Dökku litirnir horfnir: „Finnst þetta bara vera léleg afsökun“ Margrét Björk Jónsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 5. nóvember 2022 09:00 Vala Emanuela Reynisdóttir á í erfiðleikum með að finna förðunarvörur við hæfi hér á landi. Gunnlöð Jóna Vala Emanuela Reynisdóttir upplifir erfiðleika við að finna förðunarvörur sem henta sér hér á landi. Vala, sem er dökk á hörund, segist hingað til hafa geta keypt sér farða sem hentar en nú sé búið að taka þá úr sölu. Framkvæmdastjóri Danól segir fyrirtækið alltaf hafa fjölbreytileika í huga. Vala birti færslu á Twitter á dögunum þar sem hún tjáði sig um málið. Hún hefur að eigin sögn alltaf haft áhuga á förðun og því að mála sig og hefur hingað til getað keypt sér förðunarvörur hér á landi. „Ég hef yfirleitt keypt mér farða frá NYX, það hefur alltaf verið gott úrval af litum þar. En svo fór ég á miðnæturopnun í Kringluna um daginn og ætlaði að kaupa mér snyrtivörur á afslætti í Hagkaup en tók þá eftir að minn litur og allir dökku litirnir voru horfnir. En allir ljósu litirnir voru til,“ segir Vala. Vala hefur eftir vini sínum sem starfar í Hagkaup að ákveðið hafi verið að hætta með þessa liti í sölu þar sem þeir seldust illa. Farðarnir frá NYX eru framleiddir í fjölbreyttum og fjölmörgum litatónum. En þeir eru ekki allir fáanlegir hér á landi.NYX Telja að varan sé ekki lengur í framleiðslu Fréttastofa hafði samband við Danól, heildsölu sem sér um innflutning og sölu á fjölmörgum snyrtivörum sem seldar eru á Íslandi, meðal annars NYX. María Jóna Samúelsdóttir, framkvæmdastjóri Danól, segir í skriflegu svari að „henni þyki leitt að leitt að stúlkan sem um ræðir hafi upplifað að vara sem hentaði henni hafi ekki verið til, en ástæðan er alls ekki sú að varan sem um ræðir hafi ekki selst vel.“ María segist telja að varan sem Vala spurði um sé ekki lengur í framleiðslu, enda séu gerðar reglulegar breytingar á vöruúrvali hjá framleiðanda. „Hins vegar eru fjölmargir aðrir möguleikar í boði og í okkar vörulínu eru litir fyrir alla húðliti í förðum, hyljurum og púðri, meira að segja í sólarpúðri, kinnalitum og fleiru. Við höfum alltaf fjölbreytileika í huga og svörum ætíð kröfum neytenda. Við hjá Danól erum öll af vilja gerð til að aðstoða okkar viðskiptavini og við munum bæta enn frekar í að upplýsa starfsfólk verslana um þá fjölbreyttu möguleika sem eru til staðar,“ segir María. Lélegar afsakanir Vala gefur lítið fyrir þessa útskýringu. „Ég veit það fyrir víst að þetta er ekki rétt“, segir hún. „NYX er enn þá að framleiða þessa dökku liti og hafa alltaf verið með þá. Það er hægt að kaupa þessa liti á netinu og til dæmis í Danmörku. Mér finnst þetta bara vera léleg afsökun. Ég veit vel að þessir litir seljast ekki jafn vel,“ segir Vala. Hún bendir á að mikill meirihluti landsmanna sé hvítur. „En það ættu samt að vera möguleikar í boði fyrir þá sem eru ekki hvítir. Ég á ekki að þurfa að fara á netið til að panta mér farða og bíða í tvær vikur til að geta málað mig. Það ætti bara að laga þetta en ekki koma með endalausar lélegar afsakanir.“ Er hægt að tala um þetta utaf þetta er ekkert sma þreytt. pic.twitter.com/crfzomDrma— valakreynis (@valakreynis1) October 27, 2022 „Valkostirnir eru margir" Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups hafði heyrt af málinu þegar Fréttastofa leitaði viðbragða hjá honum. „Við tókum umræðuna innanhúss á dögunum. Niðurstaðan var í raun þessi; við erum með marga valkosti fyrir fólk með mismunandi húðlit þó það sé mögulega einhver litur ekki til þann daginn í ákveðnu merki. En það sem við þurfum að standa okkur betur við er að vísa viðskiptavinum á önnur merki og aðra valkosti,“ segir Sigurður. Hann segir örlítið erfiðara að halda úti vörum sem þessum þar sem fólk með dekkri húðlit sé auðvitað í minnihlutahóp á Íslandi. „En þetta á bara við um svo margt í kaupmennskunni, við erum endalaust, ekki bara í snyrtivörum, heldur í matvörum og hinu og þessu að flytja inn vörur og kúnninn gefur okkur svo ábendingar um hvað hann vill og hvað ekki. Valkostirnir eru margir. En þessir hópar lenda í því eins og aðrir að varan sem þeir kaupa venjulega var ekki til. Bara eins og með uppáhalds sælgætið þitt, þú getur lent í því að það sé allt í einu ekki til,“ segir Sigurður Reynaldsson. Ætlar að fara með þetta lengra Vala er í hópi fólks sem kalla sig Antirasistarnir. Á Instagram síðu hópsins segir í lýsingu að hópurinn sé fyrst og fremst „vettvangur fyrir raddir litaðra einstaklinga.“ Vala segir hópinn ætla að fara með þetta mál lengra. „Ég hef heyrt af fleirum sem eru í vandræðum með að kaupa sér „makeup“ á Íslandi. Vinkona mín sem er dekkri en ég er í miklum vandræðum. Antirasistarnir munu skrifa bréf um þetta málefni og koma þessu meira á framfæri,“ segir Vala Emanuela að lokum. Förðun Verslun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Vala birti færslu á Twitter á dögunum þar sem hún tjáði sig um málið. Hún hefur að eigin sögn alltaf haft áhuga á förðun og því að mála sig og hefur hingað til getað keypt sér förðunarvörur hér á landi. „Ég hef yfirleitt keypt mér farða frá NYX, það hefur alltaf verið gott úrval af litum þar. En svo fór ég á miðnæturopnun í Kringluna um daginn og ætlaði að kaupa mér snyrtivörur á afslætti í Hagkaup en tók þá eftir að minn litur og allir dökku litirnir voru horfnir. En allir ljósu litirnir voru til,“ segir Vala. Vala hefur eftir vini sínum sem starfar í Hagkaup að ákveðið hafi verið að hætta með þessa liti í sölu þar sem þeir seldust illa. Farðarnir frá NYX eru framleiddir í fjölbreyttum og fjölmörgum litatónum. En þeir eru ekki allir fáanlegir hér á landi.NYX Telja að varan sé ekki lengur í framleiðslu Fréttastofa hafði samband við Danól, heildsölu sem sér um innflutning og sölu á fjölmörgum snyrtivörum sem seldar eru á Íslandi, meðal annars NYX. María Jóna Samúelsdóttir, framkvæmdastjóri Danól, segir í skriflegu svari að „henni þyki leitt að leitt að stúlkan sem um ræðir hafi upplifað að vara sem hentaði henni hafi ekki verið til, en ástæðan er alls ekki sú að varan sem um ræðir hafi ekki selst vel.“ María segist telja að varan sem Vala spurði um sé ekki lengur í framleiðslu, enda séu gerðar reglulegar breytingar á vöruúrvali hjá framleiðanda. „Hins vegar eru fjölmargir aðrir möguleikar í boði og í okkar vörulínu eru litir fyrir alla húðliti í förðum, hyljurum og púðri, meira að segja í sólarpúðri, kinnalitum og fleiru. Við höfum alltaf fjölbreytileika í huga og svörum ætíð kröfum neytenda. Við hjá Danól erum öll af vilja gerð til að aðstoða okkar viðskiptavini og við munum bæta enn frekar í að upplýsa starfsfólk verslana um þá fjölbreyttu möguleika sem eru til staðar,“ segir María. Lélegar afsakanir Vala gefur lítið fyrir þessa útskýringu. „Ég veit það fyrir víst að þetta er ekki rétt“, segir hún. „NYX er enn þá að framleiða þessa dökku liti og hafa alltaf verið með þá. Það er hægt að kaupa þessa liti á netinu og til dæmis í Danmörku. Mér finnst þetta bara vera léleg afsökun. Ég veit vel að þessir litir seljast ekki jafn vel,“ segir Vala. Hún bendir á að mikill meirihluti landsmanna sé hvítur. „En það ættu samt að vera möguleikar í boði fyrir þá sem eru ekki hvítir. Ég á ekki að þurfa að fara á netið til að panta mér farða og bíða í tvær vikur til að geta málað mig. Það ætti bara að laga þetta en ekki koma með endalausar lélegar afsakanir.“ Er hægt að tala um þetta utaf þetta er ekkert sma þreytt. pic.twitter.com/crfzomDrma— valakreynis (@valakreynis1) October 27, 2022 „Valkostirnir eru margir" Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups hafði heyrt af málinu þegar Fréttastofa leitaði viðbragða hjá honum. „Við tókum umræðuna innanhúss á dögunum. Niðurstaðan var í raun þessi; við erum með marga valkosti fyrir fólk með mismunandi húðlit þó það sé mögulega einhver litur ekki til þann daginn í ákveðnu merki. En það sem við þurfum að standa okkur betur við er að vísa viðskiptavinum á önnur merki og aðra valkosti,“ segir Sigurður. Hann segir örlítið erfiðara að halda úti vörum sem þessum þar sem fólk með dekkri húðlit sé auðvitað í minnihlutahóp á Íslandi. „En þetta á bara við um svo margt í kaupmennskunni, við erum endalaust, ekki bara í snyrtivörum, heldur í matvörum og hinu og þessu að flytja inn vörur og kúnninn gefur okkur svo ábendingar um hvað hann vill og hvað ekki. Valkostirnir eru margir. En þessir hópar lenda í því eins og aðrir að varan sem þeir kaupa venjulega var ekki til. Bara eins og með uppáhalds sælgætið þitt, þú getur lent í því að það sé allt í einu ekki til,“ segir Sigurður Reynaldsson. Ætlar að fara með þetta lengra Vala er í hópi fólks sem kalla sig Antirasistarnir. Á Instagram síðu hópsins segir í lýsingu að hópurinn sé fyrst og fremst „vettvangur fyrir raddir litaðra einstaklinga.“ Vala segir hópinn ætla að fara með þetta mál lengra. „Ég hef heyrt af fleirum sem eru í vandræðum með að kaupa sér „makeup“ á Íslandi. Vinkona mín sem er dekkri en ég er í miklum vandræðum. Antirasistarnir munu skrifa bréf um þetta málefni og koma þessu meira á framfæri,“ segir Vala Emanuela að lokum.
Förðun Verslun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira