráðabruggi kommúnista um að taka yfir fyrirtæki hans. Réttarhöldin eiga að hefjast á fimmtudaginn og þá mun Engoron taka fyrir beiðni saksóknara um að óháður aðili verði fenginn til að vakta Trump Organization vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Þá hefjast opnunarræður í málaferlum vegna meintra skattsvika fyrirtækis Trump á mánudaginn. Trump, sem þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn í kosningunum árið 2024, kvartaði einnig í áðurnefndar færslur á Truth Social yfir því að hann þyrfti að standa í málaferlum í kringum þingkosningarnar sem fara fram þann 8. Október. Repúblikanar þykja líklegir til að taka yfir stjórn beggja deilda Bandaríkjaþings í kosningunum. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Trump hélt því fram að samkvæmt óskrifuðum reglum varðandi mál sem tengjast stjórnmálum séu ekki tekin fyrir þegar svo stutt er í kosningar. Með því að neita kröfum Trump við frest væru dómarar málanna að brjóta gegn langstandandi og kröftugri hefð. Hann ýjaði einnig að því að dómararnir væru að brjóta gegn óskrifuðum reglum og lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að Engoron hafi komið að nokkrum öðrum málum gegn Trump og hafi ítrekað úrskurðað gegn honum. Hann hafi meðal dæmt hann fyrir að vanvirða dóm og sektað Trump fyrir að draga lappirnar varðandi afhendingu gagna. Engoron þvingaði Trump einnig til að bera vitni í einu máli þar sem Trump neitaði rúmlega fjögur hundruð sinnum að svara spurningum saksóknara og nýtti sér rétt Bandaríkjamanna til að sakbenda ekki sjálfa sig. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Í færslum á eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Arthur Engoron, dómari, væri grimmur, hlutdrægur og kvikindislegur. Einungis nokkrir dagar eru í að málaferlin í því máli, sem snýr að því að Trump og börn hans hafa verið sökuð um fjársvik og sakaði Trump dómarann um að taka þátt í ráðabruggi kommúnista um að taka yfir fyrirtæki hans. Réttarhöldin eiga að hefjast á fimmtudaginn og þá mun Engoron taka fyrir beiðni saksóknara um að óháður aðili verði fenginn til að vakta Trump Organization vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Þá hefjast opnunarræður í málaferlum vegna meintra skattsvika fyrirtækis Trump á mánudaginn. Trump, sem þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn í kosningunum árið 2024, kvartaði einnig í áðurnefndar færslur á Truth Social yfir því að hann þyrfti að standa í málaferlum í kringum þingkosningarnar sem fara fram þann 8. Október. Repúblikanar þykja líklegir til að taka yfir stjórn beggja deilda Bandaríkjaþings í kosningunum. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Trump hélt því fram að samkvæmt óskrifuðum reglum varðandi mál sem tengjast stjórnmálum séu ekki tekin fyrir þegar svo stutt er í kosningar. Með því að neita kröfum Trump við frest væru dómarar málanna að brjóta gegn langstandandi og kröftugri hefð. Hann ýjaði einnig að því að dómararnir væru að brjóta gegn óskrifuðum reglum og lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að Engoron hafi komið að nokkrum öðrum málum gegn Trump og hafi ítrekað úrskurðað gegn honum. Hann hafi meðal dæmt hann fyrir að vanvirða dóm og sektað Trump fyrir að draga lappirnar varðandi afhendingu gagna. Engoron þvingaði Trump einnig til að bera vitni í einu máli þar sem Trump neitaði rúmlega fjögur hundruð sinnum að svara spurningum saksóknara og nýtti sér rétt Bandaríkjamanna til að sakbenda ekki sjálfa sig.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42