Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Snorri Másson skrifar 3. nóvember 2022 19:33 Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. Lögregla fór víða um Reykjavík í gær í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Aðrir tveir í þessum fimmtán manna hópi eru systur Hussein, þær Yasameen og Zahra Hussein, sem hafa verið við nám við Fjölbrautarskólann við Ármúlann undanfarið eitt og hálft ár. Þær voru teknar höndum af lögreglu á leið úr skóla um miðjan dag í gær. Systurnar sendu kennurum sínum myndband af Hótel Völlum, þar sem þær báðu lögreglu að lofa sér að vera, sem má sjá í fréttabrotinu hér að ofan. „Þetta voru miklir fyrirmyndarnemendur, búnir að vera hér í eitt og hálft ár. Búnar að ná þokkalegum tökum á íslensku, voru til algerrar fyrirmyndar, mættu 100% og komu aldrei seint eða neitt. Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari í samtali við fréttastofu. „Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari um mál hælisleitenda sem sendir hafa verið úr landi.Vísir Vildu sjá hvort þau fengju efnislega meðferð síns máls Öll hefur fjölskyldan fengið hæli í Grikklandi en áttu von á því 18. nóvember að úr því yrði skorið á Íslandi hvort þau fengju samt efnislega meðferð hér. Allt kom fyrir ekki og nú er Hussein-fjölskyldan komin til Grikklands, þar sem Magnús segir systurnar hafa verið sendar af grísku lögreglunni útaf flugstöðinni allslausar og vita ekki hvar þær sofa í nótt. Þá hafi þær aðeins náð að taka með sér það sem þær höfðu meðferðis í skólanum í gær. „Það er alveg sama hvað fólki finnst um hælisleitendur og hversu lengi þeir eiga að vera á Íslandi, þær voru búnar að vera í eitt og hálft ár. Þetta er svo ómannúðleg framkoma að það er bara engu lagi líkt,“ segir Magnús skólastjóri. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Reykjavík Mál Hussein Hussein Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Lögregla fór víða um Reykjavík í gær í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Aðrir tveir í þessum fimmtán manna hópi eru systur Hussein, þær Yasameen og Zahra Hussein, sem hafa verið við nám við Fjölbrautarskólann við Ármúlann undanfarið eitt og hálft ár. Þær voru teknar höndum af lögreglu á leið úr skóla um miðjan dag í gær. Systurnar sendu kennurum sínum myndband af Hótel Völlum, þar sem þær báðu lögreglu að lofa sér að vera, sem má sjá í fréttabrotinu hér að ofan. „Þetta voru miklir fyrirmyndarnemendur, búnir að vera hér í eitt og hálft ár. Búnar að ná þokkalegum tökum á íslensku, voru til algerrar fyrirmyndar, mættu 100% og komu aldrei seint eða neitt. Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari í samtali við fréttastofu. „Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari um mál hælisleitenda sem sendir hafa verið úr landi.Vísir Vildu sjá hvort þau fengju efnislega meðferð síns máls Öll hefur fjölskyldan fengið hæli í Grikklandi en áttu von á því 18. nóvember að úr því yrði skorið á Íslandi hvort þau fengju samt efnislega meðferð hér. Allt kom fyrir ekki og nú er Hussein-fjölskyldan komin til Grikklands, þar sem Magnús segir systurnar hafa verið sendar af grísku lögreglunni útaf flugstöðinni allslausar og vita ekki hvar þær sofa í nótt. Þá hafi þær aðeins náð að taka með sér það sem þær höfðu meðferðis í skólanum í gær. „Það er alveg sama hvað fólki finnst um hælisleitendur og hversu lengi þeir eiga að vera á Íslandi, þær voru búnar að vera í eitt og hálft ár. Þetta er svo ómannúðleg framkoma að það er bara engu lagi líkt,“ segir Magnús skólastjóri.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Reykjavík Mál Hussein Hussein Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira