Eigandi Dallas Cowboys í vandræðum vegna hrekkjavökubúnings Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 20:45 Jerry Jones er í veseni og það ekki í fyrsta sinn. Getty/Tom Pennington Jerry Jones, hinn litríki eigandi Dallas Cowboys, gæti átt von á sekt frá forsvarsmönnum NFL deildarinnar. Búningur sem hann klæddist á hrekkjavökunni hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Jerry Jones hefur verið eigandi Cowboys liðsins síðan 1989 og haldið utan um taumana föstum höndum síðan þá. Jones er grjótharður viðskiptamaður og á stóran þátt í því að allt frá árinu 2016 hefur Dallas Cowboys verið í efsta sæti á lista Forbes yfir verðmætustu íþróttalið í heimi. Hinn áttræði Jones gæti hins vegar verið í vandræðum. Á hrekkjavökunni, sem haldin var hátíðleg í Bandaríkjunum og víðar um heim á sunnudag, ákvað hann að mæta klæddur sem blindur dómari. Cowboys owner Jerry Jones with the epic troll Halloween costume. A blind ref.Hope @nfl has a sense of humor pic.twitter.com/WkZyjmDj1J— Clarence Hill Jr (@clarencehilljr) October 30, 2022 Þetta vakti ekki mikla lukku hjá forsvarsmönnum deildarinnar. Deildin hefur stundum verið uppnefnd „No Fun League“ þar sem reglur þykja í sumum tilvikum strangar. Ein þessara reglna er frá árinu 2019 og snýr að því að ekki er leyfilegt að tjá sig á neikvæðan hátt um dómara í deildinni á samfélagsmiðlum. Myndin af Jones birtist á Twitter reikningi frænku hans en sjálfur virðist Jones ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta uppátæki hans muni draga dilk á eftir sér. „Ég var með stafinn og allt saman. Ég beindi honum að fólki,“ sagði Jones í samtali við Sports Illustrated og á þar við blindrastafinn sem hann sést með á myndinni. Steven Jones, sonur Jerry og varaforseti Cowboys, vonast til þess að forsvarsmenn deildarinnar og dómararnir sjái það broslega í þessu öllu saman. „Þeir eru að sinna erfiðu starfi. Ég vona að þeir skilji að það er hægt að grínast með þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir viti að af hálfu Dallas Cowboys er borin virðing fyrir því hversu erfitt starf þeirra er og hversu vel þeir standa sig,“ sagði Jones yngri í samtali við The K&C Masterpiece. Cowboys hafa farið vel af stað í NFL deildinni og eru með sex sigra eftir átta leiki. Forsvarsmenn deildarinnar hafa ekki tjáð sig um mögulega refsingu vegna uppátækis Jones. NFL Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Jerry Jones hefur verið eigandi Cowboys liðsins síðan 1989 og haldið utan um taumana föstum höndum síðan þá. Jones er grjótharður viðskiptamaður og á stóran þátt í því að allt frá árinu 2016 hefur Dallas Cowboys verið í efsta sæti á lista Forbes yfir verðmætustu íþróttalið í heimi. Hinn áttræði Jones gæti hins vegar verið í vandræðum. Á hrekkjavökunni, sem haldin var hátíðleg í Bandaríkjunum og víðar um heim á sunnudag, ákvað hann að mæta klæddur sem blindur dómari. Cowboys owner Jerry Jones with the epic troll Halloween costume. A blind ref.Hope @nfl has a sense of humor pic.twitter.com/WkZyjmDj1J— Clarence Hill Jr (@clarencehilljr) October 30, 2022 Þetta vakti ekki mikla lukku hjá forsvarsmönnum deildarinnar. Deildin hefur stundum verið uppnefnd „No Fun League“ þar sem reglur þykja í sumum tilvikum strangar. Ein þessara reglna er frá árinu 2019 og snýr að því að ekki er leyfilegt að tjá sig á neikvæðan hátt um dómara í deildinni á samfélagsmiðlum. Myndin af Jones birtist á Twitter reikningi frænku hans en sjálfur virðist Jones ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta uppátæki hans muni draga dilk á eftir sér. „Ég var með stafinn og allt saman. Ég beindi honum að fólki,“ sagði Jones í samtali við Sports Illustrated og á þar við blindrastafinn sem hann sést með á myndinni. Steven Jones, sonur Jerry og varaforseti Cowboys, vonast til þess að forsvarsmenn deildarinnar og dómararnir sjái það broslega í þessu öllu saman. „Þeir eru að sinna erfiðu starfi. Ég vona að þeir skilji að það er hægt að grínast með þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir viti að af hálfu Dallas Cowboys er borin virðing fyrir því hversu erfitt starf þeirra er og hversu vel þeir standa sig,“ sagði Jones yngri í samtali við The K&C Masterpiece. Cowboys hafa farið vel af stað í NFL deildinni og eru með sex sigra eftir átta leiki. Forsvarsmenn deildarinnar hafa ekki tjáð sig um mögulega refsingu vegna uppátækis Jones.
NFL Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira