Veðjað á rangan hest Guðný Halldórsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 08:30 Líkt og fram hefur komið vilja Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans auka fylgi Sjálfstæðisflokksins – líkt og raunar allir aðrir sjálfstæðismenn. Guðlaugur Þór hefur haldið þónokkrar tölur og farið í fjölmörg viðtöl frá því að hann tilkynnti um framboð sitt liðna helgi, þar sem hann endurtekur sömu einföldu frasana: „stétt með stétt“, „fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera meira“, „ég á langbesta stuðningsfólkið“, „grasrótin“ og já, var búið að nefna „stétt með stétt“? Hann hefur ekki einu sinni gert tilraun til að rökstyðja hvernig hann ætlar sér að auka fylgi flokksins, enda hafa fjölmiðlar ekki haft fyrir því að spyrja hann að því. Það vekur furðu að spyrlar hafi ekki gengið harðar á hann að svara þeirri einföldu spurningu, ekki síst í ljósi þess að fylgistap flokksins hefur verið hvað mest í Reykjavík í gegnum árin og hann var eini oddviti flokksins sem tapaði þingmanni í síðustu kosningum. Eini vísir að svari sem greinarhöfundur hefur orðið var við er sá að Guðlaugur Þór hafi heyrt í fólki sem hafi áður verið í flokknum sem gæti hugsað sér að koma til baka. Það eru alveg örugglega ekki þau sem gengu til liðs við Viðreisn á sínum tíma, líklegra er að það séu einhverjar örfáar hræður sem gengu til liðs við Miðflokkinn. Á framboðsfund Guðlaugs Þórs voru enda mættir einstaklingar sem voru frambjóðendur Miðflokksins fyrir ekki nema fjórum mánuðum síðan. Sé Guðlaugur Þór að reyna að höfða til fylgis Miðflokksins ætti sú taktík að nota einfalda og endurtekna frasa ekki að koma á óvart. Frægt er að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, notaði nákvæmlega sömu taktík með góðum árangri í aðdraganda þess að hann var kjörinn forseti. Donald Trump hefur einmitt helst höfðað til Miðflokksmengisins hér á Íslandi – mengis sem raunar hefur farið hratt minnkandi. Ekki vænleg uppspretta það. Annar frasi sem Guðlaugur Þór hefur margendurtekið er að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylking sem rúmar fjölbreyttar skoðanir. Vonandi þarf ekki að minna frambjóðandann á að þrátt fyrir það, þá rúmar sjálfstæðisstefnan ekki allar skoðanir og sérstaklega ekki þær forpokuðu afturhaldsskoðanir sem hafa sameinað menn í Miðflokknum. Það að tala inn í þennan hóp hefur jafnframt fórnarkostnað, því þessi sjónarmið höfða hvað síst til ungs fólks og kvenna, þeirra hópa sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar að ná betur til. Sá hópur hefur engan áhuga á endurunnum einföldum frösum frá tíunda áratugnum. Sá hópur hefur áhuga á lausnum. Þær hefur Guðlaugur Þór ekki boðið upp á og það er meðal annars þess vegna sem greinarhöfundur telur líklegast að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni dragast saman frekar en aukast, verði Guðlaugur Þór formaður flokksins eftir helgi. Höfundur er hagfræðingur og ung sjálfstæðiskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið vilja Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans auka fylgi Sjálfstæðisflokksins – líkt og raunar allir aðrir sjálfstæðismenn. Guðlaugur Þór hefur haldið þónokkrar tölur og farið í fjölmörg viðtöl frá því að hann tilkynnti um framboð sitt liðna helgi, þar sem hann endurtekur sömu einföldu frasana: „stétt með stétt“, „fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera meira“, „ég á langbesta stuðningsfólkið“, „grasrótin“ og já, var búið að nefna „stétt með stétt“? Hann hefur ekki einu sinni gert tilraun til að rökstyðja hvernig hann ætlar sér að auka fylgi flokksins, enda hafa fjölmiðlar ekki haft fyrir því að spyrja hann að því. Það vekur furðu að spyrlar hafi ekki gengið harðar á hann að svara þeirri einföldu spurningu, ekki síst í ljósi þess að fylgistap flokksins hefur verið hvað mest í Reykjavík í gegnum árin og hann var eini oddviti flokksins sem tapaði þingmanni í síðustu kosningum. Eini vísir að svari sem greinarhöfundur hefur orðið var við er sá að Guðlaugur Þór hafi heyrt í fólki sem hafi áður verið í flokknum sem gæti hugsað sér að koma til baka. Það eru alveg örugglega ekki þau sem gengu til liðs við Viðreisn á sínum tíma, líklegra er að það séu einhverjar örfáar hræður sem gengu til liðs við Miðflokkinn. Á framboðsfund Guðlaugs Þórs voru enda mættir einstaklingar sem voru frambjóðendur Miðflokksins fyrir ekki nema fjórum mánuðum síðan. Sé Guðlaugur Þór að reyna að höfða til fylgis Miðflokksins ætti sú taktík að nota einfalda og endurtekna frasa ekki að koma á óvart. Frægt er að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, notaði nákvæmlega sömu taktík með góðum árangri í aðdraganda þess að hann var kjörinn forseti. Donald Trump hefur einmitt helst höfðað til Miðflokksmengisins hér á Íslandi – mengis sem raunar hefur farið hratt minnkandi. Ekki vænleg uppspretta það. Annar frasi sem Guðlaugur Þór hefur margendurtekið er að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylking sem rúmar fjölbreyttar skoðanir. Vonandi þarf ekki að minna frambjóðandann á að þrátt fyrir það, þá rúmar sjálfstæðisstefnan ekki allar skoðanir og sérstaklega ekki þær forpokuðu afturhaldsskoðanir sem hafa sameinað menn í Miðflokknum. Það að tala inn í þennan hóp hefur jafnframt fórnarkostnað, því þessi sjónarmið höfða hvað síst til ungs fólks og kvenna, þeirra hópa sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar að ná betur til. Sá hópur hefur engan áhuga á endurunnum einföldum frösum frá tíunda áratugnum. Sá hópur hefur áhuga á lausnum. Þær hefur Guðlaugur Þór ekki boðið upp á og það er meðal annars þess vegna sem greinarhöfundur telur líklegast að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni dragast saman frekar en aukast, verði Guðlaugur Þór formaður flokksins eftir helgi. Höfundur er hagfræðingur og ung sjálfstæðiskona.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun