Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2022 10:16 Kosningarnar hafa að miklu leyti snúist um Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. AP/Maya Alerruzzo Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. Þrátt fyrir hækkandi kostnað í Ísrael og aukna spennu milli ríkisins og Íran er eitt helsta kosningamálið Benjamín Netanahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna og gæti komist aftur til valda. Hann stendur þó frammi fyrir ákærum vegna spillingar. Þegar hann greiddi atkvæði í morgun hvatti hann alla til að taka þátt og sagði það mikil forréttindi. „Ég er smá áhyggjufullur,“ sagði Netanjahú. „En með hjálp allra þeirra sem heyra í okkur, vonast ég til þess að enda daginn brosandi.“ Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar hann kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. „Kjósið vel og megi lukkan vera með okkur öllum,“ sagði Lapid. Sjá einnig: Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Times of Israel segir 6,8 milljónir Ísraelsmanna á kjörskrá. Fyrstu kjörsóknartölur gefa til kynna að 15,9 prósent kjósenda hafi kosið fyrir klukkan tíu að staðartíma og hefur kjörsóknin ekki verið meiri frá 1981. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Kannanir gefa til kynna að helstu fylkingar Ísraels muni eiga erfitt með að ná meirihluta. Fylking Netanjahús, hefur samkvæmt TOI, mælst reglulega með tæplega sextíu þingmenn og jafnvel 61 en fylking Lapids hefur aldrei mælst með fleiri en 56 þingmenn. Itamar Ben Gvir, segist vilja mynda hægri ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir þykir öfgafullur en hann hefur bætt við sig fylgi að undanförnu.AP/Tsafrir Abayov Gætu myndað öfgafyllstu ríkisstjórnina hingað til AP fréttveitan segir að hinn hægri sinnaði Itamar Ben-Gvir sé líklegur til að hrista upp í hlutunum í Ísrael. Hann hefur verið að mælast vel í kosningum og bæta við sig fylgi á lokametrunum. Þegar hann greiddi atkvæði sitt í morgun hét hann því að hjálpa Netanjahú að mynda hægri sinnaða ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir er lögmaður og hefur skapað sér feril með því að verja ísraelska öfgamenn og hefur kallað eftir því að arabar sem ekki þykja „hliðhollir Ísrael“ verði reknir úr landi. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem, fyrir að munda skammbyssu og öskra á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum. Flokkur hans gæti unnið allt að fjórtán sæti á þinginu, miðað við kannanir, og gæti þannig orðið þriðji stærsti flokkurinn. Ben-Gvir þykir mikill harðlínumaður í garð Palestínu og yrði ríkisstjórn sem hann ætti aðild að sú öfgafyllsta í sögu Ísraels, samkvæmt nýlegri greiningu Guardian. Ísrael Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Þrátt fyrir hækkandi kostnað í Ísrael og aukna spennu milli ríkisins og Íran er eitt helsta kosningamálið Benjamín Netanahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna og gæti komist aftur til valda. Hann stendur þó frammi fyrir ákærum vegna spillingar. Þegar hann greiddi atkvæði í morgun hvatti hann alla til að taka þátt og sagði það mikil forréttindi. „Ég er smá áhyggjufullur,“ sagði Netanjahú. „En með hjálp allra þeirra sem heyra í okkur, vonast ég til þess að enda daginn brosandi.“ Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar hann kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. „Kjósið vel og megi lukkan vera með okkur öllum,“ sagði Lapid. Sjá einnig: Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Times of Israel segir 6,8 milljónir Ísraelsmanna á kjörskrá. Fyrstu kjörsóknartölur gefa til kynna að 15,9 prósent kjósenda hafi kosið fyrir klukkan tíu að staðartíma og hefur kjörsóknin ekki verið meiri frá 1981. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Kannanir gefa til kynna að helstu fylkingar Ísraels muni eiga erfitt með að ná meirihluta. Fylking Netanjahús, hefur samkvæmt TOI, mælst reglulega með tæplega sextíu þingmenn og jafnvel 61 en fylking Lapids hefur aldrei mælst með fleiri en 56 þingmenn. Itamar Ben Gvir, segist vilja mynda hægri ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir þykir öfgafullur en hann hefur bætt við sig fylgi að undanförnu.AP/Tsafrir Abayov Gætu myndað öfgafyllstu ríkisstjórnina hingað til AP fréttveitan segir að hinn hægri sinnaði Itamar Ben-Gvir sé líklegur til að hrista upp í hlutunum í Ísrael. Hann hefur verið að mælast vel í kosningum og bæta við sig fylgi á lokametrunum. Þegar hann greiddi atkvæði sitt í morgun hét hann því að hjálpa Netanjahú að mynda hægri sinnaða ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir er lögmaður og hefur skapað sér feril með því að verja ísraelska öfgamenn og hefur kallað eftir því að arabar sem ekki þykja „hliðhollir Ísrael“ verði reknir úr landi. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem, fyrir að munda skammbyssu og öskra á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum. Flokkur hans gæti unnið allt að fjórtán sæti á þinginu, miðað við kannanir, og gæti þannig orðið þriðji stærsti flokkurinn. Ben-Gvir þykir mikill harðlínumaður í garð Palestínu og yrði ríkisstjórn sem hann ætti aðild að sú öfgafyllsta í sögu Ísraels, samkvæmt nýlegri greiningu Guardian.
Ísrael Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira