Talningaklúður í Danmörku: Mörg hundruð atkvæða færast frá rauðu blokkinni til bláu Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 10:03 Inger Støjberg er formaður Danmerkurdemókrata. Hún fagnaði í nótt enda tryggði flokkur hennar sér 8,3 prósent atkvæða, eða fjórtan þingmenn. AP Röng niðurstaða var kynnt í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku eftir að ljóst varð að talningamenn í Sæby höfðu ruglast á bunkum og talið atkvæði Danmerkurdemókrata sem atkvæði Einingarlistans. Óljóst er hvort að ruglingurinn muni hafa áhrif á skiptingu þingsæta, en danskir fjölmiðlar segja að endurtalning og hvort hún muni leiða til breytingar á skiptingu þingsæta verði ljós um hádegisbil. Í frétt DR segir að í Sæby hafi Einingarlistinn upphaflega fengið 980 skráð atkvæði á meðan Danmerkurdemókratar hafi einungis fengið skráð 104 atkvæði. Þessu er því í raun öfugt farið. Marianne Lessél, yfirmaður kjörstjórnar, biðst velvirðingur á málinu og segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Líklegt má vera að rauða blokkin muni fá 876 færri atkvæði niðurstaða næturinnar sýndi og að þau atkvæði muni því færast yfir til bláu blokkarinnar. Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11) Samkvæmt þeirri niðurstöðu sem kynnt var í nótt tryggði rauða blokkin sér naumasta mögulega meirihluta, níutíu þingmenn, með stuðningi annars þingmanns Færeyinga og beggja þingmanna Grænlendinga. Frederiksen segist þó vilja mynda nýja og „breiða“ ríkisstjórn, það er með flokkum sem standa utan blokka eða í hægri blokkinni. Hún gekk á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan 10. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær. 2. nóvember 2022 07:51 Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
Óljóst er hvort að ruglingurinn muni hafa áhrif á skiptingu þingsæta, en danskir fjölmiðlar segja að endurtalning og hvort hún muni leiða til breytingar á skiptingu þingsæta verði ljós um hádegisbil. Í frétt DR segir að í Sæby hafi Einingarlistinn upphaflega fengið 980 skráð atkvæði á meðan Danmerkurdemókratar hafi einungis fengið skráð 104 atkvæði. Þessu er því í raun öfugt farið. Marianne Lessél, yfirmaður kjörstjórnar, biðst velvirðingur á málinu og segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Líklegt má vera að rauða blokkin muni fá 876 færri atkvæði niðurstaða næturinnar sýndi og að þau atkvæði muni því færast yfir til bláu blokkarinnar. Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11) Samkvæmt þeirri niðurstöðu sem kynnt var í nótt tryggði rauða blokkin sér naumasta mögulega meirihluta, níutíu þingmenn, með stuðningi annars þingmanns Færeyinga og beggja þingmanna Grænlendinga. Frederiksen segist þó vilja mynda nýja og „breiða“ ríkisstjórn, það er með flokkum sem standa utan blokka eða í hægri blokkinni. Hún gekk á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan 10.
Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11)
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær. 2. nóvember 2022 07:51 Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær. 2. nóvember 2022 07:51
Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent