Segir marga sakna Messi því það fylgist svo fáir með franska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 13:00 Lionel Messi spilar með Paris Saint Germain en flestir sjá hann bara í Meistaradeildinni. Getty/Marcio Machado Forseti spænsku deildarinnar er einn af þeim sem talar fyrir endurkomu Lionel Messi í lið Barcelona. Messi átti magnaðan feril með Barcelona en yfirgaf félagið mjög óvænt í ágúst 2021 þegar Barcelona var í það miklum fjárhagsvandræðum að félagið átti ekki fyrir samningi við sinn besta leikmann. Messi samdi þess í stað við franska félagið Paris Saint Germain og eftir erfiðleika á fyrsta tímabili hefur Argentínumaðurinn farið á kostum á þessu tímabili. La Liga president Javier Tebas has claimed that Paris Saint-Germain (PSG) star Lionel Messi has lost the spotlight in the eyes of his fans since leaving Barcelona last summer. https://t.co/rARpmOk6fh— Sportskeeda Football (@skworldfootball) November 2, 2022 Barcelona hefur verið í miklum vandræðum án Messi og missti af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar bæði árin „Ég tel að það sé ekki bara La Liga sem saknar Messi heldur allur fótboltaheimurinn því franska deildin er eins og hún er ekki satt. Ég þekki engan sem er að horfa á leiki PSG við Nantes,“ sagði hinn umdeildi Javier Tebas, foreti La Liga. Hann var ekki hættur að skjóta á frönsku deildina og talaði um eins og Messi sé falinn fyrir heiminum með því að spila í Frakklandi. „Þannig er það. Þótt að hann sé hjá PSG þá er fylgst miklu minna með honum en þegar hann var hjá Barcelona. Við skulum vona að hann eigi frábæra heimsmeistarakeppni af því að þá munum við fá tækifæri til að sjá hann á ný,“ sagði Tebas. Tebas: "Por mucho que esté en el PSG, a Messi se le sigue mucho menos que cuando estaba en el Barcelona"https://t.co/ZLjYqohHYL— MARCA (@marca) November 2, 2022 Messi er nú 35 ára gamall og hann er með samning til júní 2023 með möguleika á að framlengja hann um eitt ár í viðbót. Tebas segir að það væri gott fyrir bæði Barcelona og Messi ef hann kæmi aftur til Barca. „Ég veit ekki hvort Messi fá annað tækifæri til að spila með Barca því það ræðst á honum sjálfum. Vonandi kemur hann aftur. Það væri fyrst og fremst gott fyrir hann sjálfan að koma aftur í spænska boltann og ekki síst til félagsins þar sem hann óx og dafnaði hjá. Það er mitt mat að það hafi verið mistök hjá honum að rifta sambandinu því bæði Barca og Messi hefði grætt mikið um ókomna tíð á því sambandi,“ sagði Tebas. Messi hefur unnið 35 titla á ferlinum þar á meðal fjóra Meistaradeildartitla. Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Messi átti magnaðan feril með Barcelona en yfirgaf félagið mjög óvænt í ágúst 2021 þegar Barcelona var í það miklum fjárhagsvandræðum að félagið átti ekki fyrir samningi við sinn besta leikmann. Messi samdi þess í stað við franska félagið Paris Saint Germain og eftir erfiðleika á fyrsta tímabili hefur Argentínumaðurinn farið á kostum á þessu tímabili. La Liga president Javier Tebas has claimed that Paris Saint-Germain (PSG) star Lionel Messi has lost the spotlight in the eyes of his fans since leaving Barcelona last summer. https://t.co/rARpmOk6fh— Sportskeeda Football (@skworldfootball) November 2, 2022 Barcelona hefur verið í miklum vandræðum án Messi og missti af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar bæði árin „Ég tel að það sé ekki bara La Liga sem saknar Messi heldur allur fótboltaheimurinn því franska deildin er eins og hún er ekki satt. Ég þekki engan sem er að horfa á leiki PSG við Nantes,“ sagði hinn umdeildi Javier Tebas, foreti La Liga. Hann var ekki hættur að skjóta á frönsku deildina og talaði um eins og Messi sé falinn fyrir heiminum með því að spila í Frakklandi. „Þannig er það. Þótt að hann sé hjá PSG þá er fylgst miklu minna með honum en þegar hann var hjá Barcelona. Við skulum vona að hann eigi frábæra heimsmeistarakeppni af því að þá munum við fá tækifæri til að sjá hann á ný,“ sagði Tebas. Tebas: "Por mucho que esté en el PSG, a Messi se le sigue mucho menos que cuando estaba en el Barcelona"https://t.co/ZLjYqohHYL— MARCA (@marca) November 2, 2022 Messi er nú 35 ára gamall og hann er með samning til júní 2023 með möguleika á að framlengja hann um eitt ár í viðbót. Tebas segir að það væri gott fyrir bæði Barcelona og Messi ef hann kæmi aftur til Barca. „Ég veit ekki hvort Messi fá annað tækifæri til að spila með Barca því það ræðst á honum sjálfum. Vonandi kemur hann aftur. Það væri fyrst og fremst gott fyrir hann sjálfan að koma aftur í spænska boltann og ekki síst til félagsins þar sem hann óx og dafnaði hjá. Það er mitt mat að það hafi verið mistök hjá honum að rifta sambandinu því bæði Barca og Messi hefði grætt mikið um ókomna tíð á því sambandi,“ sagði Tebas. Messi hefur unnið 35 titla á ferlinum þar á meðal fjóra Meistaradeildartitla.
Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira