Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 13:42 Sjón lýsir því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í því að hvítþvo Katrínu Jakobsdóttur með því að vera með henni á bókmenntahátíð, nú þegar fyrir liggi að ríkisstjórn hennar hafi vísað hælisleitendum af landi brott með skömmum fyrirvara. vísir/vilhelm Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. Sjón segist ekki vilja vera þátttakandi í því að hvítþvo Katrínu Jakobsdóttur, sem er meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni. Hann telur einsýnt að Katrín hljóti að bera fulla ábyrgð á því að fimmtán hælisleitendur hafi verið fluttir af landi brott í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Katrín sendi, ásamt Ragnari Jónassyni glæpasagnahöfundi, nýverið frá sér glæpasöguna Reykjavík. I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.— Sjón (@Sjonorama) November 3, 2022 Hátíðin Iceland Noir 2022 verður haldin 16. til 19. þessa mánaðar í Reykjavík og meðal þeirra sem kynntir hafa verið sem sérlegir þátttakendur eru Katrín Jakobsdóttir, Eliza Reid forsetafrú, Sjón, Mark Billingham, Paula Hawkins, Sophie Hannah, Abir Mukherjee, Nita Propse, Ólafur Darri Ólafsson, Amanda Reagdman, Ruth Ware, Ryan Tubridy, Lucy Foley, AJ Finn, Clare Mackintosh og Liz Nugend. Þannig að ljóst er að um mikla hátíð er að ræða en á heimasíðu viðburðarins kemur fram að passar á hátíðina séu upppseldir. Meðal þeirra sem styrkja hátína eru Storytel og Fríkirkjan í Reykjavík. Sjón birtir yfirlýsingu sína á ensku, á Twitter, en fáir ef nokkrir íslenskir höfundar eru eins þekktir fyrir verk sín og hann. Sjón merkir Katrínu sérstaklega í færslu sinni þannig að afstaða hans fer um víðan völl, svohljóðandi: „I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.“ Viðbrögð við orðum Sjóns hafa ekki látið á sér standa og hafa nú þegar fjölmargir deilt færslu hans og tekið undir. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40 Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sjón segist ekki vilja vera þátttakandi í því að hvítþvo Katrínu Jakobsdóttur, sem er meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni. Hann telur einsýnt að Katrín hljóti að bera fulla ábyrgð á því að fimmtán hælisleitendur hafi verið fluttir af landi brott í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Katrín sendi, ásamt Ragnari Jónassyni glæpasagnahöfundi, nýverið frá sér glæpasöguna Reykjavík. I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.— Sjón (@Sjonorama) November 3, 2022 Hátíðin Iceland Noir 2022 verður haldin 16. til 19. þessa mánaðar í Reykjavík og meðal þeirra sem kynntir hafa verið sem sérlegir þátttakendur eru Katrín Jakobsdóttir, Eliza Reid forsetafrú, Sjón, Mark Billingham, Paula Hawkins, Sophie Hannah, Abir Mukherjee, Nita Propse, Ólafur Darri Ólafsson, Amanda Reagdman, Ruth Ware, Ryan Tubridy, Lucy Foley, AJ Finn, Clare Mackintosh og Liz Nugend. Þannig að ljóst er að um mikla hátíð er að ræða en á heimasíðu viðburðarins kemur fram að passar á hátíðina séu upppseldir. Meðal þeirra sem styrkja hátína eru Storytel og Fríkirkjan í Reykjavík. Sjón birtir yfirlýsingu sína á ensku, á Twitter, en fáir ef nokkrir íslenskir höfundar eru eins þekktir fyrir verk sín og hann. Sjón merkir Katrínu sérstaklega í færslu sinni þannig að afstaða hans fer um víðan völl, svohljóðandi: „I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.“ Viðbrögð við orðum Sjóns hafa ekki látið á sér standa og hafa nú þegar fjölmargir deilt færslu hans og tekið undir.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40 Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40
Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58