Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 8. júlí 2025 14:02 Fyrsti þingvetur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið skrautlegur, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin setti sér háleit en jafnframt ótrúverðug markmið yfir þann fjölda mála sem stóð til að afgreiða. Öllum, nema kannski ríkisstjórninni sjálfri, var ljóst að ekki yrði hægt að uppfylla sett markmið án þess að slá verulega af kröfum um gæði í lagasetningu. Segja má að frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi sé skýrasta birtingarmynd þessa fyrirséða flumbrugangs. Frumvarpið, sem gengur út á að hækka skatta á sjávarútvegsfyrirtæki um 70-80% í einu vettvangi, er vanbúið og skortir allt áhrifamat. Fullyrðingar stjórnarliða, án rökstuðnings, um að skattahækkun sem þessi komi ekki til með að hafa nein áhrif á fyrirtækin og hvað þá sveitarfélög vítt og breytt um landið duga skammt og standast enga skoðun. Umsagnir sjávarútvegssveitarfélaga eru óyggjandi vitnisburður þess. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að virða réttmætar áhyggjur þeirra og annarra hagaðila að vettugi. Auð auki voru vinnubrögð atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarpsins ekki í samræmi við verklagsreglur stjórnarráðsins. Frumvarpið var ekki kynnt með þeim hætti sem almennt er krafist, ekki var unnið formlegt áformaskjal og samráð við hagsmunaaðila í samráðsgátt stóð aðeins yfir í örfáa daga. Með öðrum orðum, frumvarpið er fjarri því að uppfylla þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vandaðrar og faglegrar lagasetningar. Þá var frumvarpið lagt fyrir Alþingis eftir 1. apríl, en samkvæmt 35. grein þingskapa skal ekki ræða frumvörp eftir þann tíma nema með sérstakri heimild. Sú regla er ekki formsatriði eitt heldur sett með það í huga að tryggja vandaða og tímalega málsmeðferð fyrir þinginu. En það er ekki eitt, það er allt. Í frumvarpi ráðherrans voru gerð mistök við útreikning og umfang skattahækkunarinnar stórlega vanmetið. Leiðrétting á þeim mistökum kom ekki fyrir tilstilli ráðherrans sjálfs heldur eftir ítrekaðar ábendingar minnihlutans sem kallaði eftir gögnum og mótmælti auðsýnilegum rangfærslum sem finna mátti í frumvarpinu. Þrátt fyrir þessar veigamiklu uppgötvanir var eðlilegum beiðnum minnihlutans um gestakomur fyrir atvinnuveganefnd í tengslum við vinnslu málsins hafnað. Þetta eru með öllu ótæk vinnubrögð að hálfu meirihlutans. Að ofangreindu má vera ljóst að frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda sem lagt var fyrir Alþingi er óvandað, lagt fram án viðhlítandi samráðs og byggt á röngum forsendum. Þingleg meðferð málsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska en slegið hefur verið af kröfum um faglega og málefnalega umræðu fyrir nefnd, að því er virðist, í þágu aukins afgreiðsluhraða. Engu að síður býsnast stjórnarmeirihlutinn yfir því að minnihlutinn sinni lögbundinni skyldu sinni, krefjist þess að málið sé skoðað til hlítar, bendi á rangfærslur og fari fram á eðlilega málsmeðferð fyrir þinginu. Það þarf engan að unda að þingmönnum stjórnarandstöðunnar hugnist ekki að gerast samsekir með lélegum vinnubrögðum meirihlutans, heldur renni blóðið til skyldunnar og standi vörð um fagleg vinnubrögð og málefnalega umræðu um þýðingarmikil mál. Alþingi er ekki og hefur aldrei verið stimpilpúði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Fyrsti þingvetur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið skrautlegur, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin setti sér háleit en jafnframt ótrúverðug markmið yfir þann fjölda mála sem stóð til að afgreiða. Öllum, nema kannski ríkisstjórninni sjálfri, var ljóst að ekki yrði hægt að uppfylla sett markmið án þess að slá verulega af kröfum um gæði í lagasetningu. Segja má að frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi sé skýrasta birtingarmynd þessa fyrirséða flumbrugangs. Frumvarpið, sem gengur út á að hækka skatta á sjávarútvegsfyrirtæki um 70-80% í einu vettvangi, er vanbúið og skortir allt áhrifamat. Fullyrðingar stjórnarliða, án rökstuðnings, um að skattahækkun sem þessi komi ekki til með að hafa nein áhrif á fyrirtækin og hvað þá sveitarfélög vítt og breytt um landið duga skammt og standast enga skoðun. Umsagnir sjávarútvegssveitarfélaga eru óyggjandi vitnisburður þess. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að virða réttmætar áhyggjur þeirra og annarra hagaðila að vettugi. Auð auki voru vinnubrögð atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarpsins ekki í samræmi við verklagsreglur stjórnarráðsins. Frumvarpið var ekki kynnt með þeim hætti sem almennt er krafist, ekki var unnið formlegt áformaskjal og samráð við hagsmunaaðila í samráðsgátt stóð aðeins yfir í örfáa daga. Með öðrum orðum, frumvarpið er fjarri því að uppfylla þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vandaðrar og faglegrar lagasetningar. Þá var frumvarpið lagt fyrir Alþingis eftir 1. apríl, en samkvæmt 35. grein þingskapa skal ekki ræða frumvörp eftir þann tíma nema með sérstakri heimild. Sú regla er ekki formsatriði eitt heldur sett með það í huga að tryggja vandaða og tímalega málsmeðferð fyrir þinginu. En það er ekki eitt, það er allt. Í frumvarpi ráðherrans voru gerð mistök við útreikning og umfang skattahækkunarinnar stórlega vanmetið. Leiðrétting á þeim mistökum kom ekki fyrir tilstilli ráðherrans sjálfs heldur eftir ítrekaðar ábendingar minnihlutans sem kallaði eftir gögnum og mótmælti auðsýnilegum rangfærslum sem finna mátti í frumvarpinu. Þrátt fyrir þessar veigamiklu uppgötvanir var eðlilegum beiðnum minnihlutans um gestakomur fyrir atvinnuveganefnd í tengslum við vinnslu málsins hafnað. Þetta eru með öllu ótæk vinnubrögð að hálfu meirihlutans. Að ofangreindu má vera ljóst að frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda sem lagt var fyrir Alþingi er óvandað, lagt fram án viðhlítandi samráðs og byggt á röngum forsendum. Þingleg meðferð málsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska en slegið hefur verið af kröfum um faglega og málefnalega umræðu fyrir nefnd, að því er virðist, í þágu aukins afgreiðsluhraða. Engu að síður býsnast stjórnarmeirihlutinn yfir því að minnihlutinn sinni lögbundinni skyldu sinni, krefjist þess að málið sé skoðað til hlítar, bendi á rangfærslur og fari fram á eðlilega málsmeðferð fyrir þinginu. Það þarf engan að unda að þingmönnum stjórnarandstöðunnar hugnist ekki að gerast samsekir með lélegum vinnubrögðum meirihlutans, heldur renni blóðið til skyldunnar og standi vörð um fagleg vinnubrögð og málefnalega umræðu um þýðingarmikil mál. Alþingi er ekki og hefur aldrei verið stimpilpúði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun