Borg í vexti þarf fjölbreyttan og sveigjanlegan húsnæðismarkað Reykjavíkurborg 2. nóvember 2022 14:13 Meginmarkmið Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum er að skapa fjölbreyttan og sveigjanlegan húsnæðismarkað sem tryggir öllum þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. Ragnar Th Reykjavík er í miklum vexti þessi árin. Aldrei hafa fleiri nýjar íbúðir komið inn á húsnæðismarkað í Reykjavík eins og síðustu ár. Borgin stefnir að því að bæta áfram í þennan fjölda og því ljóst að framundan mikið uppbyggingarskeið í Reykjavík. Fjöldi íbúða í Reykjavík í dag er um 58 þúsund og fjölgaði þeim um 1.252 í fyrra og var það þriðja árið í röð sem fjöldi tilbúinna íbúða fór yfir þúsund. Þetta er meiri fjölgun en um langt árabil þar á undan. Í ár stefnir í svipaða aukningu og í fyrra. Fólksfjöldi er kominn vel yfir 138 þúsund og fjölgaði íbúum um 2.426 í fyrra og stefnir í heldur meiri fjölgun í ár. Meginmarkmið Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum er að skapa fjölbreyttan og sveigjanlegan húsnæðismarkað sem tryggir öllum þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. Húsnæðisáætlun er eitt helsta verkfæri borgarinnar til að ná þessu markmiði. Ragnar Th Áhersla á loftslag og lífsgæði með þéttingu byggðar Samkvæmt meginstefnum Reykjavíkurborgar um borgarþróun, Græna planinu, aðalskipulagi og loftslagsáætlun vex borgin að mestu inn á við þessi árin. Með þéttingu byggðar og styttingu vegalengda milli heimilis, vinnu og þjónustu skapast betri forsendur fyrir almenningssamgöngur, göngu og hjólreiðar. Innviðir eru betur nýttir og þannig unnið að verndun loftslags og umhverfis. Þetta birtist einnig í verkefn-unum Grænt húsnæði framtíðarinnar og Grænar þróunarlóðir þar sem dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum bygginganna sjálfra með breyttri hönnun, verklagi og efnisnotkun. Auk þessa stuðla stefnurnar að auknum lífsgæðum með betri lýðheilsu og félagslegri blöndun um alla borg. Húsnæðisuppbygging fyrir fjölbreytt samfélag Í stefnunum tekur borgin m.a. mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og segir að byggt skuli fyrir öll – með eða án opinbers stuðnings. Auk íbúða sem seldar eða leigðar eru á almennum markaði skal byggja félagslegt húsnæði, hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og leigu- og búseturéttaríbúðir án hagnaðarsjónarmiða. Þarfir hinna fjölbreyttu samfélagshópa eru ólíkar en þeir telja m.a. fólk með fötlun, fólk með örorku, eldra fólk, fólk í námi og fólk í stéttar- og húsnæðissamvinnufélögum. Tryggja á tekjulægra fólki öruggt þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði og undanfarin ár verið stefnt að því að 25% húsnæðis sé helgað því markmiði. Ragnar Th Fjöldi ólíkra aðila á flóknum byggingarmarkaði Það er stór og fjölbreyttur hópur fólks sem vinnur að því að mæta ólíkum húsnæðisþörfum í Reykjavík – enda húsnæðismál þverfaglegur málaflokkur sem snertir okkur öll. Hér má nefna opinber og einkarekin húsnæðis- og uppbyggingarfélög, stofnanir ríkisins, verktaka, iðnaðar- og verkafólk, fjárfesta og fjármálastofnanir, arkitekta, verkfræðinga og aðra hönnuði og ráðgjafa. Mikilvægt er að stilla strengi milli þessara aðila, Reykjavíkurborgar og B-hlutafélaga hennar, s.s. Veitna, enda mikið í húfi á umfangsmiklum og flóknum byggingarmarkaði – samfélag, umhverfi og fjármagn. Mótun og framkvæmd stefnu og áætlana í húsnæðismálum Hjá borginni er víða unnið að húsnæðisuppbyggingu í samspili almennings, kjörinna fulltrúa, aðila á markaði og starfsfólks borgarinnar. Í húsnæðisstefnu og -áætlun er stefnan mörkuð, staða mála greind, sagt frá aðgerðum og helstu uppbyggingarsvæðum til framtíðar. Þá er fjallað um þróun byggðar og íbúafjölda, úthlutun lóða og sértækar stuðningsaðgerðir. Starfsfólk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara fylgir húsnæðisáætlun eftir og samhæfir aðgerðir til að ná markmiðum. Þetta er gert með árlegri uppfærslu áætlunarinnar, m.a. í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ásamt ársfjórðungslegu yfirliti um stöðu og þróun. Þá þróar starfsfólk skrifstofunnar húsnæðisverkefni áfram með uppbyggingaraðilum og öðrum hagaðilum ásamt því að semja um sölu byggingarréttar, viljayfirlýsingar, lóðavilyrði og -úthlutanir. Þessi verkefni eru unnin náið með starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs þar sem meginþungi vinnu við húsnæðisuppbyggingu fer fram. Hér eru uppbyggingarsvæðin skilgreind í skipulagsáætlunum, hugað að umhverfi og heilbrigði. Hér eru byggingarleyfi gefin út og eftirlit haft með framkvæmdum, m.a. í samstarfi við slökkvilið. Hér eru lóðir gerðar byggingarhæfar, borgar- og gatnarými hönnuð og þeim hrint í framkvæmd. Af öðrum sviðum, skrifstofum og tengdum stofnunum borgarinnar má nefna Veitur sem gegna lykilhlutverki í greiningu á mögulegum uppbyggingarsvæðum og tengja nýtt húsnæði veitukerfum sínum. Velferðarsvið vinnur m.a. áætlanir um uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk og eins þarf að skoða húsnæðisuppbygginguna í ljósi skóla- og frístundamála, atvinnu- og ferðamála og framboðs á menningu, íþróttum og tómstundum. Einnig hvaða áhrif húsnæðisuppbygging hefur á jafnrétti og stöðu hinna ýmsu hópa samfélagsins. Ragnar Th Veruleg fjölgun íbúa og íbúða undanfarin ár Á fyrstu níu mánuðum þessa árs fjölgaði íbúum Reykjavíkur um 2.934. Það er talsvert meira en á árunum 2017 til 2021 þegar íbúum fjölgaði að meðaltali um tæplega 2.500 á ári. Á árinu 2021 voru skráðar 1.252 nýjar íbúðir í borginni og var þetta þriðja árið í röð sem nýjum íbúðum fjölgaði um meira en þúsund. Þetta er meiri fjölgun íbúða en um langt árabil þar á undan. Þá var byrjað á 1.065 íbúðum á árinu 2021 en að meðaltali hefur verið byrjað á rúmlega eitt þús-und íbúðum á ári frá árinu 2015. Það er einnig talsvert meira en mörg árin þar á undan. Hagkvæmara húsnæði og hraðari uppbygging Gangi áætlanir eftir verður lokið við um 1.200 íbúðir á þessu ári og rúmlega 1.300 árið 2023. Vænta má að heldur færri verkefni hefjist árið 2022 en verða kláruð en á fyrstu þremur ársfjórðungunum var hafist handa við tæplega 700 íbúðir. Fjöldi nýrra íbúða á markað síðustu ár er vel umfram þær eitt þúsund íbúðir á ári sem borgaryfirvöld settu sér í Græna planinu, sóknaráætlun Reykjavíkur árið 2020. Í ljósi mikillar eftirspurnar ákváðu borgaryfirvöld hins vegar á vordögum 2022 að setja markið hærra og vinna að gerð húsnæðissáttmála á landsvísu. Í rammasamningi ríkis og sveitarfélaga frá því nú í sumar segir að byggja þurfi 20.000 íbúðir á landinu næstu fimm árin og 35.000 næstu tíu árin. Þar af verði 5% félagslegar íbúðir sveitarfélaga og 30% hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði. Í þessum áætlunum, sem nú er samið nánar um milli ríkis og borgar, er hlutdeild Reykjavíkur um 36%, í samræmi við hlutfall af mannfjölda landsins. Rammasamningurinn gerir þannig ráð fyrir um 1.300-1.400 nýjum íbúðum í Reykjavík 2023 og því ljóst að herða verður taktinn frá því sem nú er. Þessi grein er birt í samstarfi við Reykjavíkurborg. Reykjavík Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Fjöldi íbúða í Reykjavík í dag er um 58 þúsund og fjölgaði þeim um 1.252 í fyrra og var það þriðja árið í röð sem fjöldi tilbúinna íbúða fór yfir þúsund. Þetta er meiri fjölgun en um langt árabil þar á undan. Í ár stefnir í svipaða aukningu og í fyrra. Fólksfjöldi er kominn vel yfir 138 þúsund og fjölgaði íbúum um 2.426 í fyrra og stefnir í heldur meiri fjölgun í ár. Meginmarkmið Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum er að skapa fjölbreyttan og sveigjanlegan húsnæðismarkað sem tryggir öllum þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. Húsnæðisáætlun er eitt helsta verkfæri borgarinnar til að ná þessu markmiði. Ragnar Th Áhersla á loftslag og lífsgæði með þéttingu byggðar Samkvæmt meginstefnum Reykjavíkurborgar um borgarþróun, Græna planinu, aðalskipulagi og loftslagsáætlun vex borgin að mestu inn á við þessi árin. Með þéttingu byggðar og styttingu vegalengda milli heimilis, vinnu og þjónustu skapast betri forsendur fyrir almenningssamgöngur, göngu og hjólreiðar. Innviðir eru betur nýttir og þannig unnið að verndun loftslags og umhverfis. Þetta birtist einnig í verkefn-unum Grænt húsnæði framtíðarinnar og Grænar þróunarlóðir þar sem dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum bygginganna sjálfra með breyttri hönnun, verklagi og efnisnotkun. Auk þessa stuðla stefnurnar að auknum lífsgæðum með betri lýðheilsu og félagslegri blöndun um alla borg. Húsnæðisuppbygging fyrir fjölbreytt samfélag Í stefnunum tekur borgin m.a. mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og segir að byggt skuli fyrir öll – með eða án opinbers stuðnings. Auk íbúða sem seldar eða leigðar eru á almennum markaði skal byggja félagslegt húsnæði, hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og leigu- og búseturéttaríbúðir án hagnaðarsjónarmiða. Þarfir hinna fjölbreyttu samfélagshópa eru ólíkar en þeir telja m.a. fólk með fötlun, fólk með örorku, eldra fólk, fólk í námi og fólk í stéttar- og húsnæðissamvinnufélögum. Tryggja á tekjulægra fólki öruggt þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði og undanfarin ár verið stefnt að því að 25% húsnæðis sé helgað því markmiði. Ragnar Th Fjöldi ólíkra aðila á flóknum byggingarmarkaði Það er stór og fjölbreyttur hópur fólks sem vinnur að því að mæta ólíkum húsnæðisþörfum í Reykjavík – enda húsnæðismál þverfaglegur málaflokkur sem snertir okkur öll. Hér má nefna opinber og einkarekin húsnæðis- og uppbyggingarfélög, stofnanir ríkisins, verktaka, iðnaðar- og verkafólk, fjárfesta og fjármálastofnanir, arkitekta, verkfræðinga og aðra hönnuði og ráðgjafa. Mikilvægt er að stilla strengi milli þessara aðila, Reykjavíkurborgar og B-hlutafélaga hennar, s.s. Veitna, enda mikið í húfi á umfangsmiklum og flóknum byggingarmarkaði – samfélag, umhverfi og fjármagn. Mótun og framkvæmd stefnu og áætlana í húsnæðismálum Hjá borginni er víða unnið að húsnæðisuppbyggingu í samspili almennings, kjörinna fulltrúa, aðila á markaði og starfsfólks borgarinnar. Í húsnæðisstefnu og -áætlun er stefnan mörkuð, staða mála greind, sagt frá aðgerðum og helstu uppbyggingarsvæðum til framtíðar. Þá er fjallað um þróun byggðar og íbúafjölda, úthlutun lóða og sértækar stuðningsaðgerðir. Starfsfólk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara fylgir húsnæðisáætlun eftir og samhæfir aðgerðir til að ná markmiðum. Þetta er gert með árlegri uppfærslu áætlunarinnar, m.a. í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ásamt ársfjórðungslegu yfirliti um stöðu og þróun. Þá þróar starfsfólk skrifstofunnar húsnæðisverkefni áfram með uppbyggingaraðilum og öðrum hagaðilum ásamt því að semja um sölu byggingarréttar, viljayfirlýsingar, lóðavilyrði og -úthlutanir. Þessi verkefni eru unnin náið með starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs þar sem meginþungi vinnu við húsnæðisuppbyggingu fer fram. Hér eru uppbyggingarsvæðin skilgreind í skipulagsáætlunum, hugað að umhverfi og heilbrigði. Hér eru byggingarleyfi gefin út og eftirlit haft með framkvæmdum, m.a. í samstarfi við slökkvilið. Hér eru lóðir gerðar byggingarhæfar, borgar- og gatnarými hönnuð og þeim hrint í framkvæmd. Af öðrum sviðum, skrifstofum og tengdum stofnunum borgarinnar má nefna Veitur sem gegna lykilhlutverki í greiningu á mögulegum uppbyggingarsvæðum og tengja nýtt húsnæði veitukerfum sínum. Velferðarsvið vinnur m.a. áætlanir um uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk og eins þarf að skoða húsnæðisuppbygginguna í ljósi skóla- og frístundamála, atvinnu- og ferðamála og framboðs á menningu, íþróttum og tómstundum. Einnig hvaða áhrif húsnæðisuppbygging hefur á jafnrétti og stöðu hinna ýmsu hópa samfélagsins. Ragnar Th Veruleg fjölgun íbúa og íbúða undanfarin ár Á fyrstu níu mánuðum þessa árs fjölgaði íbúum Reykjavíkur um 2.934. Það er talsvert meira en á árunum 2017 til 2021 þegar íbúum fjölgaði að meðaltali um tæplega 2.500 á ári. Á árinu 2021 voru skráðar 1.252 nýjar íbúðir í borginni og var þetta þriðja árið í röð sem nýjum íbúðum fjölgaði um meira en þúsund. Þetta er meiri fjölgun íbúða en um langt árabil þar á undan. Þá var byrjað á 1.065 íbúðum á árinu 2021 en að meðaltali hefur verið byrjað á rúmlega eitt þús-und íbúðum á ári frá árinu 2015. Það er einnig talsvert meira en mörg árin þar á undan. Hagkvæmara húsnæði og hraðari uppbygging Gangi áætlanir eftir verður lokið við um 1.200 íbúðir á þessu ári og rúmlega 1.300 árið 2023. Vænta má að heldur færri verkefni hefjist árið 2022 en verða kláruð en á fyrstu þremur ársfjórðungunum var hafist handa við tæplega 700 íbúðir. Fjöldi nýrra íbúða á markað síðustu ár er vel umfram þær eitt þúsund íbúðir á ári sem borgaryfirvöld settu sér í Græna planinu, sóknaráætlun Reykjavíkur árið 2020. Í ljósi mikillar eftirspurnar ákváðu borgaryfirvöld hins vegar á vordögum 2022 að setja markið hærra og vinna að gerð húsnæðissáttmála á landsvísu. Í rammasamningi ríkis og sveitarfélaga frá því nú í sumar segir að byggja þurfi 20.000 íbúðir á landinu næstu fimm árin og 35.000 næstu tíu árin. Þar af verði 5% félagslegar íbúðir sveitarfélaga og 30% hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði. Í þessum áætlunum, sem nú er samið nánar um milli ríkis og borgar, er hlutdeild Reykjavíkur um 36%, í samræmi við hlutfall af mannfjölda landsins. Rammasamningurinn gerir þannig ráð fyrir um 1.300-1.400 nýjum íbúðum í Reykjavík 2023 og því ljóst að herða verður taktinn frá því sem nú er. Þessi grein er birt í samstarfi við Reykjavíkurborg.
Reykjavík Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira