Læknafélagið telur fækkun millistjórnenda jákvæða þróun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 13:19 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, bindur vonir við að með breytti skipuriti muni raddir þeirra sem vinna í návígi með sjúklingum heyrast betur. Vísir/Einar Formaður Læknafélags Íslands telur að boðaðar skipulagsbreytingar á Landspítalanum séu jákvæðar og muni koma til með að færa völd og ákvarðanatöku nær þeim sem vinna á gólfinu og í návígi við sjúklinga. Í nýju skipuriti eru meðal annars tíu stöðugildi forstöðumanna lögð niður. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, greindi í gær frá nýju skipuriti spítalans. Áherslubreytingar sjást á nýju skipuriti þar sem stjórnskipulagið en einfaldað og aukin áhersla er lögð á klíníska þjónustu spítalans. Framkvæmdastjórum hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar verður veitt aukin ábyrgð og þá hafa tíu stöðugildi forstöðumanna verið lögð niður. Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. „Það er auðvitað þungbært í hvert skipti sem þarf að gera breytingar sem fela í sér uppsagnir en okkur finnst í grunninn þetta vera jákvæðar breytingar og hugsunin þarna, eins og við upplifum þær, að það sé verið að fækka stjórnendalögum, í þeim tilgangi að færa þá völd og ákvörðunartöku nær þeim sem eru að vinna á gólfinu á spítalanum í tengslum við sjúklinga.“ Undanfarin ár hafa heilbrigðisyfirvöld verið gagnrýnd fyrir fjölda millistjórnenda. Er þetta tilraun til að vinda ofan af þeirri þróun? „Við skynjum það akkúrat þannig, og þetta er kynnt þannig innan spítalans, að þetta sé til þess að fækka þessum lögum sem að okkar mati voru orðin allt of mörg og boðleiðir allt of langar þannig að við sem vinnum í návígi við sjúklinga upplifum ekki að rödd okkar heyrist þegar við erum að benda á eitthvað sem betur mætti fara varðandi gæði og öryggi og annað slíkt. Það er erfitt að vinna á vinnustað þar sem rödd starfsfólksins í kjarnastarfseminni nær ekki alla leið upp á topp.“ Steinunn segist eiga þá ósk heitasta að hægt verði að fjölga starfsfólki. Sparnaðurinn sem fáist með hagræðingunni verði þó ekki til þess að hægt verði að fjölga starfsfólki á gólfinu. „En okkar von er auðvitað að þetta verði meira aðlaðandi vinnustaður fyrir vikið og eigi auðveldara með að laða til sín hæft fólk á gólfið.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, greindi í gær frá nýju skipuriti spítalans. Áherslubreytingar sjást á nýju skipuriti þar sem stjórnskipulagið en einfaldað og aukin áhersla er lögð á klíníska þjónustu spítalans. Framkvæmdastjórum hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar verður veitt aukin ábyrgð og þá hafa tíu stöðugildi forstöðumanna verið lögð niður. Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. „Það er auðvitað þungbært í hvert skipti sem þarf að gera breytingar sem fela í sér uppsagnir en okkur finnst í grunninn þetta vera jákvæðar breytingar og hugsunin þarna, eins og við upplifum þær, að það sé verið að fækka stjórnendalögum, í þeim tilgangi að færa þá völd og ákvörðunartöku nær þeim sem eru að vinna á gólfinu á spítalanum í tengslum við sjúklinga.“ Undanfarin ár hafa heilbrigðisyfirvöld verið gagnrýnd fyrir fjölda millistjórnenda. Er þetta tilraun til að vinda ofan af þeirri þróun? „Við skynjum það akkúrat þannig, og þetta er kynnt þannig innan spítalans, að þetta sé til þess að fækka þessum lögum sem að okkar mati voru orðin allt of mörg og boðleiðir allt of langar þannig að við sem vinnum í návígi við sjúklinga upplifum ekki að rödd okkar heyrist þegar við erum að benda á eitthvað sem betur mætti fara varðandi gæði og öryggi og annað slíkt. Það er erfitt að vinna á vinnustað þar sem rödd starfsfólksins í kjarnastarfseminni nær ekki alla leið upp á topp.“ Steinunn segist eiga þá ósk heitasta að hægt verði að fjölga starfsfólki. Sparnaðurinn sem fáist með hagræðingunni verði þó ekki til þess að hægt verði að fjölga starfsfólki á gólfinu. „En okkar von er auðvitað að þetta verði meira aðlaðandi vinnustaður fyrir vikið og eigi auðveldara með að laða til sín hæft fólk á gólfið.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04
Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01